Jökull - 01.12.1982, Page 131
Jöklarannsóknafélag íslands
Úr skýrslu formanns um starfsárið 26. febr. 1981 — 23. febr. 1982
Góðir félagar.
1 skýrslu minni fyrir starfsárið 80/81 lét ég í ljós
nokkra bjartsýni um framtíð félags okkar. Ég hefi
ekki ástæðu til að breyta þeirri skoðun nú, en hún
var aðallega byggð á vaxandi skilningi á þýðingu
jöklarannsókna fyrir virkjun vatnsorku á íslandi
og einnig á því, að tímarit okkar og Jarðfræðafé-
lagsins, Jökull, hafi mikilsverðu hlutverki að
gegna. Á fjárlögum fyrir 1982 voru veittar 50.000
kr. til útgáfu Jökuls, en 13.000 til Jöklarannsókna-
félagsins vegna jöklamælinga.
Árgangur 1980 afjökli kom út vorið 1981. Var í
því hefti meira af efni á íslensku með útdrætti á
ensku en verið hafði um alllangt skeið. Verður
svipað um það hefti Jökuls, árganginn 1981, sem
nú er í prentun og kemur út innan tíðar. Það er svo
um ýmislegt efni, sem í sjálfu sér er áhugavert og
hefur nokkurt vísindalegt gildi, að það hefur sér-
stakt erindi til íslenskra lesenda, en erlendum les-
endum er nægilegt að lesa enska útdrætti og
myndatexta. En meirihluti efnisins verður þó
afram af því tagi, að aðaltexti á ensku með útdrætti
a íslensku er mest við hæfi og raunar er þetta
skilyrði fyrir því, að ritið nái æskilegri dreifingu
erlendis. í því skyni að fjölga erlendum áskrifend-
um Jökuls samdi Leó Kristjánsson kynningarblöð-
ung á ensku, sem sendur hefur verið til ýmissa
háskóla og bókasafna erlendis. Er og að byrja að
sjást árangur af þessu kynningarstarfi, sem verður
haldið áfram. Leó er nú aðalritstjóri, en Helgi
Björnsson ber áfram höfuðábyrgð á því efni, er
varðar hans fræðasvið. Magnús Hallgrímsson sér
um íslenskt efni á íslensku með nokkurri aðstoð
formanns. Stjórnin hefur samþykkt, að árgjald
verði nú 150 kr., en þess skal jafnframt getið, að
stjórnin hefur ákveðið, að stjörnuberar félagsins fái
Jökul framvegis ókeypis. Er það lítill þakklætis-
vottur fyrir starf þeirra í þágu félagsins. Stjarna
jafngildir þarmeð nokkurnveginn heiðursfélaga-
skírteini.
SKÁLAMÁL
Ekki er um skálabyggingar eða skálaviðgerðir að
ræða á þessu ári, enda allir skálarnir í sæmilegu
ástandi og vart þörf á fleirum í bili. Af nýtingu að
dæma virðast skálarnir sem reistir hafa verið á
síðustu árum hafa komið í góðar þarfir, því aðsókn
er talsverð í þrjá þeirra, Kverkfjalla- og Esjufjalla-
skálana, og ekki síst í skálann að Kirkjubóli á
Langjökli, sem á vaxandi vinsældum að fagna.
Grendilsskálinn á og vonandi eftir að koma að
verulegu gagni, þegar menn átta sig á því hve
mikið austurhluti Vatnajökuls og nærlæg svæði
hafa upp á að bjóða.
BÍLAMÁL
Larartækjaskortur er enn sem fyrr áhyggjuefni,
þar eð aðeins bombardierinn getur nú talist
ferðafær.
LRÆÐSLUFERÐIR
Fræðsluferðir urðu ei aðrar á árinu en hin venju-
lega haustferð í Jökulheima og virðist sýnt, að ef
ekkert sérstakt kemur upp verði erfitt að keppa við
ferðafélögin og aðra aðila um sumarferðir og e.t.v.
ráð að einbeita sér í bili heldur að því að fá sem
flesta í haustferðina í Jökulheima.
FUNDARHÖLD
Stjórnarfundir voru að vanda nokkrir á árinu, en
félagsfundir fjórir. Á aðalfundi félagsins að Hótel
Heklu þ. 26. febrúar fjallaði Helgi Björnsson um
íssjármælingar á Tungnárjökli og á jöklum í
Tarfala í sænska Lapplandi, en um mælingar á
sænsku jöklunum hefur hann nú birt merka ritgerð
í sænsku tímariti. Magnús Hallgrímsson sýndi
myndir úr ferð til Indonesíu.
Tveir fræðslufundir voru haldnir á Hótel Heklu
og sóttu báða um 90 manns. Á fundinum 14. maí
flutti formaður erindi með myndum um ýmis
frostfyrirbæri og brugðið var upp myndum af
JÖKULL 32. ÁR 127