Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 36

Fréttablaðið - 28.04.2016, Side 36
1. Öskjuhringurinn (Austurland). Dulmögnuð leið meðfram kynngi- magnaðasta vatni landsins. Löng dagleið, um 25 km á 9-12 klst. Gengið er kringum Öskjuvatn frá gönguleiðinni að Víti og þaðan er þrætt upp með síbreytilegum fjallsbrúnum sem varða Öskju- vatnið sjálft með stórkostlegu út- sýni. Til að byrja með er gengið á göngustígum að hluta um Dyngju- fjöll, en svo skilur leiðir þar sem stígurinn heldur áfram að skálan- um í Dreka, en þessi leið er ómerkt og heldur áfram eftir misbröttum fjallshryggjunum og verður hvað hrikalegust neðan við efstu tinda þar sem Þorvaldstindur trónir efst- ur í 1.510 m hæð. Suðvestan megin er gengið niður á láglendið í hrauni, hellum, sandi og mosa Mývetninga- hrauns um vesturstrandir og norð- urhluta vatnsins svo að síðari hluti göngunnar fer mjúkum höndum um mann eftir fremur krefjandi brölt. Við fórum þessa leið í ágúst 2009 sem hluta af Toppfaraferð á Herðu- breið og veðrið lék við okkur. Við vorum ekki með GPS-slóð af leið- inni en höfðum lesið allt sem við fundum. Það virtust vera almenn- ar upplýsingar sem ekki komu frá fólki sem raunverulega hafði geng- ið þessa leið og enginn af skálavörð- um eða landvörðum í Herðubreiðar- lindum hafði gengið þennan hring. Þetta var því könnunarleiðangur eins og hann gerist skemmtilegast- ur þar sem við vissum í raun ekki hvort við kæmumst allan hring- inn og komumst að því að hann er ágætlega fær öllum vönum göngu- mönnum, en við mælum ekki með að fara hann nema í góðu veðri. Það ríkir einstakt andrúmsloft við Öskjuvatn. Á tveimur stöðum á leiðinni eru minnisvarðar um harmleikinn þann 10. júlí 1907 þegar Walter Von Knebel jarð- fræðingur og Max Rudloff málari fórust á vatninu þar sem þeir voru við jarðfræði athuganir. Trega- fullt andrúmsloft þessa harmleiks lék einhvern veginn við okkur alla gönguna. Þessi sérstaki andi Öskju- vatns hefur enn þá tangarhald á okkur. 2. Jökulsárgljúfur – frá Dettifossi niður í Ásbyrgi (Norðurland). Stór- brotin ganga um slóðir hamfara- hlaupa. Alls um 35 km á 2 dögum eða löng dagleið fyrir mjög vana. Almennt er mælst til þess að fara leiðina á tveimur dögum með tjaldgistingu í Vesturdal, en við fórum með hópinn okkar þessa leið á einum degi í júní 2010 og skiluð- um okkur dauðþreytt en alsæl eftir 12 klst. göngu niður í tjaldstæðið í Ásbyrgi þar sem við slógum upp grillveislu í sæluvímu. Þetta er í megindráttum sama leið og Jökuls- árhlaupið svokallaða sem haldið er árlega í ágúst en talsvert fjölbreytt- ari þar sem farið er niður í gljúfr- ið að hluta og teknir alls kyns krók- ar og kimar sem hlauparinn miss- ir af. Leiðin er stikuð alla leið þar sem lagt er af stað frá Dettifossi og gengið um stíg eftir brúnum gljúf- ursins og á köflum niður í það með viðkomu á mögnuðum stöðum eins og Hafragilsundirlendi, Hólma- tungum, Kötlum, Hljóðaklettum og loks komið fram á botnbrúnir Ásbyrgis og endað niður um þær í tjaldstæðið. Leiðin er ágætlega greið alla leiðina en þó þarf að styðjast við reipi á tveimur stöðum, þegar farið er niður í gljúfrið fljótlega eftir Dettifoss og svo aftur í lokin niður í Ásbyrgi, auk þess sem stíg- urinn liggur á kafla utan í gljúfur- veggjunum sem gæti reynt á hjá þeim allra lofthræddustu. Við erum ennþá að furða okkur á því hvers vegna þessi leið nær hvergi nærri sömu vinsældum og Laugavegurinn og Fimmvörðuháls þar sem hún er heillandi fögur í alla staði, síbreyti- leg en létt og ljúf þess á milli um ljúfa skógarstíga þar sem gengið er bókstaflega í gegnum jarðsög- una og afleiðingar hamfarajökul- hlaups blasa alls staðar við manni eins og í hasarmynd. Maður er óskaplega smár í þessu áhrifamikla tröllvaxna landslagi sem hrópar að manni skelfilegar afleiðingar jökul- hlaupanna sem urðu alls sex tals- ins á 24 árum frá 1707-1730, en eins og segir í bók Sigrúnar Helgadóttur þá eru „þessi sögulegu hlaup smá- munir hjá þeim hamfarahlaupum sem einhverjum árþúsundum fyrr æddu um farveg Jökulsár og skópu gljúfrin sem við hana eru kennd“. Það er nauðsyn að hafa bók Sigrún- ar Helgadóttur, „Jökulsárgljúfur“ frá 2008, meðferðis og lesa í henni alla gönguna því lesturinn opnar manni töfraheima gljúfranna. 3. Vesturgatan úr Dýrafirði í Arnar- fjörð (Vestfirðir). Göldróttar slóð- ir um lygilegan veg Elísar Kjaran. Alls um 28 km á 9 klst. Gengið er meðfram sjávarsíð- unni á malarvegi allan tímann með sjóinn á hægri hönd og tignar- lega hamra og tinda rísandi úr blómlegri sveitinni vinstra megin. Leiðin liggur að hluta um vegslóð- ann sem Elís Kjaran, bóndi í Kjar- ansdal í Dýrafirði ruddi árin 1973 til 1974 í framhaldi af tilraunum vegagerðarinnar sem hafði gef- ist upp á verkinu, en Elís gaf ekki eftir og tókst með einstakri elju- semi að koma á vegasambandi við Lokinhamradal beggja vegna fjarðanna. Kaflinn frá bæjunum Lokinhömrum og Hrafnabjörgum inn að Stapadal er viðhaldsfrekur vegna stórstreymis sjávar og end- urbyggja þarf því veginn á hverju vori og halda honum við yfir sum- arið og það veldur því að Kjarans- brautin er eingöngu jeppafær. Við höfðum keyrt þennan veg sumar- ið áður en við fórum með hópinn og heilluðumst svo gjörsamlega af leiðinni að við ákváðum að ganga veginn allan frá firði í fjörð í skipu- lagðri ferð Toppfara. Þessi leið er einnig að hluta til árleg hlaupaleið á Vestfjörðum og það er ekki annað hægt en að mæla með því að menn gangi hana þó þeir hafi keyrt hana eða hlaupið, því áhrifin af því að anda að sér hverju andar taki alla leiðina er engu lík. Leiðina skreyta egghvassir tindar, tröllvaxin björg og himinháir hamrar, sundurskorn- ir vogar og friðsælar fjörur innan um eyðibýli sem hvísla að manni lygilegum sögum. Það gerðist eitt- hvað innra með manni þegar við gengum þessa leið og það að vera „bergnuminn“ fékk annan og dýpri skilning í huga manns. 4. Hekla frá Næfurholti (Suðurland). Ofurganga um gamlar slóðir. Alls 33 km á 13 klst. Mjög krefjandi fjallganga og óhefðbundin leið á lifandi eldfjall þar sem greina má hitann úr 5,5 km langri sprungunni sem liggur í austnorðaustur-vestsuðvestur. Við gengum þarna í spor elstu meðlima fjallgönguklúbbsins, Ketils Arnars Hannessonar, föður míns, sem lést 2014 og gekk með klúbbnum til 75 ára aldurs en hann gekk á fjallið með móður minni árið 1956, og hins vegar í spor Björns Matthíassonar, 77 ára, sem enn þá er með ötul- ustu og sterkustu göngumönnum klúbbsins. Báðir gengu þeir svipaða leið frá bænum Næfur holti vestan undir Heklu sem var á þeim tíma eina færa leiðin. Við fengum góðar ráðleggingar hjá Ófeigi bónda í Næfurholti sem ráðlagði okkur að sniðganga úfið hraunið sem liggur norðanmegin ofan við Rauðöldurn- ar og fara svo upp með öxlinni sem gengur niður vestsuðvestan megin og það gekk eftir, frábær leið sem reyndi verulega á og ógleymanlegt í minningunni að vera komin upp á tind klukkan fimm síðdegis eftir rúma 16 km göngu á átta klukku- stundum og eiga eftir að koma sér til baka. Við lögðum af stað niður um sexleytið með sólina í fangið en þetta var í lok apríl og því naut sólar fram undir ellefu í heiðskíru veðrinu og við skiluðum okkur í bílana í rökkrinu. Ein erfiðasta, lengsta og flottasta fjallganga sem við höfum farið í. Hekla er okkar uppáhaldsfjall og við höfum farið nokkrum sinnum með hópinn þang- að á öllum árstímum, en eftir þessa göngu alveg hinum megin á fjall- inu öfugt við hefðbundna leið, þá hefur hún enn meiri sérstöðu í okkar huga. Stefnan er að ganga svo sunn- an megin upp á hana á næsta ári, sem verður veglegt 10 ára afmælis- ár klúbbsins. Þar ætlum við að líta yfir farinn veg og velja tíu bestu, erfiðustu, bröttustu, lengstu, fal- legustu, blautustu … ferðirnar í sí- stækkandi fjallasafninu okkar. Fleiri ferðasögur má finna á www.fjallgongur.is Langar, strangar og stórfenglegar Bára Agnes Ketilsdóttir og Örn Gunnarsson reka fjallgönguklúbbinn Toppfara. Þau eiga fjölmargar uppáhaldsgönguleiðir en völdu hér þær fjórar sem standa upp úr. Þær eru allar langar og erfiðar en þau telja að kannski sé það einmitt þess vegna sem þær séu þeim efst í huga. Öskjuvatn er kynngimagnað vatn. Stórbrotið er að ganga frá Dettifossi og niður í Ásbyrgi. Hekla er í miklu uppáhaldi hjá Báru og Erni. Ein af þeim leiðum sem þau nefna er ganga á Heklu sem farin er frá Næfurholti . Það er leið sem sjaldan er farin á fjallið. Bára og Örn á fjallstoppi. HEiti Á SérBLAði Kynningarblað 28. apríl 20166 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 3 D -B C 7 4 1 9 3 D -B B 3 8 1 9 3 D -B 9 F C 1 9 3 D -B 8 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.