Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 3

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 3
• • JOKULL 29. Ár 1979 No. 29 JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS JARÐFRÆÐAFÉLAG ÍSLANDS Þessi árgangur Jökuls er að nokkru frábrugðinn öðrum árgöngum tímaritsins. Til þess liggja. eftir- greindar ástæður. Sumarið 1980 verður 26. alþjóðaþing jarðfræð- inga haldið í París, en þessi þing eru haldin 4. hvert ár. Fyrir um tveimur árum barst formanni ís- landsnefndar Alþjóðasambands jarðfræðinga, Jóni Jónssyni, bréf þess efnis, að í sambandi við þetta alþjóðaþing hyggðust Frakkar efna til fræðsluferða til allra landa Vesturevrópu. Var farið fram á, að íslenskir jarðvísindamenn tækju að sér stjórn tveggja slíkra ferða, og semdu að auki yfirlitsrit um jarðfræði Islands, sem ásamt hliðstæðum ritum frá öðrum löndum Vesturevrópu yrði steypt saman í eitt ritverk, Geology of Europe. Mun þess vænst að í sambandi við næsta alþjóðaþing, sem verða á í Moskvu 1984, verði jarðfræði Austurevrópulanda gerð svipuð skil. Ekki þótti stætt á því, að Island skæri sig eitt úr, og var því ákveðið að skipuleggja tvær fræðsluferðir í sambandi við þingið í París og semja yfirlitsrit um jarðfræði Islands. I ljós kom, að brot Jökuls og tvídálka uppsetning hentaði Frökkum, sem sjá um útgáfu heildarverksins. Samþykkti ritstjórn Jökuls því, að yfirlitsritið yrði birt þar og sá sér þar með þann leik á borði, að koma út hefti með vönduðu efni á ódýrari máta en ella með þvi að selja Frökk- unum filmu af yfirlitsritinu í offset. Hér kom og til, að tveir áratugir eru liðnir síðan hliðstætt yfirlit um jarðfræði íslands kom út og af hliðstæðu tilefni, alþjóðaþingi jarðfræðinga í Kaupmannahöfn 1960, með fræðsluferð til íslands. En siðustu tvo áratugi hefur þekking á jarðfræði íslands aukist og breyst miklu meir en á nokkrum tveim áratugum síðan Þorvaldur Thoroddsen lauk sínum rannsóknarferðum um landið. Sýnt þótti af reynslu, að nauðsynlegt væri að ritstjórn þessa heftis yrði á einni hendi. Hrósaði ritstjórn Jökuls happi, er Kristján Sæmundsson fékkst til að taka þetta verk að sér. Vann hann það og valdi meðhöfunda í samráði við nefnd á vegum Jarðfræðafélagsins: Jón Jónsson, Sigurð Þórarins- son og Svein P. Jakobsson, en þeir skipa einnig Islandsnefnd Alþjóðasambands jarðfræðinga. Við uppsetningu yfirlitsritsins var farið að óskum þeirra, er sjá um samræmingu ritverksins Geology of Europe. Eru þvi myndatextar aðeins á ensku og íslenskir útdrættir greinanna birtir saman aftar í heftinu. Ekki eru neinar tilvitnanir til höfunda í texta nema með myndum, en listi birtur yfir helstu heimildarrit varðandi hvern kafla, svo sem títt er í kennslubókum. Ritstjórn Jökuls. This volume of Jökull differs somewhat from other volumes of the periodical for the following reason: In connexion with the XXVI International Geological Congress to be held in Paris in 1980 it was decided by the French organizers of the Congress to arrange excursions to all countries in Western Europe. It was also decided to publish a review of the geology of each country. All these reviews are then to be published together as Geo- logy of Europe. According to an agreement with the French edi- tors of the Geology of Europe a review of the geo- logy of Iceland is published in this issue of Jökull and the French editors received a film of it in offset to use when printing the Geology of Europe. Hence this volume of Jökull follows the wishes of the French editors on things such as selected biblio- graphy after each chapter and no references in text, legends and text to illustrations only in English, etc. Editor of Geology of Iceland in this issue of Jökull is Kristján Sæmundsson, The National Energy Authority, Reykjavík. JÖKULL 29. ÁR 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.