Frjáls Palestína - 01.11.2015, Page 3

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Page 3
FRJÁLS PALESTÍNA 3 Sniðganga er nærtæk og friðsamleg aðgerð Framhald af bls. 1 í því, með borgarstjórann í broddi fylk- ingar, að ógilda fyrri ákvörðun borgar- stjórnar um að sniðganga vörur frá Ísrael meðan hernámið varir. RÚV og aðrir fjölmiðlar kepptust við að lýsa samþykkt borgarstjórnar frá 15. september, að tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur, sem barnalegri, hlægi- legri, illa undirbúinni, hættu legri, ólög- legri; í andstöðu við ut anríksstefnu Ís- lands kom frá Gunn ari Braga. Allt var þetta órökstutt og öðrum sjónarmiðum ekki hleypt að. Halldór Auðar Svans- son borgarfulltrúi hefur leitað skýr inga hjá utanríkisráðuneyti en engin svör borist. Borgarstjórn virðist hafa látið undan þrýstingi erlendis frá sem innanlands og látið kúga sig til breyttrar afstöðu. Harkaleg viðbrögð Ísraelsstjórnar san- na að snið ganga er áhrifarík aðgerð. Slík aðgerð nýtur stuðnings frið ar- sinn aðra bandarískra og ísra elskra gyð inga og er orðin að al þjóðlegri hreyfing u undir palest ínskri forystu, sem dregur lær dóma af sigursælli bar áttu gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Sveinn Rúnar Hauksson

x

Frjáls Palestína

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.