Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 97
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
hvort ráfað hafi í „ráðleysu einhverslags" út í buskann, til fjalls
eða ofan í Vötn. Hann guðaði aldrei á glugga á Miklabæ, og
þrátt fyrir mikla leit fannst hann aldrei, eða hvað?
Heimildum ber saman um, að séra Odds hafi verið leitað
lengi og vel, 40 manns í 8 daga og þaðan af fleiri. Og einnig er
ljóst, að frásagnir af þessum tíðindum hafa fljótlega borizt um
allt land og að mestu leyti samhljóða. En klerkur „varð . . .
aldrei fundinn" segir Espólín og aðrir skagfirzkir heimildar-
menn. En hvernig víkur þá við frásögnum séra Guðlaugs í
Vatnsfirði og Ragnheiðar Þórarinsdóttur, að séra Oddur hafi
fundizt? Að vísu ber þeim ekki saman, því skv. Vatnsfjarðar-
annál yngsta á lík séra Odds að hafa fundizt árið 1787, en
Ragnheiður færir Sveini Pálssyni þær fréttir, að það hafi fundizt
í læknum Gegni vorið 1789. Reyndar er Gegnir ekki lækur,
heldur síki, gamall farvegur Héraðsvatna, og að því leyti er
frásögn Ragnheiðar ónákvæm. I örnefnalýsingu Miklabæjar,
sem Margeir Jónsson á Ogmundarstöðum skráði, er greint frá
stokki þeim sem „Gegnir heitir, . . . forn kvíslarfarvegur úr
Héraðsvötnum. Vatn er í honum enn og djúpir pyttir eða
smáhyljir, en fyrrum var hann vatnsmeiri. Nyrzt í Gegnin-
um, út við Héraðsvötnin, er Sölkupyttur, kenndur við Mikla-
bæjar-Solveigu, sem fræg er orðin í þjóðsögunum. Segir sagan
og er enn í munnmælum, að þar hafi Solveig átt að koma séra
Oddi fyrir.“’ En ekki verður nú grafizt fyrir um hvaðan
Ragnheiði bárust tíðindin suður í Viðey sem og séra Guðlaugi
vestur í Vatnsfjörð. A hinn bóginn verður að telja víst, að um
land allt hafi verið skrafað um hvarf klerksins á Miklabæ.
Jón Jóhannesson getur Sölkupytts í áðurnefndum þætti sín-
um og nefnir hann reyndar Solveigarpytt:
Það var af ýmsum talið, að í þeim pytti mundi séra Oddur
hafa drukknað, eða öllu heldur, að Solveig eða afturganga
1 Örnefnastofnun Þjóðminjasafns. Margeir Jónsson skráði eftir Þorsteini
Björnssyni og Stefáni Jónssyni.
95