Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 83
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
farið inn til móður sinnar, og gat ekki um neitt, en fólkið
hugaði sér hefði misheyrzt, og var hér svo ekki framar
skipt sér af. Morguninn eptir var hesturinn nærri bænum
með keyrið og vettlingana undir sessunni (sumir segja, að
hatturinn hafi verið hjá baðstofuveggnum), en prestur
fannst hvergi. Nú er safnað mönnum og leitað og leitað,
og það allt forgefins. Kíll er fyrir neðan bæinn á Miklabæ,
kallaður Gegnir; í honum var leitað alls staðar með
stöngum og krókum, og ekkert finnst, en auðvitað var, að
í Héraðsvötnin gat hann ekki komizt vegna kílsins, og
eftir langa og mikla og árangurslausa fyrirhöfn var loksins
hætt. Ekkjuna hafði langað til, að dysin Solveigar væri
rifin upp, en það vildi sýslumaður ekki; honum þótti það
votta hjátrú.8
Og þá er röðin komin að Gísla Konráðssyni hinum fróða
(1787—1877), sem greindi frá atburðum í syrpu, sem hann ritaði
árin 1845 — 1857 og annarri, Arbókarstúf 1783 — 1863, og er hin
fyrrgreinda nokkru orðfleiri:
En það varð nú síðar um haustið 1786, hinn 1. október
. . . að prestur söng á Silfrastöðum, reið seint heim um
kveldið og kom að Víðivöllum, örskammt fyrir framan
Miklabæ. Bauð sýslumaður honum í stofu. Niðmyrkur
var á mikið, því hláka var. Bauð sýslumaður honum fylgd
út að Miklabæ, en prestur kallaði það óþarfa. Þó kallaði
sýslumaður vinnumann sinn, er Arni Jónsson hét og
síðast bjó að Utanverðunesi, að fylgja presti og fór hann
af stað með honum, og hugði hann mundi ríða út hjá
Víkarkoti, er milli er Miklabæjar og Víðivalla, því þar eru
mýrar litlar og voru lagðar, en prestur reið skaflajárnað —
en klöpp lítil er ofan Víkarkots, er út liggur frá Orlygs-
staðagerðis örmuli forna, og nær út að túngarði á Mikla-
8 Blanda, IV, bls. 65—66.
81