Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 4
✿ Forsetakosningar 1. janúar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir í nýársávarpi sínu að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forsetaembættis á ný. 2. janúar – 2. maí Aralíus (Ari) Gestur Jósepsson, Árni Björn Guðjónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Ágústsson, Benedikt Kristján Mewes, Bæring Ólafsson, Elísabet Jök- ulsdóttir, Guðmundur Franklín Jónsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson, Hildur Þórðardóttir, Hrann- ar Pétursson, Magnús Ingi Magnússon, Sturla Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Þorgrímur Þráinsson lýsa yfir fram- boði sínu á þessu tímabili. 17. mars Halla Tómas- dóttir tilkynnir um framboð sitt. janúar mars apríl maí júní/júlí 11. apríl Andri Snær Magnason tilkynnir um fram- boð sitt. 18. apríl Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnir um framboð sitt. 18. apríl Guðmundur Frank- lín Jónsson dregur framboð sitt til baka. 18. apríl Vigfús Bjarni Albertsson dregur framboð sitt til baka. 20. apríl Heimir Örn Hólmarsson dregur framboð sitt til baka. 24. apríl Bæring Ólafsson dregur framboð sitt til baka. 27. apríl Hrannar Pétursson dregur framboð sitt til baka. 5. maí Guðni Th. Jóhannes- son tilkynnir um framboð sitt til embættis forseta Íslands á fundi í Salnum í Kópavogi. 5. maí Ólafur Ragnar Grímsson nýtur fylgis 45 prósenta þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðs- ins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í Fréttablaðinu. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur nýtur fylgis 38 prósenta og Andri Snær Magnason 11 prósenta. Aðrir minna. 7. maí Sú saga gengur fjöllunum hærra að Davíð Odds- son hyggist tilkynna um framboð sitt til embættis forseta Íslands í þættinum Sprengisandi. 8. maí Davíð Oddsson til- kynnir um framboð sitt í Sprengisandi. 8. maí Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist hugsi yfir framboði sínu í Eyjunni á Stöð 2. 9. maí [Könnun send fjöl- miðlum 11:14] Skoðanakönnun MMR staðfestir yfirburðafylgi við Guðna Th. Jóhannesson – Ólafur Ragnar Grímsson missir helming fylgis síns frá fyrri könnun MMR þann 27. apríl. 9. maí [Bréf sent fjöl- miðlum 11:31] Ólafur Ragnar Gríms- son tilkynnir bréflega um ákvörðun sína að draga framboð sitt til baka. 20. maí Framboðsfrestur rennur út fimm vikum fyrir kjördag. 25. júní kjördagur er laugar- dagurinn 25. júní. 31. júlí Fimmta kjörtíma- bil Ólafs Ragnars Gríms- sonar rennur út. 13. maí í 3 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 59.900 m/morgunmat Lissabon Skelltu þér til Netverð á mann frá kr. 59.900 m.v. 2 í herbergi.STÖKKTU Stjórnmál Það liðu sautján mín­ útur frá því að tilkynning barst fjölmiðlum í gær um að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mældist með tæplega 60 prósent fylgi í nýrri könnun MMR þangað til bréf for­ seta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms­ sonar, var sent í sömu pósthólf þar sem hann tilkynnti að framboð hans heyrði sögunni til. Hafi verið stutt stórra högga á milli á sunnudaginn í nýjustu vend­ ingum í baráttunni um Bessastaði þá átti það sama við í gær. Á sunnu­ dag tilkynnti Davíð Oddsson, rit­ stjóri Morgunblaðsins, í þættinum Sprengisandi um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Aðeins liðu nokkrir klukkutímar þangað til Ólafur Ragnar setti stórt spurningar­ merki við eigið framboð í þættinum Eyjunni á Stöð 2. Í bréfi sínu segist Ólafur Ragnar draga framboð sitt til endurkjörs til baka í þeirri fullvissu að þjóðin geti nú „farsællega valið sér nýjan for­ seta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka“. Ólafur sagði í viðtali við Vísi seinni partinn í gær að hann hafi fyrst farið að hugsa um að hætta við að bjóða sig fram til forseta þegar Fréttablaðið birti skoðanakönnun þann 5. maí þar sem Guðni Th. fékk stuðning rúmlega þrjátíu prósent kjósenda. „Þá fór ég fyrst að hugleiða það að kannski væri að koma upp sú staða að þjóðin væri að finna sinn fram­ bjóðanda,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að umfjöllun fjölmiðla seinustu vikur um tengsl eiginkonu sinnar, Dorritar Moussaieff, við aflands félög hafi ekki haft neitt með ákvörðun hans að gera. Þá vildi hann ekki meina að hann hefði hlaupið á sig þegar hann ákvað að fara aftur í framboð en Guðni Th. hafði sagt að hann myndi tilkynna síðar í sömu viku hvort hann færi fram. svavar@frettabladid.is Ólafur hættur við og Guðni er fremstur Sama dag og Guðni Th. Jóhannesson mælist með sextíu prósent fylgi barst fjölmiðlum tilkynning frá forseta Íslands um að hann dragi framboð sitt til endurkjörs til baka. Hann segir tengsl eiginkonu sinnar við aflandsfélög ekkert hafa með ákvörðun sína að gera. Ólafur Ragnar fengi 25,3 prósent miðað við nýjustu könnun MMR en miðað við könnunina sem gerð var 27. apríl fengi hann 52,6 prósent. Andri Snær og Halla hafa einnig tapað fylgi á milli skoðanakannana. FRéttAblAðið/SteFán Guðni með mest fylgi MMR sendi frá sér skoðanakönn- un um hádegi í gær sem unnin var dagana 6. til 9. maí. Sam- kvæmt henni er fylgi Guðna Th. 59,2%. Ólafur Ragnar Grímsson fengi 25,3%, miðað við 52,6% í síðustu könnun MMR. Andri Snær Magnason fengi 8,8%, miðað við 29,4% í síðustu könnun. Davíð Oddsson, sem tilkynnti um fram- boð sitt eftir að MMR hóf vinnu við könnunina, fengi 3,1%. Halla Tómasdóttir fengi 1,7%, en hafði 8,8% síðast. Aðrir fengju samtals 1,9%, en höfðu samtals 9,2% í síðustu könnun MMR. Stjórnmál „Í fyrsta lagi kom fram frambjóðandi, Guðni Th., sem hefur mjög breiða skírskotun, gjörþekkir forsetaembættið og höfðar til fólks til hægri, á miðjunni og til vinstri,“ segir Baldur Þórhallsson stjórn­ málafræðiprófessor um ástæðu þess að fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar hrundi um 27 prósent í nýjustu könnun MMR. „Í öðru lagi hafa fjármál forsetafrú­ arinnar mjög líklega haft áhrif á það fylgishrun sem verður hjá Ólafi. Það er síðan tengt við það hvernig hann neitar að fjölskylda hans eigi aflands­ reikninga. Í þriðja lagi er bara svo mikill stjórnmálaóróleiki á Vestur­ löndum. Fólk er ekki jafn fylgispakt og það var áður.“ Baldur nefnir að í fjórða lagi hafi Ólafur beðið of lengi með að svara gagnrýnisröddum um fjármál for­ setahjónanna. Þá hafi  Ólafur ekki brugðist nógu hratt við þeirri gagn­ rýni að hann hygðist sitja í eitt kjör­ tímabil í viðbót. „Núna er allt opið. En það er athyglisvert að konur virðast ekki fá hljómgrunn í þessari baráttu. Það voru margar konur alvarlega að íhuga framboð. Kannski er það ekki orðið of seint en sá frambjóðandi yrði að vera afgerandi persónuleiki og þekktur í samfélaginu.“ - snæ Fólk ekki jafn fylgispakt nú og áður baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að konur virðist ekki fá hljómgrunn í þessari baráttu. Ertu ekki að grínast? Guðni Th. Jóhannes- son, þegar honum var greint frá niður- stöðum nýrrar könnunar MMR. 1 0 . m a í 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a Ð I Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 0 -4 6 4 8 1 9 6 0 -4 5 0 C 1 9 6 0 -4 3 D 0 1 9 6 0 -4 2 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.