Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 54
SKAGFIRÐINGABÓK
jarðvegsmyndun hefur verið ör á þessum tíma, enda uppblástur
ekki hafinn fyrir alvöru. Allt bendir þó til, að árið 1104 hafi
ekki mjög margir áratugir verið liðnir frá því að bærinn fór í
eyði. Þór telur þetta hafa verið lítinn sögualdarbæ, en gat ekkert
sagt um, hvort hann hefði byggzt fyrir kristnitöku. Þór á
nokkuð ítarlega dagbók frá uppgreftinum.
En hversu lengi var búið á Hraunþúfuklaustri? Flestir eru
sammála um, að það hafi ekki getað verið lengi. Þó að veður-
sæld sé mikil í Skagafjarðardölum, er bæjarstæðið ofan byggi-
legra marka, og því hefur búseta þar verið ómöguleg nema í
stuttan tíma. I því sambandi er ekki úr vegi að líta á annað
eyðibýli, sem er álíka afskekkt og í svipaðri hæð yfir sjó (420 —
480m). Það er Grund í Víðidal á Lónsöræfum. Sumarið 1882
kom Þorvaldur Thoroddsen í Víðidal og lýsir gróðri dalsins
svo:
Víðidalur var um miðjuna niður við ána ákaflega grös-
ugur, svo að ég hefi varla séð þvílíkt á Islandi. Hestarnir
óðu alls staðar grasið, víðinn og blómgresið í hné og þar
yfir. Innan um voru alls staðar mjög há hvannstóð, er
tóku manni undir hönd, en milli þeirra uxu gulvíðihríslur,
grávíðir, blágresi, dökkfjólulitir lokasjóðsbræður, sól-
eyjar og margt fleira. . . . Sauðfé kemur hingað sjaldan, af
því að illt er að komast að dalnum, yfir jökla og há fjöll að
sækja. A sléttu niður við ána eru gamlar tóttir. Þar er
jurtagróðurinn mestur, ei ósvipað og í Slúttnesi í Mý-
vatni. Þó eru hríslurnar eigi eins háar, en grasið meira.
Tóttirnar voru allar vaxnar hvönn og víði. Ut úr veggjun-
um og upp af gömlum hlóðum voru vaxnar gulvíðihríslur,
2 — 3 álnir á hæð og 1 — 1V2 þuml(ungur) að þvermáli.23
Tólf árum síðar (1894) kom Þorvaldur aftur í Víðidal, og
hafði þá verið búið í dalnum um ellefu ára skeið. En þrátt fyrir
23 Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók I (Rvík 1958), bls. 79.
52