Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201440 Skrýtið Á landamærum Argentínu og Brasilíu eru einir mikil- fenglegustu fossar verald- ar. Iguazu-fljót fellur nið- ur af hásléttu og myndar hina gríðarlega stóru Iguazu-fossa, sem eru einn vinsælasti ferða- mannastaður Suður-Ameríku og á heimsminjaskrá UNESCO. Svæð- ið, sem er í raun stór þjóðgarð- ur, er þakið frumskógi þar sem fjölmargar dýrategundir búa. Ein þeirra er coati, furðulegt spendýr skylt þvottabjörnum sem er á stærð við stóran heimiliskött. Allir sem hafa ferðast til Igu- azu kannast við þessi dýr því þau eru einstaklega uppivöðslusöm á göngustígunum við fossana. Coati stundar víðtæk rán á matvælum gestanna. Dýrið er einstaklega ófeimið við menn og á það jafnvel til að hrifsa matarbita úr höndum fólks. Það rótar líka í ruslatunnum og dreifir rusli út um þjóðgarðinn. Ferðamenn eru beðnir um að skilja ekki eftir rusl á nestissvæðum því dýrið tætir það í sundur og skilur eftir sig sviðna jörð. Reynslusögur Í þjóðgarðinum eru mjög víða skilti þar sem ferðamenn eru sérstaklega varaðir við dýrinu og þeir beðn- ir um að hyggja vel að matvæl- um sínum. Það er fróðlegt að lesa reynslusögur á ferðamannavefnum Tripadvisor. Notandinn „Gypsystravels“ skrifar eftirfarandi sögu með fyr- irsögninni „Þjófar Iguazu-fossa“: „Coati eru réttilega nefndir þjóf- ar Iguazu. Það var allt morandi af þeim þegar við ferðuðumst þang- að, sérstaklega í kringum nestis- svæði og skyndibitastaði í garðin- um. Síðast þegar við fórum sáum við einn af þessum gaurum fremja glæp. Við fylgdumst með einum coati elta uppi litla stúlku sem hélt á kexpakka. Hann beið eftir réttu tækifæri og greip það. Dýrið hélt á brott með kexið og barnið var mjög ósátt.“ Ekki eintómt gamanmál Starfsfólk þjóðgarðsins reynir að koma í veg fyrir að dýrin í garðin- um éti mat frá ferðamönnum. Það er stranglega bannað að gefa dýr- unum. Það hæfir ekki vistkerf- inu á staðnum, né meltingarfær- um dýranna að þau éti ruslfæði frá mönnum. Rannsóknir hafa sýnt að margir coati þjást af ýmsum heilsu- kvillum á borð við offitu, sykursýki og æðasjúkdómum vegna ruslfæð- isins sem ferðamenn koma með á staðinn. Hringrófubjörn Heitið „coati“ er komið úr indjána- máli. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað það þýðir. Á fræðimáli heitir dýrið „nasua nasua“ en það er ná- skylt mjög svipuðu dýri sem býr í Mið-Ameríku, „nasua narica“, sem stundum er kallað hvítnefsbjörn. Það er kannski við hæfi að kalla hinn suður-ameríska „hringrófu- björn“ vegna hringlaga rófunnar eða „nasabjörn“. n Furðuskepnan coati sólgin í skyndibita n S-amerískur frændi þvottabjarnarins n Stelur öllu steini léttara af ferðamönnum Ráðagóður Það er bannað að gefa dýrinu mat, enda hefur það ekki gott af ruslfæði. Coati grípur þá til eigin ráða. Í baksýn sjást hinir tilkomumiklu Iguazu-fossar. Uppivöðslusamir Coati eru einstaklega lunknir við að finna matarbita í þjóðgarðinum við Iguazu-fossa á landamærum Brasilíu og Argentínu. Namm, snakk! Coati eru alls ófeimnir við að bregða sér upp á borð og éta þar snakk og skyndibita. Herinn mættur Coati-hjörð berst um ruslfæði. Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is „Coati eru réttilega nefndir þjófar Iguazu. Það var allt morandi af þeim þegar við ferðuðumst þangað. Gef mér mat! Coati er ófeimið dýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.