Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Skrýtið Sakamál 41 n Barbara Mullenix var stungin 52 sinnum af dóttur sinni og elskhuga hennar B arbara Mullenix var stungin alls 52 sinnum, sett í pappakassa og síðan hent í höfnina í Newport Beach í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Kassinn grotnaði hratt í vatninu sem varð til þess að líkið var svo rotnað og lemstrað þegar það fannst að rannsóknarlögregla varð að notast við raðnúmerið á brjóstapúðunum hennar til þess að bera kennsl á hana – líkt og í atriði úr sjónvarpsþáttunum CSI: Crime Scene Investigation. Þessi tenging við CSI átti eftir að reynast kald- hæðnisleg því fórnarlambið, hin 56 ára Barbara Mullenix, hafði einmitt leikið nokkur aukahlutverk í um- ræddum sjónvarpsþætti. Hún hafði flutt til Kaliforníu til þess að elt- ast við Hollywood-drauminn um frægð og frama, en lífi hennar lauk þess í stað með hrottafengnum hætti í september 2006. Stormasamt samband við fyrrverandi Þegar lögreglan fór að heimili Bar- böru eftir að hafa komist að því hver hún væri sáu þau greinileg ummerki um átök. Rúmgrindin var brotin og blóðslettur voru á veggj- um. Dýnan hafði verið fjarlægð enda að öllum líkindum gegndrepa af blóði. „Það var augljóst að ein- hver hafði reynt að þrífa herbergið,“ sagði Steve Mack rannsóknarlög- regluþjónn í málinu. Sú stað- reynd að Barbara hafði verið myrt á heimili sínu og með jafn mikilli grimmd gaf til kynna að hún þekkti morðingja sinn. Að fyrstu beindist rannsóknin að fyrrverandi eigin- manni hennar, Bruce Mullenix. Þó svo að hjónin væru skilin bjuggu þau saman í lítilli íbúð ásamt 17 ára dóttur þeirra, Rachael. Í yfirheyrsl- um hjá lögreglu viðurkenndi Bruce að hafa átt í stormasömu sambandi við fyrrverandi eiginkonu sína. Þau rifust oft um peninga, áfengi og framfærslueyri fyrir framan dóttur sína. En Bruce reyndist hins vegar vera með skothelda fjarvistar- sönnun og því beindi lögregla næst sjónum sínum að Rachael. Sagði kærastann einan að verki Rachael hafði verið í tygjum við Ian Allen, 21 árs, í óþökk móður sinn- ar. Barbara gekk meira að segja svo langt að reyna að fá nálgunarbann á Ian, en það gerði unga parið bara enn staðfastara í því að halda sam- bandi sínu áfram. Rachael og Ian hurfu eftir að lík Barböru fannst en í tölvu Ians sá lögregla að hann hafði nýlega prentað út kort af leiðinni til Tampa í Flórída. Einnig sá hún að krítarkort Barböru hafði verið not- að til þess að taka út þrjú hund- ruð dollara á bensínstöð í Sulph- ur, Louisiana. Lögregla lét því setja upp vegartálma, náði parinu á leið sinni austur og handtók. Rachael hélt því staðfastlega fram að Ian hefði drepið móð- ur hennar og síðan rænt sér. Það sem kom lögreglunni á óvart var að Ian gekkst við sögu Rachael og sagðist hafa verið einn að verki. Þessi saga þótti afar ótrúverð- ug þar sem Rachael og Ian sáust í ástaratlotum á öryggismynda- vél á áðurnefndri bensínstöð. Þá komst réttarmeinafræðingur að því að þrír hnífar hefðu verið notað- ir í árásina; vasahnífur, smjörhníf- ur sem varð eftir í höfuðkúpu Bar- böru og þriðji hnífurinn sem fannst aldrei. Meinafræðingurinn sagði fyrir dómi að líklega hefðu árásar- mennirnir verið tveir því hnífun- um var beitt með mismiklu afli og frá mismunandi sjónarhornum. Þá fundust lífsýni frá Rachael á svampinum sem notaður var við að þrífa upp blóð móður hennar. Rachael og Ian fengu bæði 25 ára, eða lífstíðardóm, árið 2008. Rachael hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu. n Sautján ára morðkvendi „Það var augljóst að einhver hafði reynt að þrífa herbergið. Kærastinn játaði sök Ian Allen segist hafa verið einn að verki. Leidd í réttarsal Rachael Mullenix hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu. Mæðgur Rachael og Barbara Mullenix.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.