Jökull - 01.12.1979, Síða 94
eftir að umbrot hófust þar árið 1975. Fyrir þann
tíma var skjálftavirkni lítil í Mývatnssveit.
Skjálftavirkni undir Vatnajökli færðist mjög í
aukanaárið 1974oghefurverið mikilsíðan. Flestir
stærstu skjálftanna eiga upptök í nágrenni Bárð-
arbungu. Jarðfræði á þessum slóðum er af skilj-
anlegum ástæðum fremur illa þekkt. Gervitungla-
myndir gefa þó vísbendingu um megineldstöðvar
undir jöklinum og er líklegt að skjálftarnir séu í
einhverju sambandi við þær.
Skjálftar undir Mýrdalsjökli eiga flestir upptök
undir suðurhluta jökulsins, að því er virðist á
tveimur meira eða minna aðskildum svæðum.
Annað svæðið er á þeim slóðum þar sem Kötlugos
hafa brotist út síðustu aldirnar, hitt svæðið er undir
SV-homi jökulsins. Á báðum svæðunum virðast
skjálftaupptökin dreifast frá yfirborði og niður á
30 km dýpi. Athyglisvert er, að skjálftar undir
Mýrdalsjökli eru árstíðabundnir. Mikill meirihluti
skjálfta verður á síðari helmingi ársins. Ekki er
ljóst af hverju þetta stafar, en helst koma til greina
áhrif flóðkrafta, jökulfargs eða vatnsþrýstings í
jarðskorpunni.
Um 30 klst. áður en gos braust út á Fleimaey
1973 varð áköf hrina af litlum skjálftum undir
eynni. Skjálftar fylgdu líka gosinu sjálfu og virtist
skjálftavirknin haldast í hendur við gosefnafram-
leiðsluna. Upptök skjálftanna voru á 15—25 km
dýpi undir Fleimaey og verður að telja líklegt að á
þessu dýpi hafi kvikan, sepi upp kom í gosinu,
annað hvort orðið til eða verið geymd um lengri
eða skemmri tíma.
Sumarið og haustið 1975 varð vart við óeðlilega
og vaxandi skjálftavirkni í megineldstöðinni á
Kröflusvæði. Hinn 20. desember sama ár hófst þar
áköf skjálftahrina með litlu eldgosi, landsigi og
sprunguhreyfingum. Umbrot í þessari hrinu voru
einkum á tveimur svæðum, Kröflusvæði annars
vegar og Kelduhverfi og Axarfirði hins vegar.
Hrinan stóð í tvo mánuði og langflestir skjálft-
arnir, sem sýndir eru á þessum svæðum á mynd 1,
urðu meðan hún stóð. Síðan hafa verið stöðugar
jarðskorpuhreyfingar á Kröflusvæði. Skipst hafa á
tímabil tiltölulega hægs landriss og stutt tímabil
þegar land sígur hratt. Landrisið hefur verið túlkað
sem afleiðing af kvikusöfnun á u.þ.b. 3 km dýpi í
rótum eldstöðvarinnar. Þegar þrýstingur kvik-
unnar nær ákveðnu marki, sem m.a. ræðst af
spennuástandi í jarðskorpunni í kringum eldstöð-
ina, opnast kvikunni leið út eftir Kröflusprungu-
sveimnum til norðurs eða suðurs, þrýstingur í
kvikuhólfinu fellur og landið sígur. Jafnframt
gliðnar sprungusveimurinn og sígur um miðbikið.
Landið sitt hvorum megin sprungusveimsins lyftist
og skreppur saman. Þessar jarðskorpuhreyfingar
og skjálftarnir sem þeim fylgja eru í samræmi við
það að kvikan hlaupi lárétt út eftir sprungu-
sveimnum og myndi lóðréttan gang. Hraði
hlaupsins er mestur fyrst en síðan dregur úr hon-
um eftir því sem gangurinn lengist. Dæmigerður
hraði í byrjun hlaups er 0,5 m/s. Sá hluti
sprungusveimsins sem hingað til hefur gliðnað er
um 80 km langur, og heildargliðnunin á þessum
hluta er víðast orðin 3—5 m. Talsverð skjálfta-
virkni hefur fylgt umbrotunum en stærð skjálft-
anna er þó ekki í samræmi við þær miklu
sprunguhreyfingar, sem hafa átt sér stað.
Innplötuskjálftar. Jarðskjálfta, sem eiga upptök
utan landskjálftasvæðanna á Suður- og Norður-
landi og eldgosabeltanna, mætti nefna innplötu-
skjálfta (intraplate earthquakes). Slíkir skjálftar
eru fremur fátíðir á Islandi, þó eru þeir þekktir, t.d.
við landgrunnsbrúnina fyrir austan land. Best
þekktir eru ef til vill Borgarfjarðarskjálftarnir
vorið 1974. Skjálftarnir stóðu í meira en tvo mán-
uði og náðu hámarki h. 12. júní með skjálfta af
stærð 5,5. Meginupptakasvæði skjálftanna náði frá
Sigmundarstöðum í Þverárhlíð og u.þ.b. 25 km til
austurs. Annað skjálftabelti hafði SV—NA stefnu
og skar hið fyrra í miðju. Brotlausnir voru
ákvarðaðar fyrir stærsta skjálftann og nokkra litla
skjálfta á vestari hluta upptakasvæðisins. Þær
sýna, að skjálftarnir urðu vegna siggengishreyf-
inga, þ.e. vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni.
Yfirborðssprungur, sem mynduðust í jarðskjálft-
unum, gefa vísbendingu um hið sama. Stefna
minnstu þrýstispennu (eða mestu tektónísku tog-
spennu) var VNV um miðbik skjálftasvæðisins, en
snerist, þegar vestar dró, og var NNA nálægt
vesturenda þess, þar sem það tengist gosbelti
Snæfellsness.
ÁGRIP
UM L OFTSLA GSBRE YTINGA R
Á ISLANDI
Leifur A. Símonarson
Raunvísindastofnun Háskólans
Rannsóknir á íslenskum tertíerlögum sýna, að
blágrýtislögin á vestan- og austanverðu landinu
92 JÖKULL 29. ÁR