Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 31. okt.–3. nóv. 2014 85. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ann hann henni enn?! Stuðmaður í stuði n Það fór vel á með þeim Jakobi Frímanni Magnússyni, Stuð- manni, og Páli Magnússyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, á veitingahúsinu Kopar í vikunni. Jakob Frímann, sem er annálað- ur sögumaður, lék greinilega við hvern sinn fingur í tilþrifamik- illi frásögn sinni yfir forréttinum, því viðstaddir veittu því athygli að Páll veltist um af hlátri. Yfir aðalréttinum tók útvarpsstjórinn fyrrverandi yfir og ræddu þeir fé- lagar stöðu fjölmiðla á Íslandi af miklum móð. Heiðar snýr aftur n Landsliðsmaðurinn fyrrver- andi, Heiðar Helguson, mun reima á sig skóna á ný þegar hann leikur með liði Kjarn- ans í árlegu knattspyrnumóti fjölmiðla á laugardag. Dalvík- ingurinn, sem er fyrrverandi íþróttamaður ársins og á 15 ára atvinnumannaferil að baki, hef- ur reyndar ekki mikið verið að reyna fyrir sér sem rannsóknar- blaðamaður hjá vefmiðlinum spræka. Kjarninn titlar Heiðar sem „ráðgjafi“ í tilefni móts- ins og er því gjaldgengur. Miðl- arnir mega reyndar tefla fram lánsmönnum að því gefnu að þeir leiki ekki í efstu tveimur deildum neins lands í Evrópu. Ekki er vitað til þess að nokkru liði hafi tekist að krækja í Eið Smára sem enn er án liðs. Grísalappalísa reynir við Stuðmenn n Enn af Stuðmönnum. Hljóm- sveitin Grísalappalísa sendi frá sér glænýja ábreiðu á gömlu lagi Stuðmanna í vikunni. Lagið Strax í dag hefur nú þegar vakið nokkra athygli og þykir ákaflega vel lukk- að. Lagið ku vera forsmekkur nýrrar sjö tomma vínylplötu, með endur- gerð á lögum Stuðmanna, sem að vonum mun koma út f yrir jól. Grísalappalísa hefur fengið tónlist- arkonuna Steinunni Harðardóttur, Dj Flugvél og geimskip til liðs við sig en hún mun einnig koma til með að spila með sveitinni á plötunni tilvonandi. Mörgum þykir þau ekki ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hljómsveitin tekst á við þekkt- ar dægurperlur. Þess er skemmst að minnast að í fyrra komu út endurgerðir tveggja laga Megasar. ILMURINN …úr eldhúsinu er svo lokkandi! Bayonne-skinkan úr Iceland er tilvalin til að taka smá forskot á sæluna og töfra fram máltíð að hætti mömmu. PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 43 83 7 V er ð b ir t m eð fy ri rv ar a u m p re n tv ill u r og g ild ir á m eð an b ir gð ir e n d as t. OG ALLT HITT FYRIR ÓGLEYMANLEGA MÁLTÍÐ Coca Cola 4x2 l Bökunarkartöflur Súkkulaðikaka 450 g OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA 228 kr.kg BAYONNE-SKINKA ALI 1248 kr. kg 998 kr. 3998 kr. Skelflettur humar 800 g Carte D́ Or ís 900 ml – vanillu/súkkulaði 598 kr.stk.498 kr. Rósakál 900 g 298kr. Úrval er breytilegt eftir verslunum. Allar vörurnar fást í Iceland, Engihjalla. Karlarnir ekki eins virkir og konurnar n Karlakvöld og umræðuvettvangur n Eiga ekki roð í Landssamband framsóknarkvenna E igum við að skella okkur á karlakvöldið?“ Þannig spurði Gunnar Bragi Sveinsson, nú- verandi utanríkisráðherra, í smáskilaboðum til Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar forsætisráð- herra árið 2011 að því er fram kem- ur í gögnum sem láku á netið eftir tölvuárásina á Vodafone í fyrra. Þetta virðist þó ekki vera eina dæmið um samheldni karla í Fram- sóknarflokknum. Á Facebook er að finna sérstakan umræðuvett- vang fyrir framsóknarkarla. Á með- al þeirra sem tilheyra hópnum eru Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, og Jón Ingi Gíslason, fyrrverandi for- maður Framsóknarfélags Reykja- víkur. Sigurður Hannesson, ráðgjafi Sigmundar Davíðs og formaður sér- fræðingahóps um höfuðstólslækk- un verðtryggðra húsnæðislána, er einnig meðlimur í hópnum. Að- spurður segist Sigurður lítið stunda Facebook og hafa gleymt karlahópn- um. „Skoðaði hann rétt í þessu til að sjá hvað væri þar að finna. Þar eru þrjár færslur árið 2012 (fyrir utan stofnun síðunnar) og svo ein færsla 2014. Fleiri eru færslurnar ekki. Mér sýnist vera samtals eitt comment við þessar fjórar færslur. Þetta geta því vart talist virkar umræður. Vona að þetta svari spurningum þín- um,“ skrifar Sigurður í tölvupósti til blaðamanns. Af orðum hans að dæma á karla- klúbburinn í Framsókn ekki roð í Landssamband framsóknarkvenna, sem starfað hefur af krafti allt frá ár- inu 1981. n johannp@dv.is Kraftmiklir karlar Athygli vakti þegar boðið var upp á glímusýningu á flokksstjórnarfundi Framsóknarflokksins fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.