Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 41
Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Skrýtið Sakamál 41
n Barbara Mullenix var stungin 52 sinnum af dóttur sinni og elskhuga hennar
B
arbara Mullenix var
stungin alls 52 sinnum,
sett í pappakassa og síðan
hent í höfnina í Newport
Beach í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum. Kassinn grotnaði hratt
í vatninu sem varð til þess að líkið
var svo rotnað og lemstrað þegar
það fannst að rannsóknarlögregla
varð að notast við raðnúmerið á
brjóstapúðunum hennar til þess að
bera kennsl á hana – líkt og í atriði
úr sjónvarpsþáttunum CSI: Crime
Scene Investigation. Þessi tenging
við CSI átti eftir að reynast kald-
hæðnisleg því fórnarlambið, hin 56
ára Barbara Mullenix, hafði einmitt
leikið nokkur aukahlutverk í um-
ræddum sjónvarpsþætti. Hún hafði
flutt til Kaliforníu til þess að elt-
ast við Hollywood-drauminn um
frægð og frama, en lífi hennar lauk
þess í stað með hrottafengnum
hætti í september 2006.
Stormasamt samband við
fyrrverandi
Þegar lögreglan fór að heimili Bar-
böru eftir að hafa komist að því
hver hún væri sáu þau greinileg
ummerki um átök. Rúmgrindin var
brotin og blóðslettur voru á veggj-
um. Dýnan hafði verið fjarlægð
enda að öllum líkindum gegndrepa
af blóði. „Það var augljóst að ein-
hver hafði reynt að þrífa herbergið,“
sagði Steve Mack rannsóknarlög-
regluþjónn í málinu. Sú stað-
reynd að Barbara hafði verið myrt
á heimili sínu og með jafn mikilli
grimmd gaf til kynna að hún þekkti
morðingja sinn. Að fyrstu beindist
rannsóknin að fyrrverandi eigin-
manni hennar, Bruce Mullenix. Þó
svo að hjónin væru skilin bjuggu
þau saman í lítilli íbúð ásamt 17 ára
dóttur þeirra, Rachael. Í yfirheyrsl-
um hjá lögreglu viðurkenndi Bruce
að hafa átt í stormasömu sambandi
við fyrrverandi eiginkonu sína. Þau
rifust oft um peninga, áfengi og
framfærslueyri fyrir framan dóttur
sína. En Bruce reyndist hins vegar
vera með skothelda fjarvistar-
sönnun og því beindi lögregla næst
sjónum sínum að Rachael.
Sagði kærastann einan að
verki
Rachael hafði verið í tygjum við Ian
Allen, 21 árs, í óþökk móður sinn-
ar. Barbara gekk meira að segja svo
langt að reyna að fá nálgunarbann
á Ian, en það gerði unga parið bara
enn staðfastara í því að halda sam-
bandi sínu áfram. Rachael og Ian
hurfu eftir að lík Barböru fannst en í
tölvu Ians sá lögregla að hann hafði
nýlega prentað út kort af leiðinni til
Tampa í Flórída. Einnig sá hún að
krítarkort Barböru hafði verið not-
að til þess að taka út þrjú hund-
ruð dollara á bensínstöð í Sulph-
ur, Louisiana. Lögregla lét því setja
upp vegartálma, náði parinu á leið
sinni austur og handtók.
Rachael hélt því staðfastlega
fram að Ian hefði drepið móð-
ur hennar og síðan rænt sér. Það
sem kom lögreglunni á óvart var
að Ian gekkst við sögu Rachael og
sagðist hafa verið einn að verki.
Þessi saga þótti afar ótrúverð-
ug þar sem Rachael og Ian sáust
í ástaratlotum á öryggismynda-
vél á áðurnefndri bensínstöð. Þá
komst réttarmeinafræðingur að því
að þrír hnífar hefðu verið notað-
ir í árásina; vasahnífur, smjörhníf-
ur sem varð eftir í höfuðkúpu Bar-
böru og þriðji hnífurinn sem fannst
aldrei. Meinafræðingurinn sagði
fyrir dómi að líklega hefðu árásar-
mennirnir verið tveir því hnífun-
um var beitt með mismiklu afli og
frá mismunandi sjónarhornum.
Þá fundust lífsýni frá Rachael á
svampinum sem notaður var við að
þrífa upp blóð móður hennar.
Rachael og Ian fengu bæði 25
ára, eða lífstíðardóm, árið 2008.
Rachael hefur ætíð haldið fram
sakleysi sínu. n
Sautján ára
morðkvendi
„Það var augljóst
að einhver hafði
reynt að þrífa herbergið.
Kærastinn
játaði sök Ian
Allen segist hafa
verið einn að
verki.
Leidd í réttarsal
Rachael Mullenix
hefur ætíð haldið
fram sakleysi sínu.
Mæðgur
Rachael
og Barbara
Mullenix.