Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201422 Fréttir Erlent HARÐSKELJADEKK Mundu eftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupir dekk! Smiðjuvegi 34 · Rauð gata · www.bilko.is · Sími 557-9110 Eldgos, mótmæli og launaröðin Það gengur á með eldgosum og mótmælum víðar í heiminum en á Íslandi. Í Palestínu standa menn í röð við pósthús og bíða eftir launa- greiðslum, á Havaí á fólk fótum sínum fjör að launa undan eldgosi og horfir á allt sitt hverfa í hraunbreiðuna. Í Mexíkó berjast kennarar við lögregluna og krefjast þess að fá að vita um afdrif nemenda en læknar á Spáni undirbúa sig undir starf á ebólusmituðum svæðum.  Reykurinn stígur upp Það gýs víðar en á Íslandi. Hér má sjá rjúkandi hraunbreiðu við eldfjallið Kilauea á Havaí. Hraunið hefur fundið sér farveg yfir bóndabæ og íbúðahverfi á Stóru-eyjunni. Hraunið ógnar híbýlum þúsunda manna og er nálægt bæjarmörkum gamallar plantekru. Hraunið færir sig um 15 metra á dag.  Launaröðin Hér má sjá opinbera starfsmenn Hamas-samtakanna bíða fyrir utan pósthús á Gaza. Fólkið bíður allt eftir því að fá launin sín. Alls 24 þúsund einstaklingar starfa fyrir Hamas og margir þeirra hafa ekki fengið greidd laun í heilt ár. Á miðvikudag var þó hægt að greiða út laun, en peningarnir komu frá Katar, samstarfsríki Hamas. MyndiR ReuteRs  setja upp hanskana Starfsmaður Rauða Krossins á Spáni hagræðir hönskum á hlífðarbúningi sínum. Á Spáni var á dögunum haldin viðbragðsæfing fyrir starfs- menn sem gætu þurft að sinna sjúklingum sem smitaðir eru af ebólu. Rauði krossinn þjálfar lækna, hjúkrunarfræðing og sjúkraliða til að sinna þessum verkefnum og til þess að fara á vettvang í Vestur-Afríku þar sem neyðin er stærst. Fyrst fer fólkið þó allt á tveggja daga námskeið þar sem það lærir réttu handbrögðin en fyrst og fremst hvernig hægt er að kom- ast hjá smiti. Byggt hefur verið æfingasvæði sem líkist sjúkrahúsi í Kenema í Síerra Leóne.  Á tali? Afganskur lögreglumaður talar í síma en í fjarska má sjá lögreglumenn brenna ólögleg eiturlyf. 20 tonn af eiturlyfjum voru handlögð af lögreglunni sem brenndi þau svo öll á mánudag.  Kennara- mótmæli Miklar óeirðir hafa verið í borginni Chilpancingo í Guerrero í Mexíkó undan- farna daga. Þar hefur kennarasamband Guerrero mótmælt hvarfi nemenda úr Ayotzinapa-kennarahá- skólanum. Kennararnir kveiktu í bílum en í fjarskja má sjá óeirðalögregluna reyna að berja mótmælin til baka. Lögreglan í Guerrero segist hafa handtekið fjóra gengjameðlimi sem sagðir eru hafa rænt 43 nemendum úr skólanum. Nemendurnir eru taldir af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.