Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 119
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
„Leiðid hennar Solveigar“
SOLVEIG var grafin í óvígðri mold, utan garðs í túni, norðanvert
við guðsbarnareit, og þó mun höfðalagið hafa nálgazt helgaða
jörð.1 Þar var „þúfa eða þúst út úr kirkjugarðveggnum, sem
kölluð var „leiðið hennar Solveigar.““2 En menn héldu áfram að
deyja í Blönduhlíð og kirkjugarðurinn var stækkaður. Um 1910
var vígt land til norðurs, og „leiðið hennar Solveigar" lenti
innan marka hins nýja garðs. Hún hvíldi í vígðri mold, en hafði
engan hlotið yfirsönginn.
Þann 22. desember 19143 var kona jörðuð frá Miklabæ. Gröf
hennar tóku Sigurður Einarsson, síðar bóndi í Stokkhólma, og
Jóhannes Bjarnason bóndi í Grundargerði, og var grafarstæðið
á mörkum hins eldra garðs og viðaukans:
En er þeir komu nokkuð langt niður, komu þeir ofan á
kistu, sem „lá út og suður“. Varð þá Sigurði að orði:
„Hver skyldi þetta nú vera?“ Þá svaraði Jóhannes (og
kendi sannfæringar í rómnum): „Ætli það sé ekki Sol-
veig.“4
Þessi kista var mjög sterkleg og færðu þeir hana til
suður undir grafarbakkann að sunnan. . . . Liðaðist hún í
sundur við tilfærsluna. Sást þá að það var kvenmaður sem
þarna hvíldi. Voru bein þá öll mjög heil, og svart hrokkið
hár og nokkuð af fötum. Frá öllu þessu var mjög vel
gengið og búið um það sem bezt sunnan við kistuna sem
nú átti að jarða.5
1 Lárus Arnórsson: Bein Solveigar á Miklabæ skipta um verustað. Tímaritið
Morgunn, 18. árg. (Rvík 1937), bls. 222—238. Sbr. bls. 227.
2 Sama heimild.
3 í grein í Heima er bezt, 8. tbl. 1977, bls. 251, hefur Þorsteinn Björnsson
ártalið 1915.
4 Sama heimild, bls. 227.
5 Heima er bezt, 1977, bls. 251.
117