Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 85
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Víðivalla og Miklabæjar og ekki lengra á milli bæjanna en
stekkjarvegur. Hestur hans með hreinum og þurrum
reiðtygjum og taumum niðri var um morguninn eftir í
hlaðvarpanum (en keyri hans og vettlingar á bæjarkamp-
inum) á Miklabæ, af hverju auðráðið þótti, að hann hefði
sjálfur þar af baki farið og ráfað svo eitthvað í fásinnu og
ráðleysu einhverslags, sem yfir hann komið hefir, svo
hann hefir ei getað haft ráð fyrir sér. Gátu sumir þess til
að hann villzt hefði ofaní Héraðsvötn um nóttina, var þó
veður ekki slæmt. Mörgum ómerkilegum getgátum um
þetta hvarf prestsins er hér með vilja sleppt en sögn
manna var eftir honum sjálfum, að kona sú (Solveig að
nafni) er tortímdi sér á Miklabæ um veturinn 1778 hefði
ásótt hann á síðustu árum hans lífdaga.
Skrásetjarar þeirra heimilda, sem nú hafa verið raktar, bjuggu
allir í Skagafirði, en þar með er ekki víst, að frásagnir þeirra eigi
að öllu leyti við rök að styðjast. Þó má fullyrða, að þeir höfðu
allir tök á að ræða við fólk sem stóð atburðum nærri, ættingja,
vini, leitarmenn, vinnuhjú o.s.frv. Nú er hins vegar tímabært að
kanna þær heimildir, sem færðar voru í letur í öðrum landshlut-
um.
Guðlaugur Sveinsson (1731 —1807) prestur í Vatnsfirði tók
saman Vatnsfjardarannál hinn yngsta nokkrum árum eftir að sr.
Oddur fór sína hinztu ferð. Yfirleitt er annáll sr. Guðlaugs
talinn nokkuð traustur þótt allvíða skeiki honum um ártöl.10 Sr.
Guðlaugur getur ætíð um lát heldri manna þau ár sem annáll
hans tekur til, og árið 1786 er greint frá dauða sr. Odds,
Gíslasonar
biskups, á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafjarðarsýslu;
hann hafði komið frá annexíukirkju sinni, Silfrastöðum,
stóð lítið við hjá sýslumanni sr. Vigfúsi Scheving á Víði-
10 Sbr. Annála 1400-1800, V (Rvík 1955-61), bls. 312.
83