Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 16

Frjáls Palestína - 01.11.2015, Side 16
16 FRJÁLS PALESTÍNA yrði heildstæð áætlun um innleiðingu viðlagastjórnunar. UNDP heldur ut an um málið ásamt palestínskum yfir­ völd um. Málið felst í að auka þekkingu stjórnvalda og byggja upp innviði, þannig að hægt sé að setja upp við- bragðskerfi. Það er alltaf gaman að geta komið að svona málum með ís- lenska sérþekkingu. Einnig starfaði annar íslenskur sér- fræðingu á okkar vegum hjá UNDP í Ramallah að þessu verkefni ásamt heimamönnum. Þetta er auðvitað ný- legt verkefni og við eigum eftir að sjá hver árangurinn verður. Umræður um ofbeldi í grunnskóla Síðar sama dag fórum við frá Ram- allah og inn til Hebron. Byrjuðum á að heimsækja grunnskóla. Þennan dag var alþjóðadagur ungmenna (Int- ernational Youth Day) og verið að tala við börnin um ofbeldi. Áhersla var lögð á rétt hvers og eins að verða ekki fyrir ofbeldi, en það er meðal áhersluatriða UNICEF. Fræðslan fór fram á skemmtilegan hátt; en leikarar komu til að segja frá. Þetta var á frekar af skiptu svæði í Hebron, þannig að UNICEF hefur lagt þó nokkra áherslu á að vinna með þessum skóla. Þótt umræðuefnið hafi verið alvar­ legt var umfjöllunin sett í skemmtilegan búning og það ríkti mikil gleði. Þetta var fjölskylduskemmtun þótt verið væri að ræða mjög viðkvæmt efni. Það var svo sniðugt hvernig þetta var hugsað. Einhver áhrif hlýtur þetta líka að hafa, fær alla vega fólk til þess að hugsa. Krakkarnir töluðu mjög frjálslega og einlægt. Þarna voru þau í rauninni að eiga samtal við foreldra sína, en heimilisofbeldi er nokkuð útbreitt í Palestínu. Við fórum um svæði sem heitir Check point 56. Hebron er skipt í svæði H1 og H2. H1 er Palestínumegin og H2 Ísraelsmegin, landtökubyggð. Barna skólinn er hinum megin við varð stöðina, í H2, Ísraelsmegin. Þann ig að börnin þurfa alltaf að fara um varðstöðina á leið í skólann. Þau eru áreitt og verða fyrir árásum frá land tökufólkinu. Þannig að UNICEF hef ur átt samstarf við félagasamtök um að fylgja börnunum í gegnum varð stöðina í skólann. Á svæði H1 er bú ið að loka öllum verslunum, það er ekke rt þar, samt býr fólk þar. Maður getur rétt ímyndað sér hvað Hebron; um þessa varðstöð þurfa pal- estínsku börnin að fara til að komast í skólann. Ljósm. María Erla Qualqilya, afskekkt íbúðasvæði, þar sem bannað er að byggja. Ljósm. María Erla

x

Frjáls Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls Palestína
https://timarit.is/publication/1150

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.