Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 VIÐ ERUM GÓÐIR Í GÍRUM • 0,12 - 200 kW • 10 - 200.000 Nm • 0,01 - 1.100 RPM • Sniðið að þínum þörfum Knarrarvogi 4 104 Rvk. Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is G ra fik a 1 1 Áratuga reynsla og þýsk nákvæmni Drifbúnaður Ólafur hefur tekið rúman milljarð í arð Rekstur Samskipa gengur vel og hefur eigandinn getað tekið sér drjúgan arð tvö ár í röð H ollensk eignarhaldsfélög í eigu Ólafs Ólafssonar fengu greiddar 2,3 milljónir evra, samtals tæplega 365 milljón- ir króna, í arðgreiðslur út úr Samskipum í fyrra. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Samskipa fyr- ir árið 2013. Arðgreiðslan lækkaði um nærri tvær milljónir evra á milli ára en árið 2012 nam hún 4,4 millj- ónum evra, eða tæplega 750 milljón- um króna. Á tveimur árum nema arð- greiðslurnar því rúmum milljarði. Samskip hefur verið talsvert í um- ræðunni liðnar vikur vegna kæru fyr- ir meint samkeppnislagabrot sem Samkeppniseftirlitið sendi til til embættis sérstaks saksóknara fyrr á árinu. Kæran snýst líka um Eimskip. Kastljós greindi frá kærunni fyrir skömmu. Nokkrir af helstu ráða- mönnum fyrirtækjanna tveggja eru kærðir persónulega. Rannsóknin er skammt á veg komin hjá embætti sérstaks saksóknara. Bæði fyrirtæk- in, og stjórnendur þeirra, neita sök í málinu. Fyrirtækin hafa auk þess kært leka á upplýsingum um kæruna til lögreglunnar. Hagnaður dregst saman Hagnaður Samskipa dróst nokkuð saman á milli áranna 2012 og 2013. Árið 2012 nam hann tæplega 2,4 milljónum evra, um 380 milljónum króna, en tæplega 930 þúsund evr- um í fyrra, tæplega 150 milljónum króna. Athygli vekur að í fyrra var nær allur hagnaður félagsins frá því árið 2012 var tekinn út í arð í fyrra. Eigendur Samskipa eru tvo hol- lensk eignarhaldsfélög, Samskip B.V. og Samskip Holding B.V. en Ólafur Ólafsson hefur í gegnum tíðina not- ast mikið við hollensk eignarhalds- félög til að halda utan um eignir sín- ar á Íslandi. Til að mynda átti hann hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun í gegnum félagið Kjalar Invest B.V. Á enn þá miklar eignir Ólafur á ennþá miklar eignir á Ís- landi þrátt fyrir að tvær af hans stærstu eignum, hlutabréfin í Kaup- þingi og þriðjungshlutur í sjávarút- vegsrisanum HB Granda, hafi tapast í hruninu. Ólafur á til dæmis eigna- mikið fasteignafélag, Festingu ehf., sem á eignir upp á nærri 16 millj- arða króna samkvæmt nýjasta árs- reikningi þess. Félagið heldur með- al annars utan um fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa. Samskip á í dag eignir upp á ríf- lega 48 milljónir evra en skuldar tæplega 39 milljónir. Þar með er hins vegar ekki öll sagan sögð þar sem hluti skulda Samskipa er víkjandi lán upp á ríflega 12 milljónir evra, vænt- anlega frá hluthafa félagsins. Þegar þetta lán er tekið frá skuldunum er eiginfjárstaða félagsins jákvæð um 44,5 prósent og Samskip því í ágæt- um málum. Þrýstingur frá Hollandi Líkt og komið hefur fram í fjölmiðl- um náði Ólafur Ólafsson að halda yf- irráðum yfir Samskipum eftir hrun með stuðningi belgíska bankans Fortis sem var í lykilstöðu í endur- skipulagningarferli skipafélagsins. Í viðtali við DV í fyrra sagði Finnur Sveinbjörnsson, sem var bankastjóri Arion banka um tíma eftir hrun, að belgíski bankinn hefði sannarlega beitt sér í málinu. Svo mikil var að- koma Fortis að bankinn hótaði því meira að segja að kyrrsetja skip Ólafs ef Arion banki myndi ekki vilja vinna með honum áfram. Þá hefði Arion banki getað tapað miklum fjármun- um og Fortis raunar líka. En belgíski bankinn var reiðubúinn að ganga svo langt fyrir Ólaf. Finnur sagði í viðtalinu: „Ég talaði alfarið fyrir bankann á þessum tíma og greindi frá því að Arion banki hefði verið í þessari stöðu: Að Fort- is hefði stutt Ólaf og viljað vinna með honum áfram. Ég sagði að Arion banki hefði verið kominn í mjög erf- iða stöðu og að bankinn hefði fórn- að meiri hagsmunum fyrir minni ef ákveðið hefði verið að láta sverfa til stáls; það er að segja ef Arion banki hefði ákveðið að vinna ekki með Fortis-bankanum með þeim hætti sem bankinn vildi.“ Þannig náði Ólafur að halda Sam- skipum eftir hrunið og siglir félag- ið tiltölulega lygnan sjó rekstrarlega um þessar mundir og Ólafur hefur tekið sér rúman milljarð í arð út úr félaginu á síðustu tveimur árum. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kemur ágætlega undan hruninu Ólafur Ólafsson er enginn nýgræðingur í viðskiptum og hefur komið ágætlega undan efnahagshrun- inu. Arðgreiðslur út úr Samskipum nema rúmum milljarði síðastliðin tvö ár. Mynd SIgtryggur ArI„Að Fortis hefði stutt Ólaf og viljað vinna með honum áfram Kallaði sig afa og gaf sælgæti Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, sendi foreldrum og forráðamönnum barna tölvu- póst síðdegis á miðvikudag um að maður sem kallar sig afa og ekur um á hvítum bíl hefði kall- að í lítinn dreng á leið heim úr frístundaheimilinu Hraunkoti í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og gefið honum sælgæti í poka. Drengurinn kom heim með sælgætið og þannig kom málið fram. Segir í póstinum að lög- reglan hafi sagt stjórnendum skólans frá málinu. Hrönn biður foreldra og for- ráðamenn að ræða við börnin um hvað beri að varast í svona til- vikum. Ekki sé staðfest hvort um vafasaman tilgang var að ræða, en best sé að fara varlega. Hafa aðgang að skamm- byssum Allir lögreglumenn á Akureyri hafa aðgang að skammbyssum ef þarf. Þetta staðfestir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við Akureyri Vikublað. Í blaðinu segir Dan- íel íslenska lögreglu hafa fengið þjálfun í vopnaburði og að hún hafi haft aðgang að skotvopnum áratugum saman en þó séu lög- reglumenn almennt á móti því að íslenska lögreglan sé vopnuð. „Enginn vilji er til þess hjá stjórnendum lögreglunnar,“ seg- ir Daníel við Akureyri Vikublað. „Lögreglan verður þó að vera í stakk búin til að bregðast við alvarlegum atburðum þar sem hættulegum vopnum er beitt. Fjöldi dæma er til um slíkt síðustu áratugina víðs vegar um landið, til þess þarf þjálfun og þau verk- færi sem best eru til þess fallin að fást við slíkt,“ segir Daníel. Rannsakar kynferðisbrot á Sólheimum n Hefur áður verið kærður n Sagður hafa borið áfengi í fatlaða konu L ögreglan á Selfossi er með til rannsóknar kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum í Grímsnesi. Þorgrímur Óli Sig- urðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, staðfest- ir þetta í samtali við DV. Málið fór á borð lögreglunnar á Selfossi fyr- ir þremur vikum en enn hafa ekki farið fram neinar yfirheyrslur vegna málsins. Þá hefur maðurinn sem um ræðir ekki verið handtekinn. Lögregla vinnur nú að upplýsinga- og gagnaöflun en að öðru leyti vill Þorgrímur Óli ekkert tjá sig um eðli málsins. Heimildir DV herma að maður- inn hafi borið áfengi í konuna og síðan brotið á henni kynferðislega. Starfs síns vegna hefur hann aðgang að bæði börnum og fötluðu fólki, en hann mun þó ekki vera starfsmaður Sólheima. Þá hefur honum ekki ver- ið vikið úr störfum. Sömu heimildir herma að maðurinn hafi áður verið kærður fyrir kynferðisbrot og mun fyrra brotið enn vera til meðferðar hjá lögreglu. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki tjá sig um málefni einstaklinga. Hann segir hins vegar mjög skýr- ar verklagsreglur vera á Sólheim- um varðandi möguleg kynferðis- brot. „Við útbjuggum þær í góðu samráði bæði við Stígamót og lög- reglu til þess að gera þetta eins vel og hugsast getur. Ef það er minnsti grunur um eitthvað í þessa átt þá er strax tekið á málum í fullu samráði við hlutaðeigandi,“ segir Guðmund- ur Ármann. n aslaug@dv.is Enginn verið yfirheyrður Lögreglan á Selfossi rannsakar kynferðisbrot gegn fatlaðri konu. Mynd EyÞór ÁrnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.