Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 48
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Bakþankar Kona mín er ekki aðeins vel vaxin heldur afar spámann-lega líka. Verður nær allt að sannindum sem hún spáir. Fyrir stuttu fór ég út að skokka með glænýjan farsíma minn en hún fann því allt til foráttu. Taldi hún að búnaðurinn, sem ég hafði hannað úr belti og plastpoka til að halda farsíma mínum, myndi slitna með hrikalegum afleið- ingum. Þar að auki sagði hún mig mundu fá sólsting mikinn. Hló ég við enda þungbúið þegar þetta var. Ég er þó ekki búinn að skokka lengi þegar sól brýst fram úr skýjum. Um sama leyti byrjar síminn að spila lag í suðrænum takti. Upphefst svo skræk og há rödd sem syngur: Roxanne, you don’t have to put on the red light. Varð mér ljóst að ég var kominn með sól-Sting. Að lagi loknu slitnar búnaður- inn svo að síminn hékk niður eftir lærinu í heyrnartólssnúrunni. Var ekki annað til ráða en að stinga honum inn undir nærbuxur mínar og halda svo skokkinu áfram. Var þetta óþægileg reynsla, bæði fyrir farsímann en ekki síður fyrir þann sem í nærbuxunum býr. Er skemmst frá því að segja að eftir samfarir þessar eignaðist síminn minn tvo litla gemsa sem allir setja upp broskarla þegar þeir sjá mig, enda kenna þeir sitt föðurkyn. Þarf ég nú að borga meðlag með þessum lausaleikstækjum. Ekki er konan þó alveg óbrigðul spákona því henni getur orðið á í messunni. Fyrir nokkru grátbað hún mig um að hætta að fylgjast með fréttum frá Íslandi. Sagði hún fréttirnar tröllasögur einar og yrði lestur á þeim til þess að römm og mikil ímyndunarveiki myndi taka mig. Það hefur hins vegar ekkert borið á henni. Lausaleiks- gemsar Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Laugavegur - Kringlan - kunigund.is 15% kaupauki til brúðhjóna Setjið saman eigin brúðargjafalista á kunigund.is 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 0 -2 D 9 8 1 9 6 0 -2 C 5 C 1 9 6 0 -2 B 2 0 1 9 6 0 -2 9 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.