Jökull


Jökull - 01.12.1979, Side 92

Jökull - 01.12.1979, Side 92
1. Til könnunar á gossögu einstakra eldstöðva og hegðun gosanna. 2. Til könnunar á árrofi og vindrofi. 3. Til tímasetningar jöklabreytinga. 4. Til könnunar á aldri frerajarðvegsfyrirbæra, einkum stórtígla. 5. Við könnun gróðurfarsbreytinga með frjó- greiningu. 6. Við fornleifarannsóknir, einkum könnun á aldri bæjarústa. 7. Við aldursákvörðun borkjarna úr jökulís. 8. Til tengingar íslenskra gjóskulaga við lönd utan fslands. Svo dæmi sé nefnt um beitingu gjóskutímatals, hefur tekist að rekja i höfuðdráttum sögu upp- blásturs hér á landi eftir siðasta jökulskeið og sýna fram á, að hann stóreykst með tilkomu búsetu í landinu. Mynd 4 sýnir þykknun jarðvegs nærri Vatnagarði á Landi, um 15 km vestur af Heklu, eftir að Þjórsárhraun flæddi þar yfir um 6000 f.Kr. Linuritið til hægri er byggt á aldursákvörðun gjóskulaga í sniðinu til vinstri og er því brattara sem jarðvegsþykknun er hraðari, en þykknunin er mælikvarði á hraða uppblástursins, einkum á ná- lægum svæðum, þar eð mikið af fokinu binst á þeim svæðum, sem enn eru gróðri þakin. Línuritið sýnir, að uppblástur er tiltölulega lítill og nokkuð jafn fram til landnáms, en hraðari eftir að lagið VII myndaðist, en það var líklega nálægt 900 e.Kr. (ekki 800 eins og stendur á sniðinu). Nokkur íslensk gjóskulög hafa fundist i jarðvegi í Færeyjum og í Skandinavíu, m.a. ljósu Heklulögin H3 og H4, en aldur H4 er um 4000 og H3 um 2800 geislakolsár. Nokkur íslensk gos hafa skilið eftir sig spor með s.k. örögnum (aerosol) í meginjökli Græn- lands. Meðal þeirra eru Skaftáreldar og gosið sem myndaði hina eiginlegu Eldgjá. Skv. mælingum á grænlenskum ískjörnum varð það gos um 935 e.Kr. ÁGRIP JARÐSKJÁLFTAR Á ISLANDI Páll Einarsson Sveinbjörn Björnsson Raunvísindastofnun Háskólans Jarðskjálftasvæði Islands eru hluti af miklu skjálftabelti, sem fylgir ási Atlantshafshryggjarins og liggur eftir Atlantshafi endilöngu. Skjálftar á þessu belti eru yfirleitt ekki stórir, sjaldan stærri en 5,5 á Richterskvarða nema þar sem hryggurinn hliðrast á svonefndum þvergengjum (transform fault). Á þvergengissvæðum geta skjálftar náð stærðinni 8. Skjálftabeltið skilur að Ameríkuplöt- urnar annars vegar og Afríku- og Evrasíuplöturnar hins vegar. Niðurstöður rannsókna á jarðskorpu- hreyfingum þeim sem valda skjálftunum benda til þess, að plöturnar sín hvorum megin skilanna fær- ist í sundur í samræmi við landrekskenninguna. Þannig benda bro'tlausnir (focal mechanism solution) skjálfta á ási hryggjarins yfirleitt til sig- gengishreyfinga (normal faulting), sem tengja má reki platnanna út frá ásnum. Á þvergengissvæð- unum eru sniðgengishreyfingar (strike-slip) ríkj- andi, og er hreyfingin til hægri á þvergengjum þar sem hryggjarásinn hliðrast til vinstri, en vinstri hreyfing verður þar sem ásinn hliðrast til hægri. Erfitt er að skýra slíkar hreyfingar nema með reki platnanna út frá hryggjarásunum. Stærstu jarðskjálftar á Islandi verða á tveimur tiltölulega vel afmörkuðum svæðum. Annað er á Suðurlandsundirlendi en hitt er með ströndinni og á landgrunninu við Norðurland. Á þessum svæðum getur stærð skjálfta orðið meiri en 7 á Richters- kvarða. Skjálftar verða einnig á eldgosasvæðum landsins, en stærð þeirra fer sjaldan yfir 5. Flestir þessara skjálfta virðast tengdir megineldstöðvum. Á mynd 1 eru teiknuð upptök skjálfta á tímabil- inu 1962—1977, sem eru nógu stórir til að mælast á erlendum skjálftamælistöðvum. Einnig eru teikn- aðar á kortið allar brotlausnir einstakra skjálfta sem hingað til hafa verið ákvarðaðar. Á kortinu má sjá helstu drætti í dreifingu skjálftanna, þótt óvissa staðsetninganna geti verið allt að 40 km. Skjálfta- svæðin á Norður- og Suðurlandi koma skýrt fram, og brotlausnir sýna að sniðgengishreyfingar eru ríkjandi. Ef gert er ráð fyrir því að hreyfingin verði á misgengjum með austlæga stefnu í samræmi við meginstefnu svæðanna, þá er um að ræða hægri sniðgengi á Norðurlandi en vinstri sniðgengi á Suðurlandi. Islensku landskjálftasvæðin hafa því til að bera þrjú helstu einkenni þvergengissvæða, þ.e. stóra skjálfta, legu þvert á hryggjarásana sunnan og norðan við landið, og sniðgengishreyfingar í sam- ræmi við legu sína. I öðrum atriðum eru þau ekki dæmigerð þvergengi, t.d. mótar ekki greinilega fyrir þeim í landslagi. Utan landskjálftasvæðanna má sjá á kortinu skjálftaþyrpingar í Borgarfirði, undir Mýrdalsjökli, undir NV-hluta Vatnajökuls og á Kröflusvæði. Athugum nú hvert hinna virku svæða íslands fyrir sig: 90 JÖKULL 29. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.