Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 51
Menning 51Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014
Eitt mest spennandi leikhús borgarinnar
n Vinnslan sýnir leikhúsverkið Strengi í Tjarnarbíói n Leikhúsupplifun brotin upp
L
eikhúsverkið Strengir, sem var
frumsýnt í Tjarnarbíói síðasta
föstudag, er þakklát hvíld frá
hefðbundnu formi atvinnuleik-
húsanna. Í verkinu taka 24 listamenn
úr ýmsum áttum höndum saman og
búa til ansi fjölbreytt gjörningalista-
verk sem samanstendur af mynd-
bandslist, leiklist, höggmyndalist,
danslist og tónlist. Verkið fjallar um
sjálft sköpunarferli listarinnar.
Verkið er sett upp í átta rýmum í
Tjarnarbíói og er húsnæðið nokkuð
vel nýtt. Þegar gengið er inn blasir
myndbandsverk við manni á stóru
tjaldi. Við sætin eru svo heyrnar-
tól sem magna upp tónlist verksins.
Myndbandið er nokkuð vel útfært og
fallegt á margan hátt. Heyrnartólin
gera það svo að verkum að maður
upplifir myndbandið mun sterkar
en ella. Vandinn er þó helst sá að
verkið er ofurlítið stutt miðað við að
gjörningurinnn stendur yfir í fjóra
tíma. Það eru svo þrjú herbergi þar
sem mesta fjörið á sér stað. Í einu
herberginu var Hinrik Þór, þar sem
hann nálgaðist hlutverk sitt með
afar pósmódernískum hætti. Þannig
reyndi hann að leika ekki og á sama
tíma átti hann að átta sig á því hvað
hann væri að vilja. Þetta heppnað-
ist vel, og tónlistin undir var afar
vel heppnuð, eins og raunar í öllum
rýmunum.
Líklega var mesta fjörið í rým-
inu hjá þeim Völu Ómarsdóttur, sem
jafnframt leikstýrir verkinu, og svo
Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Þau
nýttu dansleikhúsið til þess að tjá
einhvers konar ástarsögu sín á milli
þar sem þau giftust og rifust og urðu
aftur ástfangin. Þessi tvö atriði voru
kannski það sem mætti segja pláss-
frekust, en þarna var einnig að finna
dansatriði, eldhússpjall leikkonu og
tvær stúlkur sem nýttu sér endur-
tekninguna í dansrútínu sem þær
endurtóku víða um Tjarnarbíó.
Verkið hefur mikla styrkleika,
meðal annars það frelsi sem áhorf-
andinn nýtur á sýningunni. Stund-
um verður verkið þó dálítið til-
gerðarlegt, jafnvel óreiðukennt. En ef
tilgangur þess er skoðaður, að kanna
sköpunarferlið, þá fellur það ágæt-
lega inn í hugmyndina og sleppur
þar af leiðandi fyrir horn. Eitt er þó
mikilvægara en annað hvað verk-
ið varðar, það er mikið afþreyingar-
gildi fólgið í því. Þannig eyddi gagn-
rýnandi nær öllu kvöldinu í að skoða
rýmin aftur og aftur, og alltaf var þar
eitthvað nýtt að finna. Niðurstað-
an er sú að hér er að finna eitt mest
spennandi leikhús borgarinnar
þessa stundina. Völu tekst að sam-
tvinna þessi listform með skemmti-
legum hætti og úr verður nokkuð
heildstæð sýning og frábær kvöld-
stund fyrir þá sem vilja brjóta upp
leikhúsupplifunina. n
Strengir
Leikstjórn og flutningur: Vala Ómars-
dóttir, Framkvæmdastjórn og fram-
leiðsla: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,
Flutningur: Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Tónlistarstjórn: Biggi Hilmars,
Myndlistarstjórn: María Kjartans,
Flutningur og ljósahönnun: Arnar Ingv-
arsson, Barstjórn: Starri Hauksson.
Valur Grettisson
ritstjorn@dv.is
Leikhús „Eitt mest
spennandi leikhús
borgarinnar þessa
stundina
Menningar-
verðlaun Norð-
urlandaráðs
Þessir hlutu verðlaunin
Benedikt Erlingsson var ekki sá
eini sem kom heim með verð-
laun frá verðlaunaathöfn Norð-
urlandaráðs í Stokkhólmi á mið-
vikudagskvöld. Finni, Norðmenn
og Dani tryggðu sér hin menn-
ingarverðlaunin.
Bókmenntir
Bókmennta-
verðlaun Norð-
urlandaráðs
hlaut finnski
rithöfundurinn
Kjell Westö fyr-
ir skáldsöguna
Hägring 38. Dómnefnd sagði
prósa Westös „blása lífi í mikil-
vægt augnablik í sögu Finnlands
– augnablik sem hefur tengingar
við daginn í dag“. Westö er einn
þekktasti rithöfundur Skandinav-
íu en engin bóka hans hefur verið
þýdd á íslensku. Auður Jónsdóttir
og Eiríkur Örn Norðdahl voru til-
nefnd fyrir hönd Íslands.
Barna-
bókmenntir
Það voru rit-
höfundur-
inn Haakon
Øvreås og
teiknarinn
Øyvind Tor-
seter frá Nor-
egi sem hlutu
barna- og unglingabókaverð-
laun Norðurlandaráðs fyrir bók-
ina Brune. Bókin er sögð fylla í
skarðið milli bóka fyrir ung börn
og bóka fyrir unglinga. Bókin,
sem er fyrsta barnabók Øvreås,
byggir meðal annars á þjóð-
sagnaarfi Noregs. Andri Snær
Magnason og Lani Yamamoto
voru tilnefnd fyrir Íslands hönd.
Tónlist
Danski tón-
smiðurinn
og innsetn-
ingalista-
maður-
inn Simon
Steen-And-
ersen hlaut
tónlistar-
verðlaunin
fyrir verk sitt Black Box Music.
Því er lýst sem einstöku og rót-
tækt öðruvísi verki. Steen-And-
ersen er sagður leika sér á mörk-
um tónsmíða, innsetninga,
raf- og gjörningalistar. Solar5:
Journey to the Center of Sound
eftir Huga Guðmundsson, Hilm-
ar Jensson, Sverri Guðjónsson,
Matthias Hemstock og Joshue
Ott og Undir tekur yfir eftir Hildi
Guðnadóttur voru tilnefnd fyrir
Íslands hönd.
Í rÍki fegurðarinnar
n Ófeigur Sigurðsson ræðir um nýjustu skáldsögu sína, Öræfi n nostalgísk bók um þrá mannsins eftir því að snerta hið ósnortna
opið svið og heillandi. Það er hægt
að skrifa stuttar frásagnir, langar lýs-
ingar, manngerðir og svo eru rosa-
lega þurrar héraðslýsingar – sem ég
hef alveg sérstaklega gaman að – þar
sem maður er bara leiddur skref fyr-
ir skref í gegnum landslag og það er
verið að lýsa því fyrir einhverjum sem
mun aldrei fara þangað. Það speglast
eitthvað afar sérstakt í skrifum al-
þýðumanna, sem hafa lesið lítið af
bókum, hafa kannski bara átt 5 eða
20 bækur. Þeir eru svo hreinir í stíl,
meira að segja þó að stíllinn sé ná-
kvæmlega sá sami og einhvers for-
vera þá er hann samt hreinn.“
Spennusögur og fótórealismi
Ef við snúum okkur aftur að örnefn-
unum, þessum merkimiðum sem við
hengjum á hlutina til að gefa þeim
merkingu en hamla kannski á sama
tíma möguleikanum á einhverri
milliliðalausri nálgun. Finnst þér
bókmenntirnar færari um að skoða
þetta bil orða og hluta en aðrar gerðir
hugsunar? „Við erum á svolítið merki-
legum bókmenntalegum tímapunkti
myndi ég halda. Þar sem fótórealismi
og leynilögreglusagan eru að renna
saman í eitt. Evrópsku bókmenntirn-
ar eru búnar að opna fyrir reyfara-
ölduna. Þær hafa náttúrlega verið ráf-
andi á villigötum svona undanfarin
30 ár. Ég held að þetta sé bara mjög
af hinu góða því spennusögurnar
eru svo rosalega góðar í nákvæmu
lýsingunum. Þetta er eitthvað sem á
svo góða samleið með fótórealisma
sem maður hefur verið að sjá í stór-
um skáldsögum undanfarinna ára.
Bókmenntir geta eytt 200 blaðsíðum
í að lýsa einhverju mjög nákvæmlega
en samt haldið lesandanum. Þær geta
sýnt honum hlutveruleikann miklu
betur en hann á möguleika á að upp-
lifa sjálfur. Þær geta sýnt manni eitt-
hvað sem maður veitir í raun ekki
athygli nema það sé sett niður fyrir
mann. Þær geta því lýst
hlutveruleikanum bet-
ur en hinir sjónrænu
miðlar, eins og sjón-
varpið og bíómyndir.
Sama hversu nákvæmir
þeir verða þá eiga þeir
bara ekki sjens í orðin.
Það er hægt að sýna
manni eitthvað sem
maður hefur aldrei gef-
ið gaum. Það getur ver-
ið nákvæm lýsing á ein-
um hlut, en hann getur
minnt á svo ótrúlega
margt og þannig leitt
lesandann út um allan
heim, eitthvað sem
er sennilega vonlaust að gera í bíó-
mynd.“
Atvinnuleysi og sjálfsefi
Það er ekki víst að allir myndu tengja
orðið fótórealismi – ljósmyndalegt
raunsæi – við það sem er í gangi í
bókum Ófeigs, en þrátt fyrir það sem
mætti jafnvel kalla ærlsafullan ýkju-
stíl er einhver sterk jarðtenging. Síð-
asta bók var til dæmis byggð á vinnu-
reynslu hans sjálfs í kjötvinnslu, þar
voru nákvæmar lýsingar á vinnuað-
ferðunum og fyrirkomulaginu. „Ég
held að maður verði, upp að vissu
marki, að hafa þekkingu á vinnu-
markaðnum, það er svo stór hluti af
daglegu lífi. Oftast í skáldsögum þá
er vinnusamfélagið frekar ósýnilegt. Í
byrjun er einhver nýbúinn að fá arf, þá
þarf ekki að hafa áhyggjur af pening-
um, því þeir eru ákveðið vandamál í
skáldsögum. En þetta er ákveðin tog-
streita, það er mjög gott að hafa unnið
á hinum almenna
vinnumarkaði, en
þegar maður er að
vinna á almennum
vinnumarkaði langar
mann að vera heima
að skrifa, því það er
náttúrlega ekki álitin
vinna. En það er ekki
bara vinnumarkað-
urinn, maður verður
að hafa þekkingu á
heiminum fyrir utan
skrifstofuna, það geta
verið netheimar líka
og bara lífið úti.“
Það er hins vegar
erfiðara en að segja
það að skrifa meðfram fullri vinnu
og þurfa ungir rithöfundar að leggja
ýmislegt á sig til að finna tíma fyrir
skrif. Bókina um Jón skrifaði Ófeigur
meðal annars á atvinnuleysisbótum.
„Það er samt ekki hægt að einbeita
sér ef maður upplifir sig sem blóð-
sugu, þannig að ég lofaði að skila
þessu einhvern veginn út í samfé-
lagið aftur. Ég hugsa samt að ég hafi
verið að sækja um vinnur á þessum
tíma því ég hef alltaf verið fullur efa-
semda: er þetta möguleiki, get ég
verið rithöfundur? Maður veit ekki
hvort það sem maður er að skrifa
verði bók. Kannski verður maður í
stöðugum sjálfsefa ævilangt.“ n
Sjálfsefi Kannski verður maður í stöðugum sjálfsefa ævilangt, segir Ófeigur. „Það er
samt
ekki hægt að
einbeita sér
ef maður upp-
lifir sig sem
blóðsugu
Hross í oss fékk verðlaun Norðurlandaráðs