Fréttablaðið - 28.04.2016, Page 66

Fréttablaðið - 28.04.2016, Page 66
Tónlistarmaðurinn Prince hefur mikið verið í umræðunni síðustu viku eftir andlát hans. Eins og flestir vita var Prince tónlistarmaður á heimsmælikvarða, hann gaf út 39 stúdíóplötur, 104 smáskífur og 136 tónlistarmyndbönd svo eitthvað sé nefnt. Það eru hins vegar færri sem vita að Prince lék í kvikmyndum snemma á ferlinum. Prince lék aðal- hlutverkið í þremur kvikmyndum, Purple Rain frá 1984, Under the Cherry Moon frá 1986 og Graffiti Bridge frá 1990. Purple Rain Fyrsta kvikmyndin sem Prince lék í var Purple Rain, en leikstjóri hennar var Albert Magnoli og aðalmótleik- arar Prince voru Appollonia Kotero og Morris Day. Flestir þeirra sem komu að myndinni, framleiðendur, leikarar og leikstjóri, voru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabrans- anum, en það kom ekki að sök því að það var tónlistin sem var aðalatriðið. Myndin er að hluta sjálfsævisögu- leg og fjallar um The Kid, leikinn af Prince. The Kid er ungur tónlistar- maður sem spilar ásamt hljómsveit sinni The Revolution á næturklúbbi og lendir í útistöðum við Morris Day, sem fer fyrir hljómsveitinni The Time. Myndin gengur út á átökin á milli hljómsveitanna. Prince kom með hugmyndina að Purple Rain til Warner Brothers á sínum tíma, en hún byggist að hluta til á atburðum úr lífi hans. Hann tók þátt í að fjármagna myndina til þess að koma henni af stað, en hún var tekin upp í Minneapolis, heimabæ Prince. Tónlist leikur stórt hlutverk í myndinni en það má í rauninni segja að atburðarásin spinnist út frá tón- listinni. Platan Purple Rain er ein af þekktustu plötum Prince og tónlistin í myndinni var tilnefnd til ýmissa verðlauna. Prince fékk Óskarsverð- laun fyrir bestu tónlistina og Brit- verðlaunin fyrir bestu hljóðrás. Myndin fékk talsvert góðar við- tökur á sínum tíma en hún verður sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 30. apríl. Ása Baldursdóttir, dagskrár- stjóri hjá Bíói Paradís, segir þau hafa viljað bregðast við og heiðra minningu Prince. „Ég sá myndina á sínum tíma inni í herbergi hjá bróður mínum og hún skildi mikið eftir hjá mér. Flestir sem ég tala við og sáu hana á sínum tíma segja hana lifa sterkt í minningunni. Tónlistin er svo sterk í myndinni og hún höfðar til allra. Ég held það sé af því að hann var svo stórkostlegur listamaður, og þetta sameinar tónlistina hans og kvikmyndalistina í einum pakka,“ segir Ása. Under the Cherry Moon og Graffiti Bridge Under the Cherry Moon er önnur kvikmynd Prince. Hún kom út árið 1986 en hann leikstýrði henni sjálf- ur. Myndin fjallar um tvo vini, Tracy leikinn af Prince og Tricky leikinn af Jerome Benton, sem njóta lífsins við Miðjarðarhafið og lifa af því að tæla ríkar konur og svíkja út úr þeim peninga. Þegar Tracy verður ástfang- inn af konunni sem hann ætlar að féfletta flækjast hlutirnir hins vegar. Kristin Scott Thomas leikur stúlk- una, Mary Sharon, sem Tracy verður ástfanginn af, en þetta var hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Platan Parade kom út samhliða myndinni en á henni var að finna tónlistina úr myndinni, meðal annars lagið Kiss, sem varð stærsti smellur plötunnar. Graffiti Bridge er síðan þriðja og síðasta kvikmynd Prince, en hún kom út árið 1990 og var skrifuð og leikstýrt af Prince. Myndin er óform- legt framhald af Purple Rain en í henni má sjá sömu persónur og í Purple Rain, The Kid og Morris Day. Myndin fjallar um átök milli þeirra tveggja, og afleiðingar þeirra. Þórir Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Stúdíós Sýrlands og sérlegur Prince-aðdáandi, segir seinni tvær kvikmyndir Prince ekki vera sérstak- lega góðar. „Það má segja að Under the Cherry Moon sé eiginlega bara eins og stórt egóflipp, og gerði ekki neitt í bíó.“ Þórir segir Graffiti Bridge síðan í rauninni vera eins og eitt langt tónlistarmyndband með smá spjalli inni á milli. „Eins og hann var góður tónlistarmaður þá held ég að hann teljist seint vera góður leikari, svona ef við tölum hreint út. Graffiti Bridge var með frábærri tónlist en myndin telst seint vera meistaraverk. Purple Rain var og er hins vegar ein besta tónlistarmynd allra tíma, enda tónlistin í sérflokki.“ – sbv Heimsklassa tónlistarmaður sem fiktaði við Purple Rain Leikstjóri: Albert Magnoli Handrit: Albert Magnoli og William Blinn Frumsýnd: 27. júlí 1984 Tekjur innanlands: 68,4 milljónir dollara Tekjur á heimsvísu: 80 milljónir Under The Cherry Moon Leikstjóri: Prince Handrit: Becky Johnston Frumsýnd: 4. júlí 1986 Tekjur: 10,1 milljón dollara Graffiti Bridge Leikstjóri: Prince Handrit: Prince Frumsýnd: 2. nóvember 1990 Tekjur: 4,6 milljónir dollara Tónlistarmaðurinn Prince. NoRdiC PHoTos GeTTy Þórir Jóhannsson fyrir utan tónleika- staðinn First Avenue, þar sem Purple Rain var tekin upp. Kvikmyndir Prince voru ekki endilega jafn hátt skrifaðar og tónlist hans en þær höfðu þó áhrif á ýmsa, sérstaklega Purple Rain. Trendið Síðkjólar heitir í sumar Síðkjólar verða það heitasta í sumar. Þeir sáust á tískupöll- unum víðs vegar um heim, hjá öllum helstu hönnuðum, í fjöl- mörgum sniðum og litum. kvikmyndagerð erdem Gucci Victoria Beckham Alberta Ferretti 2 8 . a p r í l 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r42 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð Lífið 2 8 -0 4 -2 0 1 6 0 3 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 3 D -D A 1 4 1 9 3 D -D 8 D 8 1 9 3 D -D 7 9 C 1 9 3 D -D 6 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.