Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 87
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
reið þaðan eftir messu heimleiðis, kom að Víðivöllum,
dvaldi þar stund um kveldið. Fylgdi sýslumaður hönum
lítið hreyfðum af víni á hest og bauð fylgd, hverri prestur
synjaði vegna so stutts vegar. Reið hann á stað og hefur
síðan ekki sézt eður fundizt. En hestur hans með reiðtygj-
um stóð morgninum eftir óskemmdur á hlaðinu á Mikla-
bæ. Strax upp á ferskan gjörning var prests leitað, fyrst af
50, síðan af 100 manns, og fóru þeir jafnnær heim aftur og
fundu ei líkur til prests. Gjörðust ýmislegar meiningar um
þennan merkilega tilburð. Mundi flestra meining falla
þangað, að ráðskona prests, sem nokkrum árum áður
varð óð og fyrirfór sér, mundi hafa ollað hans hvarfi fyrir
það hann hafði neitað henni kirkjugarðsgreftran, hverrar
hún mjög so óskað hafði.15
Þær frásagnir sem nú hafa verið raktar af hvarfi sr. Odds eru
með mismunandi blæ, sumar greinilega litaðar þjóðsögunni,
aðrar hófstilltar. I þeim er sameiginlegur kjarni og virðist
vaxinn af tveimur rótum: heimilisfólki á Miklabæ og Víði-
völlum, og eru ýmsir bornir fyrir sögunni. Alls konar munn-
mæli hafa síðan blandazt saman við og smám saman sveigt
atburðarás undir lögmál þjóðsögunnar. Hún sækir afl sitt til
þeirrar ógnar, sem dulúð atvikanna skóp og þeirrar mögnuðu
trúar, sem fólk hafði á afturgöngu Solveigar. Með dauða sínum
gekkst hún því illa á vald, fordæmd sál að mati samtíðarinnar.
Eftir atvikum er rétt að rekja sagnir sem Jón Jóhannesson
(1878—1953) fræðimaður á Siglufirði skráði og birti í Grímu}b
Sumar hafa ekki birzt annars staðar, og um skrásetningu þeirra
segir Jón:
Þegar eg var að alast upp, á síðustu tugum 19. aldarinnar,
15 Annálar 1400-1800, V., bls. 110-111.
16 XXIII (Ak. 1958), bls. 3 — 30. Endurprentað í Grímu hinni nýju II (Rvík
1969), bls. 307-329.
85