Fréttablaðið - 10.05.2016, Side 18

Fréttablaðið - 10.05.2016, Side 18
Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser hefur verið sýnd- ur um allan heim og átt töluverð- um vinsældum að fagna. Þátturinn snýst um það að keppendur, sem flestir eru í töluverðri ofþyngd, breyta um lífsstíl og reyna að losna við aukakílóin. Niðurstöður nýrrar rann- sóknar sem birt- ust í tímarit- inu Obesity á dögunum vöktu mikla athygli, en í rannsókn- inni er kepp- endum í áttundu seríu banda- rísku Bigg est Loser þáttanna fylgt eftir í sex ár eftir þátttökuna. Rannsóknin sýnir að næstum allir keppendurn- ir hafa þyngst aftur eftir að hafa misst mörg kíló meðan þeir tóku þátt í þáttunum árið 2009. Danny Cahill, sigurvegari átt- undu seríunnar, léttist um fleiri kíló en nokkur annar hafði gert í sögu þáttanna, eða um rúm 108 kíló. Hann hafði verið 195 kíló áður en þættirnir byrjuðu en sjö mánuðum síðar var hann orðinn 87 kíló. Sex árum eftir að Danny stóð uppi sem sigurvegari í Biggest Loser hafði hann bætt á sig um fimmtíu kílóum þrátt fyrir að reyna eftir fremsta megni að halda sér í því formi sem hann var kominn í. Rannsóknin sýndi að flestir af keppendunum sextán höfðu sömu sögu að segja, þau höfðu bætt aftur á sig megninu af þeirri þyngd sem þau höfðu lagt sig svo mjög fram um að missa í þáttunum og voru sumir jafnvel orðnir þyngri en áður en þættirnir hófust. AlvArlegAr AfleiðingAr Ólafur G. Sæmundsson næringar- fræðingur segir þessar niðurstöður ekki hafa komið sér neitt sérstak- lega á óvart. „Staðreyndin er sú að eftir því sem farið er rosalegar í átakið, eftir því sem minna er borð- að, þeim mun meiri líkur eru á að það hafi neikvæð áhrif á brennslu. Aðferðafræðin sem notuð er í þátt- um eins og Biggest Loser er langt í frá viðurkennd af aðilum sem telja má fróðasta í þessum efnum,“ segir Ólafur. Hann segir að þegar fólk létt- ist leiti líkaminn alltaf upp í hæstu þyngd aftur. Helsta ástæða þess tengist fitufrumunum í líkaman- um. „Fitufrumurnar leitast við að vera í eðlilegri stærð en þegar við ofbjóðum þeim og borðum fleiri hitaeiningar en líkaminn þarf á að halda þá fara fitufrumurnar að stækka umfram það sem telst eðli- legt. Við fitnum því og til þess að ná okkur aftur niður þurfum við að minnka fituna í fitufrumunum. Þó það gerist heldur teygjanleikinn í frumunum sér þannig að um leið og einstaklingur, sem var of feitur en hafði náð sér niður, fer að borða aftur of mikið þá fara aukahita- einingarnar inn í fitufrumurnar og þær belgjast aftur út,“ útskýr- ir Ólafur. BrennslAn vArAnlegA hægAri Rannsakendurnir vissu fyrirfram að flestir þeirra sem fara í megrun enda með hægari efnaskipti eftir megrunina. Það kom þeim því ekki á óvart að það ætti við um þátttak- endurna í Biggest Loser. Það sem kom þeim hins vegar á óvart var að eftir því sem árin liðu og þyngd- in hækkaði aftur þá jókst brennsla þátttakendanna ekki að sama skapi. Ef eitthvað var varð hún enn hæg- ari. Sigurvegarinn Cahill þarf sem dæmi að innbyrða um átta hundr- uð færri hitaeiningar eftir að hann þyngdist aftur en vani er um mann í hans stærð. „Það er alltaf einhver munur á brennslutölum eftir aðhald en þetta er mjög há tala sem skýrist líklega af því að fólkið hefur farið svo hratt í átakið á sínum tíma. Það þarf alltaf að passa upp á hita- einingarnar þegar fólk er búið að létta sig. Því er svo mikilvægt að fólk sem hefur áhuga á að vinna í sínum málum til frambúðar læri inn á eðlilegt mataræði og reglu- bundna og hóflega hreyfingu sem það telur sig geta fylgt eftir það sem eftir er. Frá mínum bæjardyr- um séð snýst það um að borða holla og fjölbreytta fæðu úr öllum fæðu- flokkum og passa upp á að falla ekki fyrir kreddum og tískubólum. Að reyna að hafa mataræðið eins eðlilegt og frekast er kostur því þá er líklegra að það haldist þannig til lengri tíma,“ segir Ólafur. liljabjork@365.is. líkAminn Aftur í sAmA fArið Rannsókn á þátttakendum í áttundu seríu bandarísku Biggest Loser þáttanna leiddi í ljós að það hægði mjög á efnaskiptum þeirra á meðan og eftir að keppninni lauk. Það gerði það að verkum að mjög erfitt var fyrir keppendur að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma litið. Ólafur G. Sæmundsson nær- ingarfræðingur. Daniel Cahill, sigurvegari áttundu seríu Biggest Loser, fyrir og eftir þátttökuna. fólk er kynn- ingArBlAð sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi við- tala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Val- geirsson | Umsjónarmenn efnis: sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelms- son, jonivar@365.is, s. 512 5429 - FAGLEG OG PERSÓNULEG Þ JÓNUSTA! M Ö R K I N 6 / 1 0 8 R E Y K J AV Í K / S : 5 2 0 - 1 0 0 0 / S P O R T I S . I S Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 0 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R2 F ó l k ∙ k y n n I n G a R b l a Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a R b l a Ð ∙ h e I l s a 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 0 -6 3 E 8 1 9 6 0 -6 2 A C 1 9 6 0 -6 1 7 0 1 9 6 0 -6 0 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.