Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 170
SKAGFIRÐINGABÓK
stundum mikill á þessari erfiðu siglingaleið. Gömlum sjómönn-
um þótti Drangur oft sigla laglega eftir sundinu í gegnum
Málmeyjarrifið alræmda, þótt bryti á bæði borð. Slík var hæfni
þessara manna, og sjaldan kom fyrir, að ferðir Drangs féllu
niður.
Upphaflega hét bátur þessi Olaf, smíðaður í Þrándheimi 1902
og þá 63 smálestir að stærð, en var stækkaður og endursmíðað-
ur 1930. Molden Knutsen í Alasundi seldi Olaf til Islands laust
eftir 1930, og Guðmundur Guðmundsson á Akureyri var lengi
eigandi hans. Drangur var síðan í póst-, farþega og vöruflutn-
ingum milli Akureyrar, Grímseyjar, Eyjafjarðar- og Skagafjarð-
arhafna, auk einstakra leiguferða allt til ársins 1959. Endalok
Drangs urðu þau, að honum var sökkt við Akureyri og notaður
sem undirstaða fyrir bryggju.
Steindór Jónsson fékk nýtt skip til þessara ferða 2. nóvember
1959, Drang annan, 191 smálest, með 400 ha. Wichman-dísel-
vél, og fékk hann skipið smíðað í Florö í Noregi. I upphafi var
þetta skip í sömu ferðum og eldri Drangur, en með nýju og
stórbættu vegakerfi upp úr miðjum sjöunda áratugnum, sér-
staklega milli Skagafjarðar og Siglufjarðar, fækkaði ferðum til
Skagafjarðarhafna, unz þær lögðust niður. Síðasta áætlunarferð
Drangs til Sauðárkróks var 23. apríl 1968. Síðan fór báturinn
óreglulegar ferðir allt til ársins 1975, en samkvæmt skipaaf-
greiðslu kom Drangur síðast til Sauðárkróks 24. janúar 1975.
Hins vegar hélt Drangur uppi ferðum til Olafsfjarðar og Siglu-
fjarðar vetrarmánuðina, og einnig fjölgaði Grímseyjarferðum
að mun vegna ferðafólks, enda hefur póstbáturinn frá Akureyri
verið eitt öruggasta samgöngutæki eyjarskeggja. Síðustu árin
fór Drangur oft í leiguferðir utan þessa svæðis, m.a. nokkrar
fer-ðir til útlanda til þess að afla útgerðinni aukinna verkefna og
tekna þangað til hann var seldur og breytt í fiskiskip 1982.
Utgerðin fékk oftast nokkurn styrk til póst og farþegaflutninga
af svonefndu flóabátafé, en í byrjun síðasta áratugar samein-
uðust sveitarfélög við Eyjafjörð og ríkissjóður að nokkru um
168