Jökull - 01.12.1953, Side 52
Rannsóknir erlendra manna á íslenzkum jöklum sumarið 1953
Foreign Students of Glaciology in Iceland 1953.
Síðastliðið sumar voru hér 24 Bretar og 2
Þjóðverjar við jöklarannsóknir.
6 stúdentar írá Durham háskóla unnu að
rannsóknum á Tindfjallajökli. Leiðangurs-
stjóri var Mr. W. M. Barnes.
Rannsóknirnar voru skipulagðar af Jóni Es-
þórssyni og Sigurði Þórarinssyni og miðuðust
við að ákveða stærð jökulsins þannig, að fram-
vegis yrði hægt að fylgjast með breytingum á
honum. Er þetta liður í milliríkjasamvinnu um
athuganir á jöklum á norðurhveli jarðar næstu
10 ár. Frumkvöðull að samvinnu þessari er
prófessor H. Ahlmann í Stokkhólmi, og er aðal-
markmið athugana þessara að afla heimilda
um veðurfarsbreytingar.
Leiðangurinn vann að mælingum á jöklin-
um í hálfan annan mánuð. Aðaláherzlan var
lögð á landmælingu, og var gert kort af mest-
öllum jöklinum í mælikv. 1:25000, en annað í
mælikv. 1:10000 af nokkrum hluta hans.Á nokkr-
um stöðum voru gerðar nákvæmar mælingar á
sniðum yfir jökulinn á milli merktra staða, og
er áformað að endurtaka þær mælingar árlega.
Auk þess ar mæld þykkt á snjólagi frá síðasta
vetri og fylgzt með bráðnun þess.
8 stúdentar og 2 doktorar frá Nottingham
háskóla unnu að rannsóknum við Morsárjökul
undir forustu J.D.Ives. Gerðar voru veðurfræði-
legar athuganir á jöklinum og í Morsárdal.
Grafin var 6 m djúp gryfja í jökulinn og at-
huguð lög frá sumrinu 1951 og 1952. Fylgzt var
með bráðnun jökulsins norður af Miðfellstindi
og mældur hraði Morsárjökuls. Kort var gert
af Morsárjökli í skala 1:12500. Tveir af leið-
angursmönnum týndust á Oræfajökli og fund-
ust ekki, þrátt fyrir nákvæma leit úr lofti og á
jörðu. Var álitið að þeir hefðu hrapað í jökul-
sprungu.
8 stúdentar frá Cambridge voru við jökla-
fræðilegar og jarðfræðilegar rannsóknir við Ok
undir forustu J. C. Barringer. Skýrsla um störf
þessa leiðangurs hefur ekki borizt enn þá, en
fyrirhugað var að athuga, hvort jökullinn sé
á lireyfingu og gera kort af takmörkum jökuls-
ins. Enn fremur að athuga regn og rennsli
vatns og fastra efna niður hlíðar fjallsins.
Þýzkur stúdent, að nafni Hans-Dieter Helm,
frá Flamborg hóf rannsóknir á jökulruðningum
við suðurenda Síðujökuls, en drukknaði í Ei-
ríksfellsá, er hann var á leið til byggða. Stór-
felldar rigningar höfðu gengið, og var áin í
vexti.
Dr. Emmy M. Todtmann frá Hamborg hélt
áfram rannsóknum sínum við Vatnajökul og
athugaði nú jökulruðninga við Eyjabakkajökul.
Sumarið 1953 var mikið óhappasumar, þar
sem 3 erlendir stúdentar fórust við rannsóknir
sínar hér á landi. Slíkt heyrir sem betur fer til
undantekninga, þar sem ekki hafa orðið hér
önnur slys á erlendum vísindamönnum, síðan
Þjóðverjarnir Rudloff og Knebel drukknuðu
í Öskju árið 1907.
Síðustu árin hefur aukizt mjög aðsókn af
erlendum stúdentum, sem koma hingað til
rannsókna á sumrin. Ymsir þessara manna eru
lítt vanir öræfaferðum og gera sér ekki alltaf
grein fyrir hættum, sem þeim fylgja. Til þess
að reyna að koma í veg fyrir slysfarir í fram-
tíðinni, sendir rannsóknarráð því leiðbeining-
ar til þeirra, sem undirbúa vísindaleiðangra til
íslands, þar sem þeir eru sérstaklega varaðir við
þeim hættum, sem öræfa- og jöklaferðir hafa
í för með sér, og hvattir til þess að ráðfæra
sig við staðkunnuga menn og kynna sér rækilega
staðhætti, áður en þeir leggja af stað.
Enginn útlendingur fær nú leyfi til þess að
dveljast einn síns liðs við rannsóknir langt frá
byggðum.
Þ. Sigurgeirsson.
SUMMARY: Last summer a total of 26
foreign students of glaciology carried out glacio-
logical studies in Iceland.
6 English students from Durham Univer-
sity under the direction of Mr. W. M. Barnes
made a survey of Tindfjallajökull, measured
profiles and studied ablation.
8 English students and 2 geologists from
50