Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 12
Það verður dýrara að kaupa erlend
an gjaldeyri í útibúi Arion banka á
Keflavíkurflugvelli sem opnað verð
ur sunnudaginn 1. maí en í öðrum
útibúum bankans. Hægt verður að
sjá á vef bankans hver verðmunur
inn er hverju sinni, að því er Hlynur
Ómar Björnsson upplýsingafulltrúi
greinir frá. Hann segir dýrt að vera
með útibú á Keflavíkurflugvelli auk
þess sem það kosti að hafa afgreiðsl
una opna allan sólarhringinn.
Það fer auðvitað eftir því hvernig
ferðamenn ætla að haga ferðalagi
sínu hvort þeir gefa sér tíma til að
bera saman þær mismunandi teg
undir gengis sem eru í umferð og
þar með mögulega spara umtals
verðar fjárhæðir.
Á vef Landsbankans sést til dæmis
að á hverjum tíma eru í raun nokkr
ar ólíkar tegundir gengis í umferð.
Seðlagengi, Leifsstöðvargengi,
almennt gengi og kortagengi er það
sem ferðamenn þurfa að skoða vilji
þeir og nenni að gera samanburð.
Meta þarf til dæmis hvort ferð í
banka áður en haldið er til Kefla
víkur borgar sig þegar kaupa á gjald
eyri eða hvort nýta eigi sér þægindin
sem felast í því að kaupa gjaldeyrinn
á Keflavíkurflugvelli.
Þegar greitt er með debetkorti
erlendis er miðað við almennt
gengi auk 1% gjalds af upphæð
inni og debetkortafærslugjalds
sem er tæpar 20 krónur. Miðað er
við kortagengi þegar greitt er með
kreditkorti.
Þjónustugjald Landsbankans,
Arion banka og Íslandsbanka
vegna úttektar með debetkorti í
hraðbanka erlendis er 2% af upp
hæðinni.
Þjónustugjald bankanna vegna
úttektar með kreditkorti, Master
card og VISA, í hraðbanka erlendis
er frá 2,5% til 2,75% af upphæðinni.
Lágmarksþóknunin er frá 440 krón
um upp í 800 krónur. Það getur þess
vegna verið dýrt að taka út lágar
upphæðir.
Af framangreindu sést að það er
ódýrara að nota debetkort en kredit
kort í hraðbönkum erlendis þar sem
úttektargjaldið er lægra þegar tekið
er út reiðufé með debetkorti.
Dýrt að taka út lágar upphæðir
í hraðbönkum erlendis
Gefi ferðamenn sér tíma til að bera saman mismunandi tegundir gengis geta þeir mögulega sparað talsvert.
Landsbankinn Íslandsbanki Arion banki
Debetkort
Úttekt í hraðbanka erlendis, þóknun 2% af upphæðinni 2% af upphæðinni 2% af upphæðinni
Greitt með debetkorti erlendis 1% af upphæðinni 1% af upphæðinni 1% af upphæðinni
Kreditkort
Erlend úttekt reiðufjár, þóknun VISA 2,75%
Mastercard 2,5% 2,75% 2,75%
Erlend úttekt reiðufjár, lágmarksþóknun VISA 800 kr. VISA 690 kr. VISA 690 kr.
Mastercard 440 kr. Mastercard 690 kr.
✿ Þjónustugjöld bankanna vegna debet- og kreditkorta
Ódýrara er að nota debetkort en kreditkort í hraðbönkum erlendis þar sem út-
tektargjaldið er lægra þegar tekið er út reiðufé með debetkorti. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Ráð
Matur
App
Kass
Á að geyma brauð í plastpoka,
brauðkassa, ísskáp eða í frysti? Á vef
Myllunnar segir að almennt sé talað
um að best sé að geyma brauð við
stofuhita því þá sé hægt að hægja
á ummyndun sterkju í brauðinu í
kristalla en við þá ummyndun verði
brauðið hart.
Mikilvægt sé að nota umbúðir
framleiðandans og loka brauðpok-
anum vandlega aftur þegar geyma
á brauðið. Sé lítið af brauði notað
í einu geti hins vegar borgað sig
að frysta brauðið og þíða nokkrar
sneiðar eftir þörfum.
Á norskum vef er haft eftir bakara
að gott sé að vefja hreinni diska-
þurrku utan um nýtt brauð og geyma
það þannig eða í brauðkassa. Hann
bendir jafnframt á að brauð þorni
fyrr sé það sneitt.
Þannig geymist
brauðið best
Hannes Óli Ágústsson leikari er
nægjusamur þegar kemur að græj
um, að því er hann greinir frá. „Ég er
með ódýrustu týpuna af snjallsíma.
Ég þarf ekki meira,“ segir hann.
Hann komst líka að því að það var
ekki erfitt að leggja sjónvarpinu sem
hann átti. „Ég átti lengi túbusjón
varp sem ég keypti fyrir fermingar
peningana mína. Þegar ég byrjaði
með kærustunni minni var hún
mótfallin því að fá það. Hún hélt að
ég myndi horfa svo mikið á það en
ég er ekki mikið fyrir sjónvarpsgláp
svo að það var ekki erfitt að leggja
sjónvarpinu. Ég er með stóran skjá
á tölvunni og horfi á kvikmyndir í
henni. Sjónvarp er ekki nauðsyn
legt á heimilið en umræðan kemur
reyndar alltaf upp öðru hverju.
Mér þykir hins vegar gaman að fara
í bíó.“
Hannes á ekki bíl og ferðast þess
vegna mikið á hjóli á sumrin en
notar annars yfirleitt strætó. „Ég bý á
Laugalæk og mér finnst það afslapp
andi og þægilegt að taka strætó. Ég
hef aðgang að bíl í fjölskyldunni og
fæ að nota hann einn og einn dag ef
það koma miklar tarnir.“ – ibs
Neytandinn Hannes Óli Ágústsson leikari
Eyðir ekki miklu í tæki og tól
Það er afslappandi og þægilegt að ferðast með strætó, að mati Hannesar Óla.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ég átti lengi túbusjónvarp sem ég keypti fyrir
fermingarpeningana mína. Þegar ég byrjaði með
kærustunni minni var hún mótfallin því að fá það.
Þeir sem eru á ferð erlendis eru æ
oftar spurðir að því hvort þeir vilji
greiða með greiðslukorti í sínum
eigin gjaldmiðli í stað gjaldmiðils
viðkomandi lands. Á vef Lands
bankans er bent á að greiðsla sem
samþykkt er með þessum hætti sé
ekki háð sveiflum á gengi frá þeim
tíma sem færslan er staðfest og
þangað til upplýsingar um færsluna
berast til kortaútgefanda eins og
venja er hérlendis.
Engar reglur eru þó til um
hámarksþóknun og hámarks
greiðslur fyrir þessa þjónustu. Upp
hafi komið tilvik þar sem álag og
þóknanir séu algjörlega úr takti við
það sem eðlilegt geti talist. Erfitt
og jafnvel ómögulegt geti reynst
fyrir korthafa að bregðast við slíku
eftir á enda hafi hann samþykkt
skilmálana með því að slá inn pin
númerið sitt. Greint er frá dæmi þar
sem gengið var 290 íslenskar krónur
fyrir evru í slíkum viðskiptum.
VISAgengi á evru sama dag hafi
verið um 148 krónur.
ibs@frettabladid.is
Neytandi á rétt á úrbótum vegna galla
óháð því hvar hann lætur þjónusta bíl
sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Neytendum ber engin skylda til að
fara með nýja bíla í reglulegar þjón
ustuskoðanir hjá umboðinu til að
viðhalda rétti sínum komi til galla.
Á þetta er bent á vef Neytendasam
takanna.
Þegar keypt er ný bifreið á neyt
andi rétt á úrbótum vegna galla
óháð því hvar hann lætur þjónusta
bíl sinn. Þannig er ekkert sem kemur
í veg fyrir að farið sé með bifreiðar
annað en til umboðsins í smurningu
og skoðanir.
Tekið er fram að gott viðhald og
reglulegt eftirlit bifreiða sé mikilvægt
enda leiði það til betri endingar.
Komi upp galli geti það veikt rétt
arstöðu neytandans hafi hann ekki
sinnt eðlilegu viðhaldi.
Kvörtunarfrestur vegna galla er
almennt tvö ár, en getur verið fimm
ár vegna hluta sem ætlaður er veru
lega lengri endingartími en almennt
gerist, og getur það átt við um ýmsa
íhluti bifreiða.
Umboð geta þannig ekki neitað
kaupanda um úrbætur vegna galla
þótt bifreið hafi verið þjónustuð á
öðru verkstæði, lögbundinn rétt má
einfaldlega ekki skilyrða með slíkum
hætti. Hins vegar má skilyrða viðbót
arábyrgð, eins og ábyrgð á lakki í tíu
ár eða lengri ábyrgð en tveggja ára
á slithlutum, með því að komið sé
í þjónustuskoðun hjá umboði. – ibs
Engin skylda að
láta skoða hjá
umboðinu
Kass er app sem allir sem nokkurn
tímann skipta kostnaði með fjöl-
skyldu og vinum geta nýtt sér. Með
Kass geturðu sent rukkun á viðkom-
andi eða endurgreitt viðkomandi,
til dæmis ef skipulagt er matarboð
og einn kaupir inn fyrir hópinn. Oft
getur verið óþægilegt að rukka vin
um greiðslu, sérstaklega í annað
skipti, en þarna geturðu einfaldlega
sent rukkun án þess að roðna.
Það eru ekki allir með greiðslu-
upplýsingar eða kennitölur hver
annars í höfðinu og með appinu
sleppur maður við að þurfa að leggja
þær á minnið. Með því að nota appið
geturðu sparað peninga með því að
minnka líkurnar á að þurfa að bera
meirihluta kostnaðar af því sem þú
leggur út fyrir fyrir stærri hóp.
Íslandsbanki er eigandi Kass og
ábyrgist allar færslur sem gerðar
eru í samræmi við skilmála Kass.
Hugbúnaðurinn á bak við Kass er
hannaður af hugbúnaðarhúsinu Me-
mento en lausnin hefur verið útfærð
í samstarfi bankans og Memento.
neytenduR
2 8 . A p r Í L 2 0 1 6 F I M M T U D A G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A ð I ð
2
8
-0
4
-2
0
1
6
0
3
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
3
D
-E
D
D
4
1
9
3
D
-E
C
9
8
1
9
3
D
-E
B
5
C
1
9
3
D
-E
A
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K