Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 6
Rafhlöðuknúinn kastdreifari Vinnslubreidd allt að 2,5 m Hentugur fyrir minni garða Áburðardreifarar Grasið verður grænna með góðri og jafnri áburðargjöf Model WE-330 Áburðardreifari Vinnslubreidd 41 cm Rúmtak 15 lítrar Model WE-430 Áburðardreifari Vinnslubreidd 43 cm Rúmtak 20 lítrar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Við höfum verið að sjá það að ákveðnar stéttir með háskólamenntun eru ekki að fá starf við sitt hæfi. Það er ein skýringin. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Efnahagsmál Sú þróun að Íslend- ingar flytjist af landi brott hefur ekki stöðvast þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu. Á sama tíma flytjast erlendir ríkisborgarar í auknum mæli til landsins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur aukna starfsmöguleika erlendis og dýrt íbúðarhúsnæði ýta undir brott- flutning Íslendinga. Fjölgun starfa í ferðaþjónustunni og bygginga- iðnaði dregur erlenda ríkisborgara til landsins. Á fyrsta fjórðungi ársins 2016 voru brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang 110 umfram aðflutta. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 1.110 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Á síðastliðnu ári voru brott- fluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang samtals 1.030 umfram aðflutta. Helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara var Danmörk, en einnig fluttist stór hluti til Noregs og Svíþjóðar. Erlendir ríkisborgarar flytjast þó í auknum mæli til landsins og á síðastliðnu ári voru aðfluttir 3.440 umfram brottflutta. Ásgeir Jónsson segir brottflutn- ing Íslendinga meðal annars skýr- ast af því  að atvinnuhorfur fyrir Íslendinga erlendis hafi varla verið betri lengi.  „Vinnumarkaðurinn úti hefur sjaldan verið betri en núna í lönd- um eins og Bandaríkjunum, Bret- landi og Evrópu. Á sama tíma hefur hagvöxtur á Íslandi verið leiddur mikið af ferðaþjónustu. Ferða- þjónustan hefur ekki endilega mikla þörf fyrir menntað fólk, né höfðar hún heldur til allra.  Við höfum verið að sjá það að ákveðn- ar stéttir með háskólamenntun eru ekki að fá starf við sitt hæfi. Það er ein skýringin.“ Ásgeir segir ýmislegt gera yngra fólki erfiðara fyrir á Íslandi, svo sem húsnæðismál og lág byrjunar- laun. „Þessar tölur eru ekki aldurs- greindar, en yfirleitt er það ungt fólk sem flytur burt. Það virðast vera einhver kynslóðaskipti, þannig að yngra fólk í dag er ekki eins bundið við Ísland eins og eldri kynslóðir. Svo á ungt fólk erfitt með að eignast húsnæði, og svo er ýmislegt sem gerir yngra fólki erfiðara fyrir, byrj- unarlaun eru til dæmis ekkert sér- staklega há,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir byggingariðnaðinn og ferðaþjónustuna skýra fjölgun erlendra ríkisborgara. Sem dæmi um fjölgunina má nefna að fyrirtæki eins og IGS og Airport Associates hafa keypt fjórar til fimm gamlar varnarliðsblokkir á Keflavíkurflugvelli til þess að hýsa erlent vinnuafl. saeunn@frettabladid.is Íslendingar eru enn að fara úr landi Á fyrsta fjórðungi ársins 2016 voru brottfluttir Íslendingar 110 umfram aðflutta. Á sama tíma voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar 1.110 fleiri en þeir sem fluttust frá landi. Hagfræðingur segir aukna starfsmöguleika erlendis og dýrt íbúðarhúsnæði ýta undir brottflutning. Sigurdegi fagnað í Úkraínu Fagnað á götum úti Íbúar fyrrverandi Sovétlýðvelda minntust þess í gær að 71 ár var liðið frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar sigur vannst á nasistastjórninni í Þýskalandi. Hér má sjá fólk skreytt orðum, halda á myndum og blómum á götum úti í Úkraínu í gær. Fréttablaðið/EPa Brasilía Mikil óvissa ríkir nú í brasil- ískum stjórnmálum eftir að neðri deild þingsins ákvað að ógilda þá kosningu sem fram fór í þinginu í síðasta mánuði um að hefja rannsókn gegn Dilmu Rousseff, forseta landsins, vegna efnahagslegs hneykslismáls. Um málið var kosið eftir gífurleg mótmæli um allt landið og vonuðust andstæðingar hennar til þess að hún myndi hrökklast frá völdum. Næsta skref í því að koma Dilmu frá völdum hefði verið þegar  efri deild þingsins átti að taka afstöðu til þess hvort hefja ætti rannsókn í mál- inu. Talið var nær öruggt að meiri- hluti væri í efri deildinni til þess að halda málinu áfram og hefja réttar- höld. Nú er ekki vitað hvort málið fer fyrir efri deildina. Ef til réttarhalda kæmi myndi Rousseff þurfa að stíga til hliðar á meðan á þeim stæði og Michel Temer varaforseti tæki við embættinu á meðan. – bös Krafa um rannsókn ógilt andstæðingar rousseff vonuðust til að hún myndi hrökklast frá völdum. Nor- dicPhotos/GEtty imaGEs 1 0 . m a í 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a Ð i Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 0 -5 A 0 8 1 9 6 0 -5 8 C C 1 9 6 0 -5 7 9 0 1 9 6 0 -5 6 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.