Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 37
Neytendur 37Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014
Hollráð fyrir Heimilissaltið
n Fjarlægðu ryð, kældu drykkinn, losaðu stíflur, láttu blettina hverfa og bættu kaffið
Vínkælir og kaffisnilld
n Snöggkældu drykkinn Til að snögg-
kæla vín, bjór, gosdrykki eða
hvers konar drykki þá
er frábært ráð að
koma flöskunni/
dósinni fyrir í
fati eða stórri
skál. Settu
vatn, og
hressilegt
magn af
ísmolum í
skálina og vel
af salti með.
Hrærðu aðeins
í og láttu sitja í 10–15
mínútur. Hlandvolgur drykkurinn
verður ískaldur á örskotsstundu.
n Fáðu meira úr kaffinu Ef þú ert opin/n
fyrir því að poppa upp kaffið þitt þá má
gera það með því að setja klípu af salti
neðst í hólfið þar sem þú setur kaffipokann
í kaffivélina þína. Það þykir mörgum bæta
bragðið auk þess sem það getur dregið úr
súr í kaffibragðinu ef þurfa þykir. Annað
gott ráð er að bæta
smá klípu af salti út
í kaffi sem hefur
staðið lengi á
hellu kaffivélar-
innar. Prófaðu
smá salt til að
fríska upp á
bragðið áður en
þú hellir og sóar
hálfri könnu af kaffi.
n Spartlaðu í veggina Til að spartla í lítil
naglagöt og hárfínar sprungur í pússningu
eða viðarveggklæðningu blandaðu saman
og búðu til mauk úr tveimur matskeiðum
af salti, tveimur matskeiðum af kornsterkju
og um 4–5 teskeiðum af vatni þar til úr
verður þykkt mauk. Spartlaðu í götin og
láttu þorna, pússaðu yfir ef þarf og málaðu
svo yfir.
n Láttu illgresið
hverfa Það er sífelld-
ur höfuðverkur að
berjast við illgresi
sem gægist upp um
allar rifur á stéttum,
innkeyrslum og víðar.
Prófaðu að sjóða um
200 grömm af salti í hálf-
um lítra af vatni og helltu beint á illgresið til
að drepa það. Önnur leið er að strá saltinu
bara beint á illgresið og grasið sem leitar
upp á milli hellusteina og víðar.
n Losaðu stíflur Niðurföll
í sturtum og baðkerum
stíflast með tímanum.
Ekki kaupa hættulega
og dýra stíflueyða fyrr
en þú hefur prófað
að blanda saman 250
grömmum af salti, 35
grömmum af matarsóda og
100 millilítrum af ediki og hella í niðurfall-
ið. Láttu það standa í 10 mínútur, helltu
svo tveimur lítrum af sjóðandi vatni á eftir
því og skrúfaðu loks frá kranunum og láttu
renna um stund þar til flæðið er orðið óheft.
Hreinsaðu loftið
n Taktu táfýluna úr umferð
Striga- og íþrótta-
skór geta orðið
daunillir. Þú
getur dregið
verulega úr
táfýlu og
raka með
því að strá
reglulega
smávegis af
salti í skóna.
n Fiskilykt af
fingrunum Ef þú hefur verið
að meðhöndla fisk og kannt illa
við slorlyktina af
fingrunum þá er
gott ráð að skera
einn bát af
sítrónu, dýfa
sneiðinni í
salt og nudda
á hendurnar.
Skolið svo burt
með vatni.
n Ferskleiki í
andrúmsloftinu
Skerðu appel-
sínu í tvennt,
fjarlægðu
aldinkjötið
og notaðu
börkinn sem
skál sem þú
fyllir af salti.
Þetta gefur þægi-
lega og góða lykt í
herbergið.
n Hreinsaðu lykt úr skurðbrettinu Hvít-
laukur og fleira getur skilið eftir sterka lykt
í viðarskurðbrettum.
Til að losna við
lykt er gott ráð
að hella ríflegu
magni af salti
beint á brettið
og nudda það
létt með rök-
um klút. Skolið
síðan með
heitu sápuvatni.
Vellíðan
n Mýktu sáran háls Ef þú finnur fyrir
vægum óþægindum í hálsi þá þykir gott
ráð að skola hálsinn nokkrum
sinnum á dag með
vægri saltvatns-
blöndu. Settu
1/4 teskeið
af salti út
í hálfan
bolla af
heitu vatni
og láttu
vatnið korra
(e. gargle)
aftarlega í
hálsinum án þess
þó að kyngja. Hvíldu þig á hálsbrjóst-
sykrinum og reyndu
þetta ráð sem
læknar mæla
með.
n Mjúkir
fætur Það er
afslappandi
og ljúft að fara
í gott fótabað.
Fylltu bala eða
annað sambærilegt ílát með heitu vatni,
blandaðu 50 grömmum af salti og 30
grömmum af matarsóda út í og laugaðu
fæturna í korter eða svo. Sykursjúkir eða
fólk með lélega blóðrás ætti að ráðfæra sig
við lækni áður en þetta er prófað.
n Mýkri húð í baði
Þú þarft ekki að
kaupa sérstök
baðsölt með
ágengum
ilmefn-
um til
að njóta
þín í
baði.
Settu
einn
bolla af
salti út í
baðvatnið og
láttu fara vel um
þig. Þú finnur að húð þín verður bersýni-
lega mýkri. Ef þú vilt gera vel við þig getur
þú splæst í sjávarsalt.
Gæði fara aldrei úr tísku