Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 28
28 Umræða Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014
Indefence? It depends Umsjón: Henry Þór Baldursson
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV í vikunni
„Þetta er hverju
orði sannara hjá
Evu. Lögreglan
fær falleinkunn fyrir
alla þætti skýrslunnar:
Persónunjósnir,
nafnbirtingar,
leyndarhyggju, klaufaskap
við að afmá nöfn, þrjósku
við upplýsingaskyldu og
einbeittan brotavilja í
þessu öllu saman,“
segir Jón M. Ívarsson og tekur
undir með Evu Hauksdóttur,
sem segir lögreglunni ekki
treystandi fyrir því að fara með
persónuupplýsingar.
„Þórarinn
telur þú að ef
manneskja
skammast sín ekki fyrir
líkama sinn þá sé allt í lagi
að birta nektarmyndir af
henni á netinu án samráðs
við hana?“
spyr Eva Hauksdóttir í fjör-
ugum samræðum undir frétt
DV þess efnis að lögreglan
hafi birt kennitölur 75 einstaklinga af
gáleysi. Netverjar eru ekki á eitt sáttir
um það hvort lögreglan hafi brotið
gegn rétti þessara 75 einstaklinga til
friðhelgi einkalífs. Spurði Þórarinn
Friðriksson hvort fólkið sem nefnt er
á nafn í skýrslunni hefði eitthvað að
fela.
„Þetta kemur
ekki á óvart … Allt
breyttist, þegar
Reynir kom til Strætó … Svo
þora vagnstjórar ekki að
koma nokkurs staðar fram
undir nafni …“
segir Ingunn Guðnadóttir. DV
greindi frá því á dögunum
að óánægja ríkti með Reyni
Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó bs.,
meðal vagnstjóra fyrirtækisins.
„Ég keypti
yfirleitt þetta
kex á heimilið
en hætti því þegar þessi
nýja vél var tekin í notkun,
ég sendi þeim kvörtun
um þetta fyrir mörgum
mánuðum að kexið nái varla
að tolla saman vegna of
lítis krems, en þeir hunsuðu
kvörtuna sem var send inn
með mynd, sennilega var
samdráttur í sölu sem vakti
þá til umhugsunar en ég veit
um fullt af fólki sem hætti
að kaupa þetta, vonandi
hlusta þeir oftar og fyrr á
neytendur.“
Þetta segir Jón Halldór
Gretarsson, en kexverksmiðjan
Frón hefur átt í vandræð-
um með kremvél sem útdeilir kexi á
kremkex.
„Þessi dómur er
Hæstarétti til
skammar,“
segir Ragnhildur Pála, en DV
greindi frá því á þriðjudag að
íslensk kona þyrfti að afhenda
börnin sín barnsföður hennar innan
tveggja mánaða samkvæmt dómi
Hæstaréttar Íslands.
20
19
14
6
5
Einkennisklæddir
stjórnleysingjar
M
ér var nokkuð brugðið
þegar ég byrjaði að lesa
af handahófi Samantekt
á skipulagi lögreglu við
mótmælin 2008 til 2011.
Ég gerði eins og flestir sem hafa
komist í skýrsluna, leitaði að nafninu
mínu, og það kom rosalega oft fyrir,
eða 18 sinnum. Las það sem um mig
var skrifað og fékk það staðfest að
lögreglan fylgist með því sem ég geri
á internetinu, hverju ég deili og hvað
ég skrifa og dregur rangar ályktan-
ir af því. Þessi skýrsla er því mið-
ur brimfull af slúðri og getgátum,
sem er alvarlegt mál, því langflest-
ir landsmenn treysta lögreglunni til
að vera heiðarleg. Ég komst að því
svart á hvítu að lögreglan dregur fólk
í dilka og fordæmir alla þá sem eru
ekki „venjulegir“ eins og þeir skil-
greina þá sem þeim þóknast. Þeir
sem eru skilgreindir sem óþægileg-
ir mótmælendur eru handteknir án
annarrar skilgreindrar ástæðu en
vegna útlits eða stjórnmálaskoðana.
Það að vera skilgreindur sem anar-
kisti í dag er sennilega svipað og að
vera skilgreindur sem kommúnisti
á sínum tíma. Bara það að vera skil-
greindur sem virkur mótmælandi og
eða anarkisti virðist réttlæta að lög-
reglan tekur úr sambandi öll borg-
araleg réttindi þeirra samkvæmt því
sem kemur fram í slúðurriti Geirs
Jóns, þá kemur líka fram að fólk get-
ur hvenær sem er átt von á því að
vera tekið úr umferð, og með ferð-
um og athöfnum þeirra sem merkt-
ir hafa verið af lögreglunni, fylgst án
nokkurra heimilda eða rökstudds
gruns.
„Skýrslan“ fjallar um mótmæli
2008 til 2011 og Hells Angels-
veislu!
Þau okkar sem höfum fengið að
upplifa lygar lögreglu í fjölmiðlum
um persónunjósnir á tímum mót-
mæla í tengslum við Kárahnjúka
þekkjum það hvernig það er að búa
í lögregluríki, og vera hundelt út
af getgátum um hugsanlega stór-
hættuleg brot eins og til dæmis að
hengja upp mótmælaborða. Enn er
gengið lengra samanber það sem
kemur fram í þessu plaggi og grunn-
stoðum réttarríkisins er verulega
ógnað því lögreglan ákvað að það
væri allt í lagi að setja inn í dómsal,
óeinkennisklædda lögreglumenn í
máli sem tengdist lögreglunni beint
og meira að segja inni í Alþingis-
húsi voru flugumenn lögreglunnar
þann 8. desember 2010. Um hverja
var verið að njósna þá? Þingmenn,
kjörna fulltrúa og í hvers umboði?
Yfirstjórn Alþingis hlýtur að þurfa
að svara fyrir það. Geir Jón ákveð-
ur síðan að spyrða saman alls kon-
ar mótmæli gegn spillingu og svik-
um við veislu hjá Hells Angels, með
því að hafa í skýrslunni heilan kafla
um hugsanlega fjölmenna veislu
hjá þeim: „Atvikalýsing: Lögreglan
bjó sig undir mjög fjölmenna veislu
Fáfnismanna, enda væru þeir að
tengjast Hells Angels og búist var
við að um 100 manns myndu sækja
fagnaðinn og þá um 40 HA meðlim-
ir erlendis frá.“
Vegið að æru manna
Í skýrslunni eru aðdróttanir um
geðræn vandamál ungmenna, ung-
lingur er hundeltur út af því að ein-
hver strákur í Metallica-bol sást
henda mandarínu í þinghúsið,
eldvörpukaflinn og fiðurfé koma við
sögu en það sem er langalvarlegast
í þessu plaggi er að þarna er skrifað
mjög frjálslega um sannleikann og
hálfkveðnar vísur eru látnar standa
sem kristallast einna helst í atvika-
lýsingum á handtökum, þar er til
dæmis fjallað um fjöldahandtöku
og vísað í ákæru sem engum hefur
verið birt og saklausu fólki sleppt án
þess að haft sé fyrir því að hreinsa
mannorð þeirra, því ljóst er að flestir
mótmælendur fengu engar ákærur
því brot þeirra voru engin. Lokaorð
skýrsluhöfundar hefðu átt að nægja
til að setja skýrsluna í tætarann í
stað þess að láta hana standa sem
eitthvert plagg sem vert væri að taka
mark á: „Trúlega hefði mátti leggj-
ast í mun meiri rannsóknarvinnu
við gerð skýrslunnar. Fyrst og fremst
var byggt á gögnum/skráningum úr
lögreglukerfinu, þar sem dagbók var
skrifuð fyrir hvern dag varðaði þau
mótmæli sem hér eru til umfjöllun-
ar frá árinu 2008 til loka árs 2011.
Því miður reyndist í sumum tilvik-
um lítið skráð um einstök tilvik, en
það hjálpaði mikið til að skýrsluhöf-
undur kom sjálfur að flestum mót-
mælanna.“
Margir velta fyrir sér af hverju
þessi skýrsla var gerð, mér finnst
sennilegast að þarna sé verið að
reyna að réttlæta enn frekari njósn-
ir um almenna borgara sem styggt
hafa valdhafa með því að sýna í
verki að þeim sé misboðið hvern-
ig landinu er stýrt. Að spyrða mót-
mælendur, sem mjög oft eru kall-
aðir anarkistar í skýrslunni, við
glæpagengi er augljós tilraun til
þess. Lögreglan reyndi mikið á síð-
asta kjörtímabili að fá lagaheimild-
ir til að stunda forvirkar rannsóknir,
þ.e.a.s. forvirkar njósnir út af mögu-
legum brotum, eins og til dæmis
að skipuleggja mótmæli eða mæta
á mótmæli. Að mér setur óhug að
þetta sama fólk er að fá sjálfvirkar
hríðskotabyssur í bílana sína og
að ekkert innra eftirlit óháðra sé
viðhaft í tengslum við verk lögreglu-
manna. Ég hef og mun halda áfram
að beita mér fyrir því að óháðu
innra eftirliti verði komið á. Því án
þess virðist innra anarkí ríkja hjá
lögreglu Íslands. n
„Um hverja var ver-
ið að njósna þá?
Þingmenn, kjörna fulltrúa
og í hvers umboði?
Birgitta Jónsdóttir
þingmaður Pírata
Kjallari