Jökull


Jökull - 01.12.1979, Side 93

Jökull - 01.12.1979, Side 93
Reykjanesskagi. Reykjanesskagi myndar eins kon- ar tengingu milli Reykjaneshryggjar og skjálfta- svæðis Suðurlands. A skaganum fara saman eld- virkni og há skjálftavirkni, sem er óvenjulegt. Plötuskil Atlantshafshryggjarins ganga á land á Reykjanesi skammt norðan vitans, og með ná- kvæmum skjálftamælingum hefur verið unnt að rekja þau austur eftir skaganum, skammt austur fyrir suðurenda Kleifarvatns (mynd 2). Sprungu- sveimar Reykjanesskaga eru skásettir með tilliti til plötuskilanna og eru háhitasvæði gjarnan staðsett þar sem sprungusveimur sker skilin. Næst Reykja- nesi eru skjálftahrinur tíðar og brotlausnir skjálfta sýna að þeir eru flestir tengdir siggengishreyf- ingum. Austar á skaganum eru sniðgengishreyf- ingar algengari og þar losnar gjarnan um spennu jarðskorpunnar í fremur stórum skjálftum og eftir- skjálftum þeirra. Þannig má segja, að Reykjanes- skagi fái meiri þvergengiseinkenni eftir því sem austar dregur. Landskjálftasvœði Suðurlands. Upptök stórra skjálfta raða sér á aflangt svæði, sem liggur frá Olfusi í vestri og austur á Rangárvelli. Skjálfta- svæðið brúar því bilið milli vestara og eystra gos- beltisins, og er í beinu framhaldi af plötuskilunum á Reykjanesskaga (mynd 2). Þrátt fyrir A—V stefnu upptakasvæðisins er hvergi að finna merki um meginmisgengi með þeirri stefnu. Þess í stað virðast skjálftarnir tengdir misgengjum með norð- læga strikstefnu. Merki um slík misgengi má finna víða á skjálftasvæðinu og má túlka þau sem hægri sniðgengi í samræmi við brotlausnir skjálfta. Ekki er ljóst hvers vegna yfirborðssprungurnar stefna þvert á skjálftabeltið, en benda má á, að sama spennusviðið getur valdið hægri sniðgengishreyf- ingu á misgengi með norðlæga strikstefnu og einnig vinstri hreyfingu á misgengi með austlæga stefnu. Vel mætti því hugsa sér að skjálftasvæðið markaði e.k. brotalöm í undirlagi jarðskorpunnar, þar sem vinstri sniðgengishreyfing ætti sér stað. Þessi brotalöm er hið eiginlega þvergengi. Við hreyf- inguna hleðst upp spenna í efri hluta jarðskorp- unnar, sem síðan losnar þegar hægri hreyfing verður á misgengjum sem snúa þvert á brotalöm- ina. Skjálftar á Suðurlandi koma gjarnan margir saman í runu. Slíkar skjálftarunur virðast ganga yfir einu sinni til tvisvar á öld, og geta staðið í nokkra daga og allt upp í fáein ár. Oft byrjar runa með tiltölulega stórum skjálfta austarlega á svæð- inu, en síðan verða minni skjálftar vestar. Þessi færsla á skjálftavirkni er t.d. greinileg í skjálfta- rununum 1732 — 34, 1784 og 1896 (mynd 2). Landskjálftasvœði Narðurlands (Tjörnes þvergengis- svœðið). Upptök jarðskjálfta á Norðurlandi eru dreifð innan svæðis sem nær milli Melrakkasléttu og Skaga, og er um 80 km breitt frá norðri til suðurs. Svæðið ber ótvíræð þvergengiseinkenni, en breidd þess gefur til kynna, að um fleiri en eitt meginmisgengi sé að ræða. Síðustu 15 ár hafa flestir skjálftar átt upptök á þrengra svæði, sem nær úr Axarfirði og norðvestur fyrir Grímsey. Staðsetn- ingar upptakanna benda til þess, að skjálftarnir séu tengdir meginmisgengi með strikstefnu VNV (mynd 3). Brotlausnir tveggja stærstu skjálftanna eru í samræmi við þetta, og gefa hægri sniðgengis- hreyfingu. Ekki sér móta greinilega fyrir þessu misgengi í landslagi, fremur en skjálftabeltunum á Suðvesturlandi. Um Húsavlk liggja misgengi til VNV og ná að minnsta kosti út fyrir mynni Eyjafjarðar. I sögu- legum heimildum er getið um sprunguhreyfingar við Húsavík samfara skjálftum og á seinustu árum hafa allmargir skjálftar átt upptök sín á þessu mis- gengi, einkum fyrir mynni Eyjafjarðar. Vitað er um skjálfta á Norðurlandi, sem ekki eiga upptök á misgengjunum við Grímsey og Húsavík, t.d. skjálftar í mynni Skagafjarðar og landskjálftinn á Dalvík árið 1934. Ýmislegt bendir þó til að þessa skjálfta megi einnig tengja misgengi með VNV strikstefnu. Slíkt misgengi gæti legið úr Mývatns- sveit um Gönguskarð, Dalsmynni, Dalvik, Fljót og út í mynni Skagafjarðar. Hugsanlega varð Skaga- fjarðarskjálftinn 1963 á þessu misgengi. Ef svo er, gefur brotlausn hans til kynna hægri sniðgengis- hreyfingu. Líklegt verður að telja, að fleiri jarðskjálfta- misgengi eigi eftir að koma í ljós við nánari könn- un. Eldgosasvœðin. Það er athyglisvert, að skjálfta- virkni er mjög lítil á mestum hluta íslensku eld- gosasvæðanna. Skjálftar verða raunar samfara eld- gosum, en þess á milli er yfirleitt rólegt. A nokkrum, fremur vel afmörkuðum svæðum innan gosbelt- anna eru skjálftar þó fremur tíðir og viðvarandi. Mest áberandi eru skjálftasvæðin undir Mýrdals- jökli og NV-hluta Vatnajökuls (mynd 1). Skjálftar á þessum svæðum geta náð stærðinni 5 á Richters- kvarða. Minni háttar skjálftasvæði eru við Þóris- jökul, Surtsey og á Torfajökulssvæðinu. Skjálftar á Kröflusvæði, sem sýndir eru á mynd 1, urðu allir JÖKULL 29. ÁR 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.