Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2016, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 28.04.2016, Qupperneq 38
Umræða um heilbrigða lífshætti, betra mataræði og hreyfingu hefur stóraukist á undanförnum árum. Einnig hefur mikil vakning orðið á því hvaða áhrif matvæla- vinnsla hefur á umhverfið. Vegna þessarar auknu umræðu um bæði umhverfis- og heilsutengd mál- efni en líka um meðferð dýra til manneldis má gera ráð fyrir, að sögn Jóhönnu Eyrúnar Torfadótt- ur næringarfræðings og doktors í lýðheilsuvísindum, að grænmet- isætum hafi farið fjölgandi að und- anförnu. Aðspurð að því hvort grænmet- isætur fái öll nauðsynleg næring- arefni úr fæðunni segir Jóhanna það almennt gilda að fjölbreytni í fæðuvali sé besta leiðin til að fá öll nauðsynleg næringarefni úr fæð- unni. „Því fleiri fæðutegundir sem eru teknar út, því meiri hætta er á næringarskorti og fæði án allra dýraafurða (vegan) gefur tilefni til að huga sérstaklega að þeim nær- ingar efnum sem gæti skort.“ Ólíkir hópar grænmetisæta Jóhanna segir einstaklinga sem eru grænmetisætur ganga mis- langt í að takmarka fæðutegund- ir úr mataræði sínu en að þær eigi það allar sameiginlegt að sleppa rauðu kjöti úr fæðunni og að borða jurtafæði sem samanstendur af ávöxtum, grænmeti, berjum, fræj- um, hnetum, baunum, belgjurtum og korntegundum. „Samkvæmt nýlegri samantekt um norrænar næringarráðlegging- ar eru helstu hópar grænmetisæta sjö talsins. Fyrsti hópurinn kall- ast „lacto-vegetarian“ sem neyt- ir jurtafæðis og mjólkurafurða. Næsti hópur kallast „ovo-vege- tarian“ sem neytir jurtafæðis og eggja. Svo er til hópur sem neyt- ir jurtafæðis, mjólkurafurða og eggja sem kallast „lacto-ovo-vege- tarian“. Fjórði hópurinn kallast „pescitarian“ sem neytir jurtafæð- is og fisks. Fimmti hópurinn kall- ast „pollotarian“ sem borðar jurta- fæði, egg og alifuglakjöt. Sjötti hópurinn borðar jurtafæði, mjólk- urafurðir, egg og fisk og kallast „lacto-ovo-pesci-vegetarian og að lokum má nefna þá sem kallast „vegan“ eða grænkerar sem borða bara jurtafæði,“ útskýrir Jóhanna. Öll nauðsynleg næringarefni? Ef fólk velkist í vafa um hvort það fái öll þau næringarefni sem það þarf úr fæðunni segir Jóhanna að ef fólk er almennt frískt í stað þess að vera stöðugt þreytt, ekki í und- irþyngd og konur á barneignar- aldri hafi eðlilegar blæðingar þá sé í flestum tilvikum allt eðlilegt og fólk sé þá að fá öll þau næring- arefni sem líkaminn þarfnast. „Vaxtarskerðing hjá börnum er merki um næringarskort og þarf að fara mjög varlega í að takmarka margar fæðutegundir úr matar æði barna. Ef okkur grunar að eitthvað þyrfti að skoða betur þá er hægt að fara til heimilislæknis og biðja um blóðprufu til að láta athuga hvort allt sé eðlilegt. Hvað varðar bein- heilsu okkar (eitthvað sem er erfitt að merkja hvort sé í lagi, nema ef viðkomandi brotnar við óeðlilega lítið átak eða fall) þá er mikilvægt að tryggja að við fáum næg pró- tein, kalk og D-vítamín og að við séum að hreyfa okkur reglulega.“ Helstu efnin sem grænmet- isætur, sérstaklega þær sem eru vegan, þurfa að passa að fá nóg af eru prótein, járn, sink, kalk, joð, B12-, B6-, B2- og D- vítamín. „Hvað varðar D-vítamínið þá skiptir miklu máli fyrir alla sem búa á Íslandi að tryggja nægt D- vítamín með fæðunni eða fæðu- bótarefnum, vegna þess hversu stuttan tíma á ári við getum fram- leitt sjálf þetta víta mín með hjálp sólargeislanna,“ segir Jóhanna og bætir við að hægt sé að fá nóg pró- tein og lífsnauðsynlegar amínó- sýrur ef bæði er neytt kornvara og belgjurta (legumes). Kúa- og geitamjólk, egg og fiskur eru líka mjög góðir próteingjafar að sögn Jóhönnu. Gerið hægar breytingar Þeir sem vilja gerast grænmet- isætur ættu að huga að því að gera það smátt og smátt. „Allar breyt- ingar á mataræði eru heillavæn- legastar ef tekin eru nógu lítil skref í byrjun. Mikilvægt er að fara vel yfir mataræði sitt til að vera fullviss um að fá þau næring- arefni sem rædd eru hér að ofan. Einnig þarf að tryggja að nóg af fitu sé í fæðinu, til dæmis úr jurta- olíum. Góð fita kemur líka frá hnetum, fræjum, hummus, pestó, feitum fisk, lýsi og avókadó,“ segir Jóhanna. Breytingar í skrefum Gera má ráð fyrir að grænmetisætum hafi farið fjölgandi að undanförnu samfara aukinni umræðu um umhverfis- og heilsutengd málefni. Þeir sem hafa hug á að gerast grænmetisætur ættu að gera breytingarnar smátt og smátt líkt og aðrir sem vilja gera breytingar á mataræði sínu. Grænmetisætum má skipta í sjö flokka sem eiga það sameiginlegt að sleppa rauðu kjöti úr fæðunni og að borða jurtafæði sem samanstendur af ávöxtum, grænmeti, berjum, fræjum, hnetum, baunum, belgjurtum og korntegundum. Vegna aukinnar umræðu um umhverfis- og heilsutengd málefni en líka um með- ferð dýra til manneldis má gera ráð fyrir að sögn Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur, næringarfræðings og doktors í lýðheilsuvísindum, að grænmetisætum hafi farið fjölgandi að undanförnu. MYND/ANTON BRINK Bragðgóðir réttir, fullir af þarflegum næringarefnum. Hollusturettir VIÐ FLYTJUM ÞÉR Fréttir Stöðvar 2, í opinni dagskrá alla daga vikunnar, alla daga ársins, kl. 18.30. FRÉTTASTOFA FRÉTTIRNAR ALLA DAGA VIKUNNAR Í OPINNI DAGSKRÁ KL. 18.30 hEIlsA OG úTIVIsT Kynningarblað 28. apríl 20168 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 D -C 1 6 4 1 9 3 D -C 0 2 8 1 9 3 D -B E E C 1 9 3 D -B D B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.