Fréttablaðið - 28.04.2016, Qupperneq 25
fólk
kynningarblað 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r
Ásgerður Jóna Flosadóttir er hug
myndasmiður og stofnandi Fjöl
skylduhjálparinnar ásamt fjórum
öðrum konum. Þær eru Guðrún
Magnúsdóttir, Anna Auðunsdóttir,
Ragna Rósantsdóttur og Guðbjörg
Pétursdóttir. Allar höfðu þær mikla
reynslu af sjálfboðastörfum í góð
gerðarstarfi. Ásgerður segir að í
fyrstu hafi þær sett starfsemina á
laggirnar til að úthluta fatnaði til
þeirra sem áttu erfitt í samfélaginu.
„Fljótlega byrjuðu fyrirtæki að
gefa okkur matvæli og með því þró
aðist starfsemin. Á síðasta ári út
hlutuðum við 21 þúsund matar
gjöfum þannig að þörfin er gríðar
lega mikil. Árin þar á undan voru
matargjafirnar yfir 30 þúsund. Allir
sem leita til okkar fá aðstoð ef við
komandi uppfyllir skilyrðin,“ segir
Ásgerður sem hefur lagt metnað
sinn og allan vinnukraft ásamt fjöl
mörgum sjálfboðaliðum í að hjálpa
fólki, jafnt með mat og fatnað. Hún
segir þörfina ekki hafa minnkað
þótt rætt sé um uppgang í þjóðfélag
inu. „Mér finnst sérstaklega sárt að
sjá hversu mörg fátæk börn eru á
Íslandi. Sjálfboðaliðarnir hjá Fjöl
skylduhjálp Íslands eru frábærir og
vinna kraftaverk á hverjum degi.“
NauðsyNlegt
fjáröfluNarstarf
Fjáröflunarstarf Fjölskylduhjálp
ar Íslands er stór þáttur í rekstrin
um. Fyrirtæki gefa ekki jafn mik
inn mat og áður en gefa það sem
þau geta. Fjölskylduhjálpin þarf því
að kaupa mikinn hluta þeirra mat
væla sem hún síðan gefur fátækum.
„Ætli við kaupum ekki 70% af
því sem við gefum,“ útskýrir Ás
gerður. „Sem dæmi þá kaupum við
eitt tonn af kartöflum, hátt í þús
und lítra af mjólk og tvö til þrjú
þúsund epli fyrir hverja úthlutun.
Til þess að við getum keypt mat
erum við með sölu á nýjum og not
uðum fatnaði. Kannski vita ekki
allir að við erum með þrjá styrkt
armarkaði, flytjum inn flottar
tískuvörur sem við seljum á mjög
hagstæðu verði. Þetta eru föt fyrir
börn, jafnt sem fullorðna,“ segir
Ásgerður og bendir á fallega vöru
á styrktarmarkaðinum í Iðufelli.
„Hingað geta allir komið og
verslað á kostakjörum og um leið
styrkt gott málefni. Við erum til
dæmis með flottar leggings fyrir
konur, peysur og kjóla. Þá bjóðum
við afar fallegan ungbarnafatnað
sem hentar vel til gjafa. Herra bóm
ullarbolir hafa sömuleiðis verið
vinsælir en þeir kosta ekki nema
990 krónur. Við leggjum ekki mikið
á vörurnar svo við teljum okkur
bjóða mjög góð verð,“ segir Ás
gerður en sjón er sögu ríkari þegar
komið er inn í markaðinn.
Duglegir að gefa okkur
NotaðaN fatNað
„Í styrktarmörkuðum okkar eru
líka á boðstólum notuð föt en sjálf
boðaliðar sjá um að flokka þau og
þvo, ef með þarf, þannig að þau
eru afhent hrein og fín. Þegar
starfsemin flutti úr Eskihlíð í Iðu
fell árið 2013 urðu þáttaskil hjá
okkur. Öll aðstaða er núna miklu
betri fyrir skjólstæðinga og vinnu
skilyrði sjálfboðaliða allt önnur.
Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjöl
skylduhjálp Íslands eru öryrkjar,
atvinnulausir, einstæðar mæður
og feður, eldri borgarar, lágtekju
fólk og einstæðingar. Þá hefur auk
ist mikið að fólk með stöðu hælis
leitenda og flóttafólk leiti til Fjöl
skylduhjálparinnar.“
Holl og góð matvæli
„Hingað kemur fólk daglega í mik
illi neyð og leitar eftir aðstoð með
mat og fatnað. Síðan erum við með
tvær risastórar matarúthlutanir í
mánuði og oft fleiri, fer eftir getu
okkar varðandi innkaup á mat
vælum. Þá koma hingað hátt í tvö
þúsund manns. Við höfum leyfi til
að fletta fólki upp og kanna stöðu
þess. Með því getum við fylgst með
hvort fólk sé í þörf fyrir aðstoð. Það
er nauðsynlegt til að koma í veg
fyrir misnotkun. Við leyfum síðan
fólki að velja sér matvæli eftir því
hvað við höfum á boðstólum hverju
sinni. Það er misskilningur að fólki
sé réttur poki með ákveðnum mat
vælum,“ segir Ásgerður og bætir
við: „Við skömmtum ekki útrunna
vöru. Ef við eigum vörur sem eru
að renna út á söludegi eða útrunn
ar látum við þær liggja frammi og
fólk getur tekið ef það vill. Sú vara
klárast alltaf. Við viljum gefa holla
og góða vöru.“
góður stuðNiNgur
„Myllan hefur verið frábær stuðn
ingsaðili og gefur okkur nýbak
að brauð, Bakarameistarinn og
Björnsbakarí hafa sömuleiðis gefið
okkur brauð og bakkelsi. Sölufélag
garðyrkjumanna hefur gefið tóm
ata, kál og gúrkur. Veitingastaður
inn Eldum rétt færir okkur reglu
lega grænmeti. Mjólkursamsalan
hefur gefið okkur það sem þeir geta
ekki endurframleitt úr, til dæmis
jógúrt, skyr og margt fleira sem
kemur sér mjög vel. Papco styður
okkur með pappírsvörum og versl
unin Iceland gefur okkur alla hald
poka. Þessi stuðningur er ómetan
legur. Við kaupum hins vegar mikið
af súrmjólk, smjöri og mjólk frá
MS,“ útskýrir Ásgerður sem segist
hafa miklar áhyggjur af hækkun
gjalda í heilbrigðisþjónustu.
„Hingað leita margir sem hafa
ekki efni á lyfjum. Það er skelfi
legt að fylgjast með þeim hópi.
Við erum í samstarfi við Árbæjar
apótek, þeir afgreiða lyfin sem við
kaupum fyrir skjólstæðinga í neyð
og senda okkur reikninginn. Við
staðgreiðum allt sem við kaupum
og skuldum ekkert.“
Hárgreiðslustofa
Í Iðufelli er boðið upp á klipp
ingu alla miðvikudaga fyrir þá
sem þurfa. „Heilu fjölskyldurn
ar koma til okkar fyrir jólin og
aftur á vorin. Við tökum ekkert
frá öðrum stofum þar sem þetta
fólk hefur ekki efni á að sækja
þær. Frida Pedersen sem er hár
greiðslumeistari á eftir
launum hefur sinnt þessari
fjáröfluNiN er mjög mikilvæg
Kynning Fjölskylduhjálp Íslands hefur verið starfandi í þrettán ár í haust. Starfið hefur verið farsælt og veitt þúsundum
hjálp sem á þurfa að halda. Fjölskylduhjálpin er með þrjár starfsstöðvar, í Iðufelli 14 í Breiðholti, Hamraborg í Kópavogi
og á Baldursgötu 14, Reykjanesbæ. Fjáröflun er stór þáttur starfseminnar með hjálp fólksins í landinu. Fjölskylduhjálpin
selur ný og notuð föt til styrktar starfseminni. Kaupa þarf inn 70% af allri þeirri matvöru sem síðan er gefin fátækum.
Ásgerður Jóna Flosadóttir og Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir með falleg ungbarnaföt sem þær flytja inn og selja til styrktar starfinu. MYNDIR/ERNIR
Úthlutun 16. og 17. mars sl.
l Matargjafir voru 1.065
l Íslenskir fullorðnir borgarar
voru 400
l Einstaklingar með íslenska
kennitölu en erlendir ríkis-
borgarar voru 278
l Börn sem bjuggu á þessum
heimilum voru 365
l Flóttafólk, hælisleitendur, fólk
með stöðu hælisleitanda og
einstaklingar með dvalarleyfi
voru 22
2
8
-0
4
-2
0
1
6
0
3
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
3
D
-E
3
F
4
1
9
3
D
-E
2
B
8
1
9
3
D
-E
1
7
C
1
9
3
D
-E
0
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
4
_
2
0
1
6
C
M
Y
K