Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 1

Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —9 9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 8 . a p r Í l 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Þórir Stephensen skrifar um nafla Reykjavíkur. 24 sport Tekst Haukum að koma úrslitaeinvíginu í oddaleik? 26 Menning Könnunarleiðangur til KOI er nýtt leikrit sem er samið og æft á aðeins einum mánuði. 34-38 plús 2 sérblöð l Fólk l  Heilsa og útivist *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM YFIR 15 TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR.24.990 HNÍFAPARATÖSKUR 45 ÁRA LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 mmm... og súkkulaði Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Alvarlegir höfuðáverkar 583 voru lagðir inn á gjörgæslu vegna höfuðáverka 1999-2013. 36% vegna falls á jafnsléttu eða undir tveimur metrum 32% vegna um- ferðarslysa 72% sjúklinga voru karlar 18,2% létust en fjöl- margir þeirra sem lifðu fallið af búa við skert lífsgæði 40% sjúklinga voru undir áhrifum áfengis „Ég yfirgef sviðið sáttur. Sýningin var góð þótt handrit og leikrit hafi breyst í miðju verki,“ segir Hrannar Pétursson. Á fundi sem haldinn var með for- setaframbjóðendum í Háskólanum í Reykjavík í gær dró hann forsetaframboð sitt til baka. Fréttablaðið/Vilhelm Fólk er sem sagt lífshættulega slasað og lætur jafnvel lífið eftir fall úr neðsta þrepi eða á jafnsléttu. Guðrún María Jónsdóttir læknir HeilbrigðisMál Ný rannsókn á far- aldsfræði höfuðáverka á Íslandi á árunum 1999-2013 leiðir í ljós hlut- fallslega fjölgun höfuðáverka hjá mið- aldra fólki eftir fall á jafnsléttu. „Áður fyrr voru þetta yngri einstak- lingar með áverka eftir umferðarslys. En nú er algengasta orsökin fyrir höfuðáverka sjúklings sem leggst inn á gjörgæslu fall úr lítilli hæð. Fólk er sem sagt lífshættulega slasað og lætur jafnvel lífið eftir fall úr neðsta þrepi eða á jafnsléttu,“ segir Guðrún María Jónsdóttir, sérnámslæknir í svæfingu og gjörgæslu á Landspítalanum og rannsakandi. Rannsóknin sýnir marktæka fækkun höfuðáverka í öllum aldurs- flokkum fyrir utan fjölmennasta hópinn sem er 36-65 ára. Guðrún segir að með forvörnum í umferðinni, hjálmanotkun og bílbeltanotkun auk forvarna hjá elsta aldurshópnum með göngugrindum og því að hafa til dæmis ekki mottur á heimilum, hafi náðst góður árangur. Aftur á móti sé áhyggjuefni að þeim fjölgi hlutfalls- lega sem fái alvarlega höfuðáverka á miðjum aldri. Miðaldra með áverka eftir fall á jafnsléttu Færri fá alvarlega höfuðáverka eftir umferðarslys en fleiri vegna falls úr lítilli eða engri hæð. Fleiri sjúklingar eru undir áhrifum áfengis. Einnig gæti alvarleiki áverka tengst lífsstíl. Margir deyja af völdum höfuðáverka eða lifa við fötlun. Rannsóknin veitir ekki svör við þessum breytingum en gefur ákveðn- ar vísbendingar. Til að mynda eru fleiri sem eru undir áhrifum áfengis. Árið 1999 voru 22 prósent sjúklinga með alvarlega höfuðáverka með áfengi í blóðinu en þeir voru tæplega fjörutíu prósent árið 2013. Guðrún segir það vekja furðu hve alvarlega höfuðáverka fólk á besta aldri hlýtur eftir svo lágt fall, jafnvel eftir að hafa eingöngu hrasað um þröskuldinn heima hjá sér. „Ein til- gáta sem vaknaði í gagnavinnslu er aukin notkun blóðþynningarlyfja. Að fólk hljóti alvarlegri áverka vegna þess. Aukin notkun blóðþynningar- lyfja tengist hjartasjúkdómum og hjartsláttaróreglu, sem getur tengst lífsstíl fólks.“ Höfuðáverkar hafa oft mjög alvar- legar afleiðingar og um tuttugu pró- sent sjúklinga deyja. Því segir Guðrún forvarnir vera mikilvægasta vopnið í baráttunni. „Samkvæmt þessum niðurstöðum þyrfti því mögulega að beina sjónum að forvörnum varðandi áfengisdrykkju og lífsstílssjúkdóma,“ segir hún. – ebg viðskipti Lífeyrissjóðir hafa lánað mun hærri upphæðir til húsnæðis- kaupa að undan förnu með beinum hætti miðað við síðustu ár. Lífeyris- sjóðirnir lánuðu nær fjórfalt meira með sjóðsfélagalánum á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna námu 12 millj- örðum króna frá byrjun desember til loka febrúar, hærri upphæð en lánuð var út til sjóðsfélaga allt árið 2014. – ih / sjá síðu 16 Breytingar á íbúðamarkaði dægurMál „Þetta hefur verið frá- bært ferli, Hugmyndin kom þegar ég var í fæðingarorlofi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, rithöfundur og fjöl- miðlakona. Hún hefur lokið við að skrifa bókina Fæðingarsögur. „Konur hafa oft ákveðna hug- mynd um fæðingar. Konur eiga auð- vitað að vera ofurhetjur. Þær eiga að stunda jóga, líta óaðfinnanlega út, stunda fjallgöngur og vinna 150 pró- senta vinnu fram að fæðingardegi.“ segir Hanna. – gj / sjá síðu 44 Ríkar kröfur gerðar á konur hanna Ólafsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 D -9 E D 4 1 9 3 D -9 D 9 8 1 9 3 D -9 C 5 C 1 9 3 D -9 B 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.