Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 22
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201422 Fréttir Erlent HARÐSKELJADEKK Mundu eftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupir dekk! Smiðjuvegi 34 · Rauð gata · www.bilko.is · Sími 557-9110 Eldgos, mótmæli og launaröðin Það gengur á með eldgosum og mótmælum víðar í heiminum en á Íslandi. Í Palestínu standa menn í röð við pósthús og bíða eftir launa- greiðslum, á Havaí á fólk fótum sínum fjör að launa undan eldgosi og horfir á allt sitt hverfa í hraunbreiðuna. Í Mexíkó berjast kennarar við lögregluna og krefjast þess að fá að vita um afdrif nemenda en læknar á Spáni undirbúa sig undir starf á ebólusmituðum svæðum.  Reykurinn stígur upp Það gýs víðar en á Íslandi. Hér má sjá rjúkandi hraunbreiðu við eldfjallið Kilauea á Havaí. Hraunið hefur fundið sér farveg yfir bóndabæ og íbúðahverfi á Stóru-eyjunni. Hraunið ógnar híbýlum þúsunda manna og er nálægt bæjarmörkum gamallar plantekru. Hraunið færir sig um 15 metra á dag.  Launaröðin Hér má sjá opinbera starfsmenn Hamas-samtakanna bíða fyrir utan pósthús á Gaza. Fólkið bíður allt eftir því að fá launin sín. Alls 24 þúsund einstaklingar starfa fyrir Hamas og margir þeirra hafa ekki fengið greidd laun í heilt ár. Á miðvikudag var þó hægt að greiða út laun, en peningarnir komu frá Katar, samstarfsríki Hamas. MyndiR ReuteRs  setja upp hanskana Starfsmaður Rauða Krossins á Spáni hagræðir hönskum á hlífðarbúningi sínum. Á Spáni var á dögunum haldin viðbragðsæfing fyrir starfs- menn sem gætu þurft að sinna sjúklingum sem smitaðir eru af ebólu. Rauði krossinn þjálfar lækna, hjúkrunarfræðing og sjúkraliða til að sinna þessum verkefnum og til þess að fara á vettvang í Vestur-Afríku þar sem neyðin er stærst. Fyrst fer fólkið þó allt á tveggja daga námskeið þar sem það lærir réttu handbrögðin en fyrst og fremst hvernig hægt er að kom- ast hjá smiti. Byggt hefur verið æfingasvæði sem líkist sjúkrahúsi í Kenema í Síerra Leóne.  Á tali? Afganskur lögreglumaður talar í síma en í fjarska má sjá lögreglumenn brenna ólögleg eiturlyf. 20 tonn af eiturlyfjum voru handlögð af lögreglunni sem brenndi þau svo öll á mánudag.  Kennara- mótmæli Miklar óeirðir hafa verið í borginni Chilpancingo í Guerrero í Mexíkó undan- farna daga. Þar hefur kennarasamband Guerrero mótmælt hvarfi nemenda úr Ayotzinapa-kennarahá- skólanum. Kennararnir kveiktu í bílum en í fjarskja má sjá óeirðalögregluna reyna að berja mótmælin til baka. Lögreglan í Guerrero segist hafa handtekið fjóra gengjameðlimi sem sagðir eru hafa rænt 43 nemendum úr skólanum. Nemendurnir eru taldir af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.