Jökull


Jökull - 01.12.1979, Page 97

Jökull - 01.12.1979, Page 97
strikið en ekki langs eftir jarðlögunum til að komast stytstu leið frá hálendi til sjávar. Rennslisleiðir heita vatnsins djúpt í jörðu virðast mismunandi eftir gerð berggrunnsins og mælist vatnsleiðni gjarnan meiri í borholum á móbergssvæðum frá plíó-pleistósen en í tertíera berggrunninum (tafla 1). f tertíera hraunlagastaflanum eru vatnsæðar einkum taldar fylgja lóðréttum göngum og sprungum, en í minna mæli millilögum. f jarð- lagastaflanum, sem myndaðist eftir að jökulskeið gengu í garð, skiptast á hraunlög frá hlýskeiðum og móbergslög frá hinum fjölmörgu jökulskeiðum. Líklegt er talið að jafnframt rennslisleiðum eftir göngum og sprungum sé verulegt vatnsrennsli eftir láréttum vatnsleiðurum í bólstrabergi, í móbergs- myndunum og á lagmótum móbergs og hraunlaga (tafla 2). Vatnsmagnið á einstökum jarðhitasvæð- um er mjög mismunandi. Mesta rennslið úr ein- stökum hver er um 180 1/s af sjóðandi vatni úr Deildartunguhver. Laugar og hverir mynda oft þyrpingar, þar sem upprennslið stjórnast af göng- um eða sprungum. Eitt besta dæmið um slíkt er hveralinan milli Deildartungu- og Kleppjárns- reykja í Borgarfirði, en þar koma upp alls um 253 1/s. Mestallt vatnsmagnið kemur úr hverunum tveimur á endum línunnar. Heita vatnið á lág- hitasvæðunum er yfirleitt basískt með um 200—400 ppm af uppleystum efnum og hæft til neyslu (tafla 3). Volgar ölkeldur finnast einkum þar sem fornar megineldstöðvar eru djúpt rofnar. Helstir goshvera sem nú eru virkir á lághitasvæðum eru Arhver í Reykholtsdal i Borgarfirði og Ystihver í Reykjadal í S. Þingeyjarsýslu. Háhitasvæðin eru bundin við hin virku gosbelti landsins. Háhitasvæðin eru talin 22 og vitað um 3 möguleg háhitasvæði til viðbótar. Alls þekja há- hitasvæðin um 500 km2, þar af eru þrjú svæði um 100 km2 hvert. Flest háhitasvæðin eru 1 — 20 km2 að flatarmáli. Heildarvarmatap háhitasvæðanna er illa þekkt, en giskað hefur verið á 4000 MW. Heita vatnið á háhitasvæðunum er úrkoma, sem hitnar við að renna um heit jarðlög djúpt niðri í sprung- inni skorpu gosbeltanna og er hitagjafinn talinn sambland af varmaútstreymi plötumótanna og einstökum kvikuinnskotum, sem hreiðrað hafa um sig á litlu dýpi undir háhitasvæðunum. Kviku- hlaupin á Kröflusvæðinu eru nærtækt dæmi um kvikuvirkni í rótum háhitasvæðis. Þegar heita vatnið kemur upp undir yfirborð á háhitasvæð- unum tekur það gjarnan að sjóða. Við suðuna fara ýmsar gastegundir (koltvísýringur, brennisteins- vetni og vetni) út í grunnvatnið og gera það súrt. Þetta súra vatn leysir upp bergið í yfirborðslögum háhitasvæðisins og skapar, ásamt útfellingum úr heita vatninu, hið mikla litskrúð, sem einkennir háhitasvæðin (hvítir litir eru af völdum kísils, kalks og gips, — gulir litir á heitum blettum af völdum brennisteins, — grár litur á leirhverum af völdum pýríts og leirs — og rauðir, brúnir og grænir litir af völdum járnoxiða). Yfirleitt er jarðhitavökvinn á háhitasvæðunum ferskt vatn að uppruna, en þó er vökvinn sjór á Reykjanessvæðinu og að hluta í Svartsengi og er magn uppleystra efna þar margfalt á við venjulegt háhitavatn (tafla 3). Jarðlagastafl- inn á háhitasvæðunum er svipaður og sjá má berum augum í rofnum megineldstöðvum í berg- grunninum frá plíó-pleistósen, en þar skiptast á hraunlagabunkar frá hlýskeiðum, móbergshrúgur frá jökulskeiðum og mikill fjöldi ganga og bergeitla, sem troðist hafa inn í jarðlögin á litlu dýpi og hitað út frá sér. Vatnsleiðni á háhitasvæðunum er ákaf- lega mismunandi en hefur mælst hæst í Svartsengi (tafla 1). Hæstur hiti í borholu á háhitasvæði hefur mælst 346°C og mesta heildarrennsli úr einni holu 80 kg/s, en mesta gufumagn um 25 kg/s við þrýst- ing andrúmslofts. Goshverir eru virkir á þremur háhitasvæðum: Goshver (1918) á Reykjanesi; Grýla í Hveragerði og á Geysissvæðinu eru Strokk- ur og Geysir. Geysir sjálfur gýs sjaldan og þá aðeins með því að setja i hann sápu. Strokkur var endur- vakinn með borun niður í hveraskálina árið 1963. Jarðhiti er mjög mikilvæg orkulind á íslandi og lætur nærri að þriðjungur orkunotkunar þjóð- arinnar sé jarðhiti. Heita vatnið er einkum notað til húshitunar, og er um 70% húsrýmis á landinu hitað með jarðhita. Heildarafl hitaveitna á landinu er nú um 600 MWt, en langstærsta hitaveitan er Hita- veita Reykjavíkur með 450 MWt. Einkum er notað vatn frá lághitasvæðum til húshitunar, en Hita- veita Suðurnesja nýtir saltan jarðhitavökva á há- hitasvæðinu í Svartsengi. Jafnframt upphitun á fersku vatni til húshitunar er framleitt rafmagn með gufuhverfli í Svartsengi. Jarðgufa hefur lítið verið notuð til rafmagnsframleiðslu hérlendis vegna hins mikla vatnsafls, sem landið býr yfir. Gufurafstöð með 3 MWe uppsett afl var rekin i Bjarnarflagi 1968—1978, en þá varð að loka stöð- inni vegna eldsumbrota. Eldsumbrotin á Kröflu- svæðinu hafa haft veruleg áhrif á jarðhitakerfið þar og framleiðir Kröfluvirkjun aðeins um 6 MWe í stað þeirra 60 MWe, sem ráðgert er að stöðin framleiði. Mjög rtýstárleg hitaveita er í byggingu í Heimaey, en þar er hiti í hálfbráðnu hrauni, sem rann 1973, nýttur til að hita upp ferskt vatn til JÖKULL 29. ÁR 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.