Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Blekhylki.is Við seljum ódýra tónera og blekhylki Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150 T veggja sólarhringa verkfall hjá flæðisviði og aðgerðasviði Landspítala hefst á miðnætti aðfaranótt næsta mánudags. Undir flæðisviði er bráðamóttaka Landspítalans. Að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, fram- kvæmdastjóra flæðisviðs, má búast við röskun á starfsemi sökum verk- fallsins. „Öll bráðaþjónusta verður tryggð. Það verður unnið samkvæmt verkfallslistum og með lágmarks- mönnun,“ segir hún. Læknar áttu stuttan fund með við- semjendum sínum í gær, fimmtudag, og hefur sá næsti verið boðaður eftir hádegi á mánudag. Að sögn Þorbjörns Jónssonar, formanns Læknafélags Ís- lands, hefur ekki þokast í samkomu- lagsátt. Aðspurður hvort læknar hafi átt von á að svo hægt myndi ganga að semja þrátt fyrir að verkfall væri skoll- ið á segir hann þá einfaldlega ekki hafa vitað við hverju var að búast. „Verkfallsloturnar ná yfir sjö vikur því við vissum ekki við hverju væri að bú- ast.“ Að sögn hans snúa meginkröfur lækna að launamálum. „Stærstu mál- in, að okkar mati, hafa ekki mikið ver- ið til umfjöllunar og menn hafa ekki nálgast lausn.“ n dagny@dv.is Líkur á verkfalli á bráðamóttöku Samkomulag ekki í sjónmáli í kjaradeilu lækna Verkfall Bráðaþjónusta verður tryggð. Stundar vændi á pabbahelgum n Íslensk móðir er ekki hrædd við afskipti lögreglu n Munnmök og samfarir kosta 30 þúsund kr. Í slensk móðir á fimmtugsaldri stundar vændi í Reykjavík til þess að framfæra sjálfri sér og syni sín- um. Vændið stundar hún heima hjá sér þegar sonur hennar er hjá pabba sínum. Móðirin segist ekkert óttast af- skipti lögreglu enda sé hún ekki að gera neitt ólöglegt. Hún hefur rétt fyrir sér enda eru viðskiptavinir hennar þeir einu sem eru að brjóta 206. grein almennra hegningarlaga. Í greininni kemur fram að hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Vændið auglýsir konan á vef sem heldur utan um „fylgdarkonur“ í Reykjavík en auk hennar er fjöldi kvenna sem auglýsa þjónustu sína á höfuðborgarsvæðinu en með aug- lýsingunum fylgja númer þeirra. Þá segir á vefsíðunni að rauða hverfið í Reykjavík sé á horni Laugavegar og Frakkastígs. Starfa víðs vegar um borgina DV hafði samband við nokkr- ar vændiskonur sem virtust starfa í hinum ýmsu hverfum Reykjavík- ur, meðal annars í miðborginni. Einhverjar vændiskonur virtust þó starfa í sama húsi í Breiðholtinu. Blaðamanni var ítrekað vísað á sama heimilisfangið þar, af mismunandi konum. Verðið á munnmökum og samför- um virðist nokkurn veginn það sama hjá flestum af þeim erlendu vænd- iskonum sem DV hafði samband við en sú íslenska sló þeim reyndar við í verði og var um 10 þúsund krón- um ódýrari. Þannig kostuðu munn- mök og samfarir 30 þúsund krónur á klukkutímann hjá íslensku móður- inni en um 40 þúsund krónur hjá er- lendum starfssystrum hennar á höf- uðborgarsvæðinu. Þá taka þær allar aukagjald ef ósk- að er eftir einhverju meira en munn- mökum og samförum. Íslenska konan býður til að mynda upp á endaþarmsmök og er það fimm þús- und króna aukagjald sem þá er lagt ofan á þær 30 þúsund krónur sem hún tekur fyrir klukkutímann. Ekki hrædd við lögguna „Ég á son sem býr til skiptis hjá mér og pabba sínum og ég er eingöngu í þessu þegar að sonur minn er hjá pabba sínum. Starfsemin er því í lágmarki. Lögreglan hefur aðallega áhuga á starfsemi þar sem hún grun- ar að sé verið að stunda mansal. Að þetta sé skipulögð vændisstarfsemi þar sem einhver þriðji aðili er að hagnast. Það er það sem þeir leggja áherslu á að fylgjast með,“ segir kon- an og bætir við að það sé af þessum ástæðum sem hún sé ekki hrædd við að auglýsa símanúmerið sitt á vefn- um. „Þó að símanúmerið mitt sé þarna, og þeir hafa vafalaust séð það, þá eru þetta bara örfáir dagar í mánuði þannig að þó að þeir hafi fylgst með húsinu mínu þá geta þeir ekki hafa séð neitt því þetta er bara ósköp venjulegt íbúðarhús. Síma- númerið mitt er búið að vera þarna í tvö ár og enginn hefur lent í yfir- heyrslu. Ég hef enga ástæðu til að gruna að ein- hver sé að fylgj- ast með mér.“ Tekið skal fram að blaða- maður kynnti sig ekki sem slíkan í sam- tölum hans við vændiskonur í Reykjavík. Það var gert til þess að fá innsýn inn í vændis- starfsemina á Íslandi og líf þeirra sem hana stunda. Nöfn og persónulegar upplýsingar hafa verið fjarlægðar og tekin var sú ákvörðun að nefna ekki lén vefsíð- unnar. DV hefur að undanförnu fjallað mikið um vændi á Íslandi. Í síðasta helgar- blaði var ítarleg umfjöllun um þann skort á úrræðum sem til staðar er fyrir fólk sem stundar vændi og að ekkert athvarf er fyrir fólk sem hefur verið selt mansali. n Atli Már Gylfason atli@dv.is Óhrædd við lögregluna Konan segist ekki vera að gera neitt ólöglegt enda er það aðeins refsivert að kaupa vændi. Ekkert „photoshop“ Konan segist ekkert hafa átt við myndirnar sem hún birtir af sér á netinu. 30–40 þúsund fyrir klukkutímann Hægt er að fá alls kyns aukaþjónustu en það er þá lagt ofan á upprunalega verðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.