Jökull - 01.12.1979, Síða 90
ÁGRIP
ELD VIRKNISÍÐAN SÖGUR HÚFUST
Sigurður Þórarinsson
Raunvísindastofnun Háskólans
Kristján Sœmundsson
Orkustofnun
Eldvirkni á íslandi í þær ellefu aldir, sem liðnar
eru frá upphafi norræns landnáms, er beint fram-
hald af eldvirkninni frá ísaldarlokum til landnáms
og bundin við sömu svæði, að heita má. A mynd i
eru sýnd þau svæði, sem virk hafa verið á sögu-
legum tíma. Einkennandi fyrir eldvirknina er hið
mikla magn hrauna, einkum basalthrauna, og
meiri fjölbreytni í gerð eldstöðva en ætla mætti að
væri á úthafseyju. Frá bergfræðilegu sjónarmiði má
greina milli tveggja höfuðgerða eldstöðva, basalt—
eldstöðva og s.k. megineldstöðva, er framleiða súr
og ísúr hraun og gjósku auk basiskra gosefna.
Á töflu 1 eru sýndar gerðir basískra eldstöðva á
Islandi. Eldborgir (lava rings) og dyngjur (lava
shields) hafa myndast á stuttum sprungum, sem
þróast í pípulega eldrás meðan á gosi stendur. Eina
hraunskjöldinn, sem myndast hefur á sögulegum
tíma á Islandi er að finna í Surtsey. Algengasta
basíska eldstöðin á íslandi er gigaröðin. Súr hraun
hafa á sögulegum tíma myndast á Landmanna-
lauga-Hrafntinnuhraunasvæðinu.
Sérstök gerð gosa, sem er vanaleg á Islandi en
annarsstaðar sjaldgæf, er gos í eldstöðvum undir
jökli. Slíkar eldstöðvar, sem virkar hafa verið síðan
landið byggðist, eru sýndar á mynd 2. Meðal þeirra
eru tvær af virkustu eldstöðvum landsins, Grims-
vötn og Katla, og tvö af hæstu eldfjöllunum,
Öræfajökull og Eyjafjallajökull. Samfara gosum í
eldstöðvum þöktum jökii eru þau vatnsflóð er
nefnast jökulhlaup og sýnir kortið á mynd 2 þau
svæði sem þau hafa herjað á siðan sögur hófust.
Grímsvötn eru á háhitasvæði og mest af þvi vatni,
sem veldur Grímsvatnahlaupum, safnast í Gríms-
vatnaöskjuna vegna stöðugs hitauppstreymis undir
íshellunni. Á síðustu öldum urðu Grímsvatnahlaup
oft á um áratugs fresti og vatnsmagnið i hlaup-
unum þá 6—7 km3, en síðustu fjóra áratugina hafa
hlaupin orðið á 5 ára fresti, eða þarumbil, og
vatnsmagnið 3—3,5 km3. Hámarksrennsli í stór-
hlaupunum áður fyrr var um 40.000 m3/sek, en
hefur ekki farið yfir 10.000 m3/sek siðan 1938. Gos
hafa ekki orðið samfara hlaupunum siðan 1934.
Kötluhlaup verða að jafnaði tvisvar á öld. Þau eru
miklu skammvinnari en Grimsvatnahlaupin, en
hámarksrennsli líklega meira en 100.000 m3/sek.
Spurningunum hvað er einstök, sjálfstæð eld-
stöð? hvað er virk eldstöð? og hvað er eitt einstakt
gos? er erfitt að svara, þegar um Island er að ræða
og síst hefur það orðið auðveldara i ljósi atburð-
anna á Kröflusvæðinu síðustu árin. Sitt hvað, sem
er einkennandi fyrir íslenskar eldstöðvar, fellur ekki
að flokkun, sem byggð er á reynslu frá klassískum
eldstöðvum Miðjarðarhafssvæðisins.
Rannsókn á eldvirkninni á Kröflusvæðinu siðan
1975 hefur leitt greinilega i ljós, að sumar af
megineldstöðvum Islands eru tengdar sprungu-
sveimum, tuga kilómetra löngum, og getur kvika,
sem leitar upp undir þessum megineldstöðvum
fengið útrás neðanjarðar eftir þessum sveimum.
Það er nú talið öruggt — sem raunar var haldið
fram af W. G. Lock þegar 1881 — að sprengigosið
mikla í Öskju 28/29 mars 1875, sem myndaði
líparitgjósku, og gosið i Sveinagjárgigaröðinni
sama ár, sem myndaði basalthraun, hafi verið nærð
af sömu kvikuþrónni, undir Öskju. Spurningin er
þá: á að telja Öskju og Sveinagjá eina eldstöð og
bæði gosin eitt eldgos? Og hvað um Surtseyjargosið
1963—67, sem myndaði þrjár eyjar og einn neðan-
sjávarhrygg. Var hér um eitt eldgos og eina eldstöð
að ræða? Nú þykir rétt að tala um eldstöðvakerfi
(volcanic system), er tekur bæði til megineldstöðv-
ar og sprungusveims tengdum henni. Ein 18 slík
kerfi hafa verið virk á Islandi síðan sögur hófust.
I safnritinu Catalogue of the active volcanoes eru
eldstöðvar taldar virkar, ef gosið hafa svo sögur fara
af, og felst í hugtakinu, að enn megi vænta gosa úr
þeim, en á Islandi virðist það vera regla með til-
tölulega fáum undantekningum, að gigaraðir hafi
gosið aðeins einu sinni og eru ekki virkar í þeim
skilningi, að þær eigi eftir að gjósa aftur.
Á mynd 1 eru talin upp þau eldgos, sem vitað er
að orðið hafi á Islandi á sögulegum tíma. Svigi um
ártal táknar, að þetta ártal sé óvisst, en hornklofi,
að lega eldstöðvar sé óviss. Gosið hefur á 30—40
stöðum síðan sögur hófust og síðustu aldirnar hefur
gos byrjað fimmta til sjötta hvert ár að meðaltali.
En mjög hefur verið mislangt milli gosa. Á tíma-
bilinu 1934—1961 gaus aðeins einu sinni, í Heklu
1947—48. Síðustu tvo áratugina hefur eldvirkni
verið áberandi mikil á Islandi, eins og raunar á
öllum Mið-Atlantshryggnum.
Meirihluti gosa á Islandi á sögulegum tíma hefur
verið í megineldstöðvum, flest í Grímsvötnum,
Heklu og Kötlu, og að jafnaði hefur 3—4 sinnum á
88 JÖKULL 29. ÁR