Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 40
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201440 Skrýtið
Á
landamærum Argentínu
og Brasilíu eru einir mikil-
fenglegustu fossar verald-
ar. Iguazu-fljót fellur nið-
ur af hásléttu og myndar
hina gríðarlega stóru Iguazu-fossa,
sem eru einn vinsælasti ferða-
mannastaður Suður-Ameríku og á
heimsminjaskrá UNESCO. Svæð-
ið, sem er í raun stór þjóðgarð-
ur, er þakið frumskógi þar sem
fjölmargar dýrategundir búa. Ein
þeirra er coati, furðulegt spendýr
skylt þvottabjörnum sem er á stærð
við stóran heimiliskött.
Allir sem hafa ferðast til Igu-
azu kannast við þessi dýr því þau
eru einstaklega uppivöðslusöm á
göngustígunum við fossana. Coati
stundar víðtæk rán á matvælum
gestanna. Dýrið er einstaklega
ófeimið við menn og á það jafnvel
til að hrifsa matarbita úr höndum
fólks. Það rótar líka í ruslatunnum
og dreifir rusli út um þjóðgarðinn.
Ferðamenn eru beðnir um að skilja
ekki eftir rusl á nestissvæðum því
dýrið tætir það í sundur og skilur
eftir sig sviðna jörð.
Reynslusögur
Í þjóðgarðinum eru mjög víða skilti
þar sem ferðamenn eru sérstaklega
varaðir við dýrinu og þeir beðn-
ir um að hyggja vel að matvæl-
um sínum. Það er fróðlegt að lesa
reynslusögur á ferðamannavefnum
Tripadvisor.
Notandinn „Gypsystravels“
skrifar eftirfarandi sögu með fyr-
irsögninni „Þjófar Iguazu-fossa“:
„Coati eru réttilega nefndir þjóf-
ar Iguazu. Það var allt morandi af
þeim þegar við ferðuðumst þang-
að, sérstaklega í kringum nestis-
svæði og skyndibitastaði í garðin-
um. Síðast þegar við fórum sáum
við einn af þessum gaurum fremja
glæp. Við fylgdumst með einum
coati elta uppi litla stúlku sem hélt
á kexpakka. Hann beið eftir réttu
tækifæri og greip það. Dýrið hélt á
brott með kexið og barnið var mjög
ósátt.“
Ekki eintómt gamanmál
Starfsfólk þjóðgarðsins reynir að
koma í veg fyrir að dýrin í garðin-
um éti mat frá ferðamönnum. Það
er stranglega bannað að gefa dýr-
unum. Það hæfir ekki vistkerf-
inu á staðnum, né meltingarfær-
um dýranna að þau éti ruslfæði frá
mönnum. Rannsóknir hafa sýnt að
margir coati þjást af ýmsum heilsu-
kvillum á borð við offitu, sykursýki
og æðasjúkdómum vegna ruslfæð-
isins sem ferðamenn koma með á
staðinn.
Hringrófubjörn
Heitið „coati“ er komið úr indjána-
máli. Ekki liggur nákvæmlega fyrir
hvað það þýðir. Á fræðimáli heitir
dýrið „nasua nasua“ en það er ná-
skylt mjög svipuðu dýri sem býr í
Mið-Ameríku, „nasua narica“, sem
stundum er kallað hvítnefsbjörn.
Það er kannski við hæfi að kalla
hinn suður-ameríska „hringrófu-
björn“ vegna hringlaga rófunnar
eða „nasabjörn“. n
Furðuskepnan coati
sólgin í skyndibita
n S-amerískur frændi þvottabjarnarins n Stelur öllu steini léttara af ferðamönnum
Ráðagóður Það
er bannað að gefa
dýrinu mat, enda
hefur það ekki
gott af ruslfæði.
Coati grípur þá
til eigin ráða.
Í baksýn sjást
hinir tilkomumiklu
Iguazu-fossar.
Uppivöðslusamir Coati eru einstaklega lunknir við að finna matarbita í
þjóðgarðinum við Iguazu-fossa á landamærum Brasilíu og Argentínu.
Namm, snakk! Coati eru alls ófeimnir við að bregða
sér upp á borð og éta þar snakk og skyndibita. Herinn mættur Coati-hjörð berst um ruslfæði.
Helgi Hrafn Guðmundsson
helgihrafn@dv.is
„Coati eru
réttilega nefndir
þjófar Iguazu. Það var allt
morandi af þeim þegar
við ferðuðumst þangað.
Gef mér mat!
Coati er ófeimið dýr.