Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 146
SKAGFIRÐINGABÓK
komst um mann nokkurn úr Fljótum, sem selt hafði áfengi á
Siglufirði. I yfirheyrslum þar kom m.a. fram, að bruggun færi
fram á ýmsum stöðum inni í Fljótum og Sléttuhlíð. Þetta varð
til þess, að bæjarfógetinn á Siglufirði sendi þegar í stað sím-
skeyti til Sigurðar sýslumanns á Sauðárkróki, þar sem hann
óskaði eftir heimilisrannsókn á nokkrum bæjum. Tveir bæir
voru tilgreindir í Sléttuhlíð, og var Lónkot annar þeirra.
Að morgni 29. desember fékk Sigurður sýslumaður í hendur
skeytin. Setti hann rétt um hádegi og kvað upp úrskurði um
heimilisrannsókn á fjórum bæjum í Fljótum og tveimur í Sléttu-
hlíð. Sendi hann símskeyti til viðkomandi hreppstjóra og fól
þeim að framkvæma leitina. Var Jón hreppstjóri í Bæ skipaður
til aðstoðar Sveini í Felli við leitina í Sléttuhlíð. Flófu þeir
rannsókn fyrri hluta dags á hinum bænum, en fundu ekkert
nema blikkbrúsa einn tortryggilegan, sem bar þess merki, að
hann hefði staðið yfir eldi. Eftir það fóru þeir að Lónkoti og
voru nýlega mættir, þegar Tryggvi bóndi kom frá fé sínu, sem
fyrr greinir.
Við réttarhald síðar í mánuðinum var lögð fram skýrsla um
leitina, þar sem m.a. segir, að „eftir langar og ítarlegar tilraunir
til þess að fá sennilegan framburð Tryggva“, hafi þeir hrepp-
stjórar gengið vestur að lóninu,
og fundu þeir tunnuna, sem lá þar á hliðinni í vatninu, og
var vatnið í kringum hana mikið litað gráhvítum lit, og í
tunnunni var allmikið af þannig litu vatnsblandi, og lagði
af þessu nokkra brugglykt. Ennfremur fundu þeir í lóninu
þar rétt hjá litla trékollu, sem í var fest eir- eða látúnspípa
með gormlagi. Á öðrum enda pípunnar var korktappi,
sem passa mundi á blikkbrúsa, en hinn endi pípunnar var
niður við botn á kollunni og lá þar út úr henni. Kollu
þessa tók hreppstjórinn í sína geymslu.
Það var ekki fyrr en mánudaginn 22. janúar 1934, að sýslu-
maður komst til að þinga í málinu. Fór hann með strandferða-
144