Jökull


Jökull - 01.12.1979, Side 94

Jökull - 01.12.1979, Side 94
eftir að umbrot hófust þar árið 1975. Fyrir þann tíma var skjálftavirkni lítil í Mývatnssveit. Skjálftavirkni undir Vatnajökli færðist mjög í aukanaárið 1974oghefurverið mikilsíðan. Flestir stærstu skjálftanna eiga upptök í nágrenni Bárð- arbungu. Jarðfræði á þessum slóðum er af skilj- anlegum ástæðum fremur illa þekkt. Gervitungla- myndir gefa þó vísbendingu um megineldstöðvar undir jöklinum og er líklegt að skjálftarnir séu í einhverju sambandi við þær. Skjálftar undir Mýrdalsjökli eiga flestir upptök undir suðurhluta jökulsins, að því er virðist á tveimur meira eða minna aðskildum svæðum. Annað svæðið er á þeim slóðum þar sem Kötlugos hafa brotist út síðustu aldirnar, hitt svæðið er undir SV-homi jökulsins. Á báðum svæðunum virðast skjálftaupptökin dreifast frá yfirborði og niður á 30 km dýpi. Athyglisvert er, að skjálftar undir Mýrdalsjökli eru árstíðabundnir. Mikill meirihluti skjálfta verður á síðari helmingi ársins. Ekki er ljóst af hverju þetta stafar, en helst koma til greina áhrif flóðkrafta, jökulfargs eða vatnsþrýstings í jarðskorpunni. Um 30 klst. áður en gos braust út á Fleimaey 1973 varð áköf hrina af litlum skjálftum undir eynni. Skjálftar fylgdu líka gosinu sjálfu og virtist skjálftavirknin haldast í hendur við gosefnafram- leiðsluna. Upptök skjálftanna voru á 15—25 km dýpi undir Fleimaey og verður að telja líklegt að á þessu dýpi hafi kvikan, sepi upp kom í gosinu, annað hvort orðið til eða verið geymd um lengri eða skemmri tíma. Sumarið og haustið 1975 varð vart við óeðlilega og vaxandi skjálftavirkni í megineldstöðinni á Kröflusvæði. Hinn 20. desember sama ár hófst þar áköf skjálftahrina með litlu eldgosi, landsigi og sprunguhreyfingum. Umbrot í þessari hrinu voru einkum á tveimur svæðum, Kröflusvæði annars vegar og Kelduhverfi og Axarfirði hins vegar. Hrinan stóð í tvo mánuði og langflestir skjálft- arnir, sem sýndir eru á þessum svæðum á mynd 1, urðu meðan hún stóð. Síðan hafa verið stöðugar jarðskorpuhreyfingar á Kröflusvæði. Skipst hafa á tímabil tiltölulega hægs landriss og stutt tímabil þegar land sígur hratt. Landrisið hefur verið túlkað sem afleiðing af kvikusöfnun á u.þ.b. 3 km dýpi í rótum eldstöðvarinnar. Þegar þrýstingur kvik- unnar nær ákveðnu marki, sem m.a. ræðst af spennuástandi í jarðskorpunni í kringum eldstöð- ina, opnast kvikunni leið út eftir Kröflusprungu- sveimnum til norðurs eða suðurs, þrýstingur í kvikuhólfinu fellur og landið sígur. Jafnframt gliðnar sprungusveimurinn og sígur um miðbikið. Landið sitt hvorum megin sprungusveimsins lyftist og skreppur saman. Þessar jarðskorpuhreyfingar og skjálftarnir sem þeim fylgja eru í samræmi við það að kvikan hlaupi lárétt út eftir sprungu- sveimnum og myndi lóðréttan gang. Hraði hlaupsins er mestur fyrst en síðan dregur úr hon- um eftir því sem gangurinn lengist. Dæmigerður hraði í byrjun hlaups er 0,5 m/s. Sá hluti sprungusveimsins sem hingað til hefur gliðnað er um 80 km langur, og heildargliðnunin á þessum hluta er víðast orðin 3—5 m. Talsverð skjálfta- virkni hefur fylgt umbrotunum en stærð skjálft- anna er þó ekki í samræmi við þær miklu sprunguhreyfingar, sem hafa átt sér stað. Innplötuskjálftar. Jarðskjálfta, sem eiga upptök utan landskjálftasvæðanna á Suður- og Norður- landi og eldgosabeltanna, mætti nefna innplötu- skjálfta (intraplate earthquakes). Slíkir skjálftar eru fremur fátíðir á Islandi, þó eru þeir þekktir, t.d. við landgrunnsbrúnina fyrir austan land. Best þekktir eru ef til vill Borgarfjarðarskjálftarnir vorið 1974. Skjálftarnir stóðu í meira en tvo mán- uði og náðu hámarki h. 12. júní með skjálfta af stærð 5,5. Meginupptakasvæði skjálftanna náði frá Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og u.þ.b. 25 km til austurs. Annað skjálftabelti hafði SV—NA stefnu og skar hið fyrra í miðju. Brotlausnir voru ákvarðaðar fyrir stærsta skjálftann og nokkra litla skjálfta á vestari hluta upptakasvæðisins. Þær sýna, að skjálftarnir urðu vegna siggengishreyf- inga, þ.e. vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. Yfirborðssprungur, sem mynduðust í jarðskjálft- unum, gefa vísbendingu um hið sama. Stefna minnstu þrýstispennu (eða mestu tektónísku tog- spennu) var VNV um miðbik skjálftasvæðisins, en snerist, þegar vestar dró, og var NNA nálægt vesturenda þess, þar sem það tengist gosbelti Snæfellsness. ÁGRIP UM L OFTSLA GSBRE YTINGA R Á ISLANDI Leifur A. Símonarson Raunvísindastofnun Háskólans Rannsóknir á íslenskum tertíerlögum sýna, að blágrýtislögin á vestan- og austanverðu landinu 92 JÖKULL 29. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.