Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 90

Jökull - 01.12.1979, Qupperneq 90
ÁGRIP ELD VIRKNISÍÐAN SÖGUR HÚFUST Sigurður Þórarinsson Raunvísindastofnun Háskólans Kristján Sœmundsson Orkustofnun Eldvirkni á íslandi í þær ellefu aldir, sem liðnar eru frá upphafi norræns landnáms, er beint fram- hald af eldvirkninni frá ísaldarlokum til landnáms og bundin við sömu svæði, að heita má. A mynd i eru sýnd þau svæði, sem virk hafa verið á sögu- legum tíma. Einkennandi fyrir eldvirknina er hið mikla magn hrauna, einkum basalthrauna, og meiri fjölbreytni í gerð eldstöðva en ætla mætti að væri á úthafseyju. Frá bergfræðilegu sjónarmiði má greina milli tveggja höfuðgerða eldstöðva, basalt— eldstöðva og s.k. megineldstöðva, er framleiða súr og ísúr hraun og gjósku auk basiskra gosefna. Á töflu 1 eru sýndar gerðir basískra eldstöðva á Islandi. Eldborgir (lava rings) og dyngjur (lava shields) hafa myndast á stuttum sprungum, sem þróast í pípulega eldrás meðan á gosi stendur. Eina hraunskjöldinn, sem myndast hefur á sögulegum tíma á Islandi er að finna í Surtsey. Algengasta basíska eldstöðin á íslandi er gigaröðin. Súr hraun hafa á sögulegum tíma myndast á Landmanna- lauga-Hrafntinnuhraunasvæðinu. Sérstök gerð gosa, sem er vanaleg á Islandi en annarsstaðar sjaldgæf, er gos í eldstöðvum undir jökli. Slíkar eldstöðvar, sem virkar hafa verið síðan landið byggðist, eru sýndar á mynd 2. Meðal þeirra eru tvær af virkustu eldstöðvum landsins, Grims- vötn og Katla, og tvö af hæstu eldfjöllunum, Öræfajökull og Eyjafjallajökull. Samfara gosum í eldstöðvum þöktum jökii eru þau vatnsflóð er nefnast jökulhlaup og sýnir kortið á mynd 2 þau svæði sem þau hafa herjað á siðan sögur hófust. Grímsvötn eru á háhitasvæði og mest af þvi vatni, sem veldur Grímsvatnahlaupum, safnast í Gríms- vatnaöskjuna vegna stöðugs hitauppstreymis undir íshellunni. Á síðustu öldum urðu Grímsvatnahlaup oft á um áratugs fresti og vatnsmagnið i hlaup- unum þá 6—7 km3, en síðustu fjóra áratugina hafa hlaupin orðið á 5 ára fresti, eða þarumbil, og vatnsmagnið 3—3,5 km3. Hámarksrennsli í stór- hlaupunum áður fyrr var um 40.000 m3/sek, en hefur ekki farið yfir 10.000 m3/sek siðan 1938. Gos hafa ekki orðið samfara hlaupunum siðan 1934. Kötluhlaup verða að jafnaði tvisvar á öld. Þau eru miklu skammvinnari en Grimsvatnahlaupin, en hámarksrennsli líklega meira en 100.000 m3/sek. Spurningunum hvað er einstök, sjálfstæð eld- stöð? hvað er virk eldstöð? og hvað er eitt einstakt gos? er erfitt að svara, þegar um Island er að ræða og síst hefur það orðið auðveldara i ljósi atburð- anna á Kröflusvæðinu síðustu árin. Sitt hvað, sem er einkennandi fyrir íslenskar eldstöðvar, fellur ekki að flokkun, sem byggð er á reynslu frá klassískum eldstöðvum Miðjarðarhafssvæðisins. Rannsókn á eldvirkninni á Kröflusvæðinu siðan 1975 hefur leitt greinilega i ljós, að sumar af megineldstöðvum Islands eru tengdar sprungu- sveimum, tuga kilómetra löngum, og getur kvika, sem leitar upp undir þessum megineldstöðvum fengið útrás neðanjarðar eftir þessum sveimum. Það er nú talið öruggt — sem raunar var haldið fram af W. G. Lock þegar 1881 — að sprengigosið mikla í Öskju 28/29 mars 1875, sem myndaði líparitgjósku, og gosið i Sveinagjárgigaröðinni sama ár, sem myndaði basalthraun, hafi verið nærð af sömu kvikuþrónni, undir Öskju. Spurningin er þá: á að telja Öskju og Sveinagjá eina eldstöð og bæði gosin eitt eldgos? Og hvað um Surtseyjargosið 1963—67, sem myndaði þrjár eyjar og einn neðan- sjávarhrygg. Var hér um eitt eldgos og eina eldstöð að ræða? Nú þykir rétt að tala um eldstöðvakerfi (volcanic system), er tekur bæði til megineldstöðv- ar og sprungusveims tengdum henni. Ein 18 slík kerfi hafa verið virk á Islandi síðan sögur hófust. I safnritinu Catalogue of the active volcanoes eru eldstöðvar taldar virkar, ef gosið hafa svo sögur fara af, og felst í hugtakinu, að enn megi vænta gosa úr þeim, en á Islandi virðist það vera regla með til- tölulega fáum undantekningum, að gigaraðir hafi gosið aðeins einu sinni og eru ekki virkar í þeim skilningi, að þær eigi eftir að gjósa aftur. Á mynd 1 eru talin upp þau eldgos, sem vitað er að orðið hafi á Islandi á sögulegum tíma. Svigi um ártal táknar, að þetta ártal sé óvisst, en hornklofi, að lega eldstöðvar sé óviss. Gosið hefur á 30—40 stöðum síðan sögur hófust og síðustu aldirnar hefur gos byrjað fimmta til sjötta hvert ár að meðaltali. En mjög hefur verið mislangt milli gosa. Á tíma- bilinu 1934—1961 gaus aðeins einu sinni, í Heklu 1947—48. Síðustu tvo áratugina hefur eldvirkni verið áberandi mikil á Islandi, eins og raunar á öllum Mið-Atlantshryggnum. Meirihluti gosa á Islandi á sögulegum tíma hefur verið í megineldstöðvum, flest í Grímsvötnum, Heklu og Kötlu, og að jafnaði hefur 3—4 sinnum á 88 JÖKULL 29. ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.