Jökull


Jökull - 01.12.1979, Side 86

Jökull - 01.12.1979, Side 86
ÁGRIP YFIRLIT UM JARÐFRÆÐIÍSLANDS Kristján Sœmundsson Orkustofnun Inngangur. Þverskurðir í jarðlagastafla Islands eru dýpstir á Norður- og Austurlandi, um 1500 m, og dýpstu borholur auka 2—3 km þar við. Beinar upplýsingar um gerð jarðskorpunnar ná því lang- leiðina niður að s.k. lagi 3 (ákvarðað með seismísk- um mælingum), sem liggur misjafnlega djúpt undir landinu og markar hugsanlega botn gos- bergsmyndana. Berggrunnur Islands er að mestu leyti basalt, 80—85% af rúmmáli landsins ofansjávar. Súrt og ísúrt berg er talið nema um 10%, en setlög úr til- fluttu eldfjallaefni um 5—10%. Hér er fyrst og fremst um að ræða berg, sem kallað er þóleiítískt (með lágu hlutfalli alkalimálma). Alkalískt berg finnst í litlum mæli þar sem eldfjöll eru virk utan plötumótanna, sem marka far Atlantshafshryggj- arins gegnum Island. Jarðlögum berggrunnsins hallar yfirleitt inn til landsins. Hallinn eykst niður á við í jarðlagastaflanum. Oft, er hann lítill eða enginn í hæstu fjöllum norðanlands, vestan og austan, en algengur á bilinu 5— 10° við sjávarmál. Hraunlagasyrpurnar, sem byggja upp berglaga- staflann, fara að jafnaði þykknandi, niður eftir honum (mynd 2). Hallabreytingin jafnast þannig út, án þess að mislægi séu merkjanleg. Snörun jarðlaganna hefur fylgt upphleðslunni, sem á sér stað i gosbeltum landsins samtímis gliðnun og landsigi. Rek út frá plötumótunum veldur því, að jarðlagastaflinn, sem sífellt bætist ofan á í gosbelt- unum, færist smám saman burtu og loks hættir að bætast ofan á hann. Rofið tekur þá við og verður ráðandi fyrir landmótunina þar eftir. Jarðlagastaflinn er gerður úr einingum, upp- runnum í aflöngum eldstöðvakerfum, sem saman- standa af gangasveimum (gjástykkjum á yfirborði) og megineldstöðvum. Hver slík jarðlagaeining er þykkust í megineldstöðvunum, þar sem súrt og ísúrt berg kemur fyrir auk basalts. I sundurgröfnum megineldstöðvum má oft finna granófýr- og dóleríteitla, einkum í rótunum á gömlum öskjum, og auk þess sæg af innskotslögum og -æðum, sem stundum mynda kerfi af keilugöngum. Hlutfall innskotsbergs fer i sumum djúpt rofnum megin- eldstöðvum yfir 50%, en gangaþéttleiki utan þeirra sést sjaldan fara yfir 10%. Þetta mikla magn inn- skota á litlu dýpi olli snarpri hitun grunnvatns. Til varð háhitasvæði þar yfir, sem innskotin settust að, og berg ummyndaðist í samræmi við hátt hitastig vatns i jarðhitakerfinu. Utan megineldstöðvanna var ummyndun miklu minni (zeólítar og kvars- steinar eru einkennandi steindir) i samræmi við hægara varmastreymi til yfirborðsins. Ganga- sveimar í rofnum jarðlagastafla svara til sprungu- sveima í hinum virku gliðnunarbeltum og er lengd þeirra á bilinu 10— 100 km. Sveimarnir einkennast af gliðnun jarðskorpunnar: gangasveimarnir af lóðréttum basaltgöngum, sprungum og togmis- gengjum, en sprungusveimarnir af opnum gjám, sigstöllum og gígaröðum, sem gjósa basalt- hraunum. Hvert eldstöðvakerfi er virkt í nokkur hundruð þúsund ár og uppi meira en milljón ár. Þau hafa varðveist i heild sinni í jarðlagastaflanum, en yfir þau hafa lagst hraunlög yngri eldstöðva- kerfa, sem tóku við af hinum eldri og uxu til hliðar við þau upp úr hinum síungu plötumótum. Halli og skipan jarðlaganna og lega gliðnunar- beltanna gegnum Island (mynd 1) benda til, að elstu berglög landsins sé að finna á útskögum vest- anlands, norðan og austan. Aldursgreiningar á bergi austast á Austfjörðum gefa rétt yfir 13 m. ára aldur. Enn eru aldursgreiningar ósamfelldar frá Vestfjörðum, en benda til að þar séu elstu berglögin um 16 m. ára. Aldursgreiningar bergs á Norður- landi benda til, að elstu berglög við utanverðan Eyjafjörð séu rúmlega 12 m. ára. Þetta er sumpart yngri aldur en búast mætti við ef litið er á aldur hafsbotnsins norður og suður af landinu, sem lesa má úr ræmumynstri segulsviðsins (mynd 6). Skýr- ingin getur legið að hluta til í því, að á landinu eru einungis efstu 1000—1500 m berglagastaflans að- gengilegir til aldursgreininga. Þar neðan við er nokkurra km þykkur stafli hraunlaga, sem ekki næst til. Meginorsökin gæti þó verið sú, að gliðn- unarbeltin á Islandi virðast hafa flutst í áföngum til suðurs og austurs. Hin ójafna dreifing tertierra berglaga, sem eru einkum útbreidd norðan við 65°, en koma vart eða ekki fyrir sunnan við 64°, er líklega tilkomin vegna slíkrar tilfærslu. Jarðsaga. Jarðsögu Islands má skipta í tímabil á ýmsa vegu (mynd 4). Mörk plíósen og pleistósen (= mörk tertíer og kvarter) setja jarðlagafræðingar umheimsins fyrir um það bil 1,8—2,0 m. árum. Fyrir íslenska jarðsögu hentar að ýmsu leyti betur að skipa saman efra plíósen og eldra pleistósen, og er svo gert hér og nafngiftin plió-pleistósen notuð. TertíV-tímabilið í íslenskri jarðsögu hefst með 84 JÖKULL 29. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.