Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 2

Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 2
Veður Í dag er áfram spáð norðlægri átt með snjókomu víða á norðanverðu landinu, en þó ekki samfelldri norð- vestan til. Sunnan til er víðast hvar bjartviðri, og jafnvel heldur hægari vindur. Kalt norðanlands, og hiti um og undir frostmarki en hiti allt að 7 stig syðra yfir hádaginn. sjá síðu 30 Eldri borgarar læra af unga fólkinu Nemendur við Menntaskólann á Akureyri tóku sér í gær hlé frá námi til þess að kenna meðlimum Félags aldraðra á Akureyri að nota tölvur, spjald- tölvur og snjallsíma. Var þetta annar tíminn í þriggja tíma námskeiði. Mynd/Sverrir Páll HÚSIÐ ER BYGGT ÚR STEYPTUM EININGUM OG REIST Á STAÐNUM. SKIPULAG HÚSSINS: FJÖGUR SVEFNHERBERGI, STÓR OG BJÖRT STOFA, RÚMGOTT ELDHÚS, STÓRT BAÐHERBERGI, FORSTOFA OG ÞVOTTAHÚS. HITAVEITA ER Á STAÐNUM. FULLBÚIÐ AÐ UTAN MEÐ SÓLPALLI OG RÚMLEGA FOKHELT AÐ INNAN. BÚSTAÐURINN ER Í LANDI ÁSATÚNS, ÞVERLÁG 11, 845 FLÚÐIR. Til sölu glæsilegt 118 fm heilsárshús á Flúðum með stórkostlegu útsýni NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA KÁRI INGÓLFSSON Í SÍMA 898 5878 EÐA STEINAR JÓNSSON Í SÍMA 898 5254 VERÐ 27,9 m. Könnun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nýtur yfirburða- stuðnings landsmanna, samkvæmt nýrri könnun MMR. Hann mælist með 52,6 prósenta fylgi. Sá sem næst kemst Ólafi sam- kvæmt könnuninni er Andri Snær Magnason og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mælist undir 2 prósentum. Þegar fylgi þriggja efstu fram- bjóðendanna er skoðað eftir sam- félagshópum kemur í ljós að Ólafur Ragnar Grímsson hefur hlutfalls- lega meira fylgi á landsbyggðinni, auk þess sem þeir sem hafa minni menntun og lægri tekjur eru líklegri til að kjósa Ólaf. Þeir sem tekjuhærri eru og með aukna menntun, sem og fólk sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu, eru líklegastir til að vera fylgjendur Andra Snæs Magnasonar. Könnunin var gerð dagana 22. til 26. apríl og tóku alls 953 þátt í henni. – þv Ólafur Ragnar með mest fylgi AusturríKi Austurríska þingið sam- þykkti í gær hert lög um móttöku hælisleitenda. Lögin heimila að hælis- leitendum sé hafnað þegar í stað, áður en þeir koma inn fyrir landamærin. Þá hafa ráðamenn einnig sagst vera að íhuga byggingu girðingar á landa- mærum Austurríkis og Ítalíu. Lögin heimila ríkisstjórninni þar að auki að lýsa yfir neyðarástandi vegna mikils fjölda flóttamanna. Innanríkisráðherrann Wolfgang Sobotka sagði Austurríki ekki eiga neinna annarra kosta völ. „Við getum ekki borið byrði alls heimsins á herð- um okkar.“ Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur hins vegar lýst sig and- vígan hugmyndum um byggingu girðingar og sagt hana ganga gegn evrópskum lögum og hættulega fyrir framtíð álfunnar. Níutíu þúsund flóttamenn sóttu um hæli í Austurríki á síðasta ári. Aðeins eitt ríki fékk fleiri umsóknir ef miðað er við höfðatölu. – þea Herða lög um hælisleitendur LögregLumáL „Þessi maður er and- lit Níkaragva. En ég get ekki leyft honum að komast upp með þetta,“ segir Heiðrún Mjöll Bachmann, 21 árs stúlka sem er au pair hjá íslenskri fjölskyldu í Mið-Ameríku- landinu Níkaragva. Hún hefur kært manninn, sem nýlega var krýndur herra Níkaragva og er stjarna í land- inu, fyrir nauðgun. Heiðrún fór með manninum í partí á fimmtudag þar sem hún fékk sér drykk. Hún telur að sér hafi verið byrlað lyf því að það næsta sem hún veit er hún rankar við sér inni á hótelherbergi. „Þá nauðgar hann mér. Ég reyndi að ýta honum í burtu og sagði nei og bað hann að hætta, en var svo máttlaus.“ Heiðrún kærði manninn á föstu- dag og hefur síðan þá þvælst á milli lögreglustöðva, heilsugæslu, farið í sálfræðimat og viðtöl. „Það er alltaf verið að fresta við- tölum, segja mér að fara á aðra staði eða láta mig bíða. Maðurinn hefur ekki enn verið handtekinn en hér er vaninn að menn séu handteknir um leið og kæra er lögð fram hjá lög- reglu,“ segir Heiðrún og bætir við að hún hafi fengið að heyra alls kyns athugasemdir sem eru afar gamal- dags og sýna að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni á hana. „Lögreglukonan spurði mig hversu stuttu pilsi ég hefði verið í og hversu marga drykki ég hefði drukkið. Ég taldi það upp. Þá spurði hún mig hvort ég drykki vanalega svona mikið og hvað ég hefði gert til að leiða hann áfram í samskiptum okkar.“ Heiðrún vill vekja athygli á stöð- unni úti og þeirri sérmeðferð sem maðurinn virðist fá. „Ég fer heim eftir 22 daga og verð að bera vitni fyrir dómara áður en ég fer, annars fellur málið niður. Það er eins og það sé verið að reyna að láta þann tíma líða.“ Lögmaður Heiðrúnar sagði í sam- tali við Fréttablaðið að lögreglan færi að öllu með gát í málinu og segði frá- sögn Heiðrúnar ekki næga sönnun. Þar af leiðandi bindur hann vonir við niðurstöður úr eiturefnaprófi. Ekki náðist samband við lögregluyfirvöld í Níkaragva við vinnslu fréttarinnar. erlabjorg@frettabladid.is Hefur lagt fram kæru gegn herra Níkaragva Ung íslensk stúlka sem er au pair í Níkaragva lagði fram kæru á föstudag vegna nauðgunar. Maðurinn hefur ekki enn verið yfirheyrður eða handtekinn. Hún segir samfélagið vera gamaldags og að ekki bæti úr skák að maðurinn sé frægur. Heiðrún segir opna umræðu á Íslandi hafa veitt sér kraft undanfarna daga. Lögreglukonan spurði mig hversu stuttu pilsi ég hefði verið í og hversu marga drykki ég hefði drukkið. Heiðrún Mjöll Bachmann visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi Fátt virðist ógna sitjandi forseta í kom- andi kosningum. Fréttablaðið/ernir 53% er fylgi Ólafs Ragnars Gríms- sonar í nýrri könnun MMR. 2 8 . A p r í L 2 0 1 6 F i m m t u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A B L A ð i ð 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -A 3 C 4 1 9 3 D -A 2 8 8 1 9 3 D -A 1 4 C 1 9 3 D -A 0 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.