Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 28.04.2016, Qupperneq 32
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Bryndís Hauksdóttir| bryndis@365.is | s. 512-5000 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Langur og farsæll ferill landsliðs- mannsins og KR-ingsins Helga Más Magnússonar er nú senn á enda. Í kvöld eða næsta laugardag mun hann að öllum líkindum leika sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum þegar úrslitakeppninni milli KR og Hauka lýkur og að sjálfsögðu er markmið hans að kveðja með stóra titlinum. Helgi, sem verður 34 ára síðar á árinu, á að baki 12 landsleiki með drengja- og unglingalandslið- um Íslands og tæplega 100 A-lands- leiki. Hann hóf ungur að stunda íþrótt- ir, fyrst hand- og fótbolta en körfu- boltinn bættist síðar við. Íþróttir léku stórt hlutverk í uppeldi Helga og bræðra hans en hann á einn yngri bróður, Finn Atla, sem spil- ar með Haukum og annan eldri, Guðmund, sem lék áður með KR. „Okkur var ekki þröngvað í íþrótt- ir af foreldrum okkar. Þau voru bæði á fullu í íþróttum á sínum tíma og stýrðu okkur þangað til að byrja með. Svo studdu þau vel við bakið á okkur þegar þau sáu að áhugasvið okkar lá þarna.“ Foreldr- ar Helga spiluðu bæði handabolta á yngri árum og lék faðir hans m.a. nokkra landsleiki. „Það átti óneit- anlega stóran þátt í íþróttaáhuga okkar bræðranna.“ NBA-æðið breytti öllu Þrátt fyrir að hafa spilað allan körfuboltaferilinn heima með KR er Helgi uppalinn Víkingur. „Pabbi er gallharður Víkingur og sá til þess að fyrstu skrefin í íþróttum væru stigin þar. Það var ekki fyrr en NBA-æðið rann á landann að við bræðurnir eltum eldri drengi í Laugarneshverfinu á körfuboltaæf- ingar hjá KR. Það voru engar körfu- boltaæfingar í boði hjá Víkingum og því æxlaðist það þannig að ég og bræður mínir ólumst upp sem KR- ingar á körfuboltavellinum.“ Markmiðin voru háleit á ung- lingsárunum og var stefnan sett á NBA, bandarísku atvinnumanna- deildina í körfubolta, sem var og er langsterkasta deild í heimi. „Ég ætlaði auðvitað í NBA þar sem ég ætlaði að láta til mín taka. Þeir sem höfðu mest áhrif á mig fyrir utan hetjurnar hér heima og í NBA voru þjálfararnir mínir upp yngri flokk- ana. Það voru helst þeir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Stein- þórsson, tveir frábærir þjálfarar. Án þeirra veit ég hreinlega ekki lífið snerist um körfubolta Á löngum körfuboltaferli hefur Helgi Már Magnússon unnið fjölda titla, spilað erlendis og leikið gegn nokkrum af bestu leikmönnum Evrópu með íslenska landsliðinu. Á næstu dögum lýkur ferlinum hér heima og fjölskyldan tekst á við nýjar áskoranir í Bandaríkjunum. Helgi már magnússon, körfuknattleiksmaður með Kr. mynd/StefÁn hvort ég hefði endað í körfunni. Metnaðurinn og krafturinn í þeim smitaði út frá sér og gerði það að verkum að lífið hjá mér snerist um körfubolta.“ Óvæntar breytingar Leið Helga lá snemma til Banda- ríkjanna. Fyrst eyddi hann einu ári sem skiptinemi við Westmin- ister Academy-framhaldsskólann í Flórída. Seinna nam hann og spilaði körfubolta með Catawba-háskólan- um í North Carolina. „Ég var mjög heppinn með prógramm sem skipti- nemi en í liðinu voru góðir þjálf- arar og hörkuspilarar sem komu héðan og þaðan. Þar á meðal var Jakob Örn Sigurðsson landsliðs- maður. Það var ofboðslega gott að hafa Kobba með sér enda töluverð- ur menningarmunur á Menntaskól- anum við Sund og kristnum einka- skóla í Flórída.“ Eftir ársdvöl ytra kom Helgi aftur heim og hélt námi áfram við MS. „Ég er þakklátur fyrir að hafa komið heim og fengið að upp- lifa menntaskólann ögn betur enda skemmtilegur tími sem ég hefði ómögulega viljað missa af.“ Lífið getur þó breyst með skömmum fyrirvara og áður en Helgi vissi af var hann aftur á leið til Bandaríkjanna, nú í Catawba- háskólann. „Þetta gerðist allt mjög snögglega. Ef ég man rétt þekkti Friðrik Ingi, þáverandi landsliðs- þjálfari, til þjálfarans í skólanum og benti á mig. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. Aðstæðurnar úti til íþróttaiðkunar voru mjög góðar og töluvert ólíkar þeim sem ég var vanur heima.“ Að loknu námi lék Helgi eitt ár sem atvinnumað- ur í Sviss áður en hann sneri heim árið 2007 og hóf að leika með KR. Hann segir að sér hafi staðið til boða að vera lengur en á þessum tímapunkti var hann nýbúinn að kynnast verðandi eiginkonu sinni auk þess sem flott umgjörð hjá KR heillaði hann líka. Titlar og liðsfélagar Aðspurður hvað standi upp úr á ferlinum nefnir hann alla titlana en ekki síður liðsfélagana og allt það góða fólk sem starfar í kring- um klúbbinn. „Það er ótrúlega vel haldið utan um þetta hjá KR og gaman að æfa og spila í þessu um- hverfi.“ Árangur landsliðsins á EM í fyrra er einn af hápunktum ferilsins þar sem liðið lék á móti nokkrum af sterkustu landsliðum heims, m.a. Spáni og Serbíu. „Auð- vitað var þetta súrrealísk og geggj- uð upplifun, að keppa gegn öllum þessum stórstjörnum. En það sem stendur upp úr fyrir mér var að fá að upplifa þetta með æskuvini mínum, Jóni Arnóri Stefánssyni, ásamt mörgum strákum sem eru góðir vinir mínir í dag. Kjarninn í þessum hópi hefur verið spila með eða hverjir gegn öðrum frá því við vorum 12 ára gamlir.“ Nýjar áskoranir Þótt körfuboltaferlinum ljúki á næstu dögum taka engin rólegheit við hjá Helga og fjölskyldu hans. Í næsta mánuði sameinast fjölskyld- an í Washington-borg í Bandaríkj- unum þar sem eiginkona hans, Guð- rún Sóley Gunnarsdóttir, hagfræð- ingur og fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, hóf nýlega störf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem ráð- gjafi framkvæmdastjóra á skrif- stofu Norðurlanda og Eystrasalts- ríkja. „Þegar Gunnu var boðið þetta starf fannst okkur þetta einfaldlega vera tækifæri sem við gátum ekki sleppt. Við munum dvelja þar í um tvö og hálft ár. Það er ekki alveg komið á hreint hvað ég geri en það verður annaðhvort vinna eða nám. Fyrst og fremst mun ég sinna fjöl- skyldulífinu af fullum krafti en við hjónin eigum tvo unga syni, þá Ara Má 4 ára og Einar Atla 2 ára. Hing- að til hefur verið erfitt, og eiginlega vonlaust, að sinna fjölskyldunni al- mennilega þegar maður er að vinna frá kl. 9-17 og svo á æfingum frá kl. 18-20 nánast alla daga vikunn- ar eins og undanfarin ár hafa verið. Sem betur fer á ég skilningsríka og þolinmóða fjölskyldu því annars hefði þetta ekki gengið upp.“ metnaðurinn og krafturinn í þeim smitaði út frá sér og gerði það að verkum að lífið hjá mér snerist um körfubolta. Helgi Már Magnússon Vertu laus við LIÐVERKINA Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum verslana „Sem hlaupari þá er mikilvægt að halda öllum liðum vel smurðum. Ég hef notað Nutrilenk Active í töluverðan tíma og finn að líkaminn þolir langvarandi álag mun betur og eymsli í liðum eru miklu minni en áður. Ég mæli hiklaust með Nutrilenk Active. Það virkar.“ Friðleifur Friðleifsson, hlaupari og íþróttamaður. Eitt mest selda bætiefni fyrir liðina á Íslandi. HeilSa og ÚtiViSt Kynningarblað 28. apríl 20162 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -E 3 F 4 1 9 3 D -E 2 B 8 1 9 3 D -E 1 7 C 1 9 3 D -E 0 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.