Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 28
Allt frá árinu 1997 hafa aðdáend- ur Eurovision veitt hin svoköll- uðu Barböru Dex verðlaun. Verð- launin hlýtur sá keppandi sem tal- inn er verst klæddur það árið. Nafn keppninnar er fengið frá hinni belg- ísku Barböru Dex sem söng fyrir hönd lands síns í Euro- vision árið 1993. Lagið er löngu gleymt en menn muna enn eftir heimagerðu gagn- sæju kjóla-skyrtu- mussunni sem Bar- bara klæddist og þótti með eindæm- um ósmekkleg. Hér eru nokkrir af þeim keppend- um sem hlotið hafa þennan líklega óvinsæla titil. Þeir sem vilja kjósa í ár geta farið á síðuna www.euro- visionhouse.nl 2015 Trijntje Oosterhuis - Holland 2014 Vilija Mataciunaité - Litháen 2011 Eldrine - Georgía 2008 Gisela - Andorra 2005 Martin Vucic - Makedónía 2012 Rona Nishliu - Albanía 2007 Verka Serduchka - Úkraína 2004 Sandra Ladosi - Rúmenía Barböru Dex skammarverðlaunin 2007 Verka Serduchka – Úkraína 2005 Martin Vucic – Makedónía 2015 Trijntje Oosterhuis – Holland Kjóll Barböru þótti með því versta sem sést hafði í sögu Eurovision.  „Það er mjög þægilegt að útbúa þennan rétt þegar tíminn er knappur því það tekur enga stund að gera hann. Því þykir mér hann góður kostur fyrir Eurovision í kvöld, sérstaklega fyrir þá sem eru uppteknir yfir daginn og hafa lítinn tíma til að standa í eldhús- inu,“ segir Svava um fylltar tor- tilluskálar fyrir Eurovisionpartí- ið. „Það má hæglega breyta fyll- ingunni eftir höfði hvers og eins, t.d. að skipta nautahakkinu út fyrir kjúkling eða að gera réttinn kjöt- lausan með því að fylla tortillas- kálarnar með grænmeti. Þenn- an rétt geta allir gert, börn jafnt sem fullorðnir, og hann virðist vekja lukku hjá öllum aldurshóp- um. Meðlætið þarf ekki að vera flókið en mér þykir best að bera tortillaskálarnar fram með salati, guacamole, salsa, sýrðum rjóma og nachos.“ Fylltar tortillaskálar Mjúkar tortillakökur (minni tegundin) 1 bakki nautahakk 1 poki taco-krydd um 1 dl vatn um ½ krús taco-sósa 1 dós refried beans Rifinn cheddar-ostur Steikið nautahakkið á pönnu, krydd- ið með taco-kryddi og hellið um 1 dl af köldu vatni yfir. Látið sjóða saman í nokkrar mínútur á pönn- unni. Hrærið taco-sósu og refried beans saman við og setjið til hliðar. Spreyið olíu (ég nota PAM) í möff- insform og setjið tort illakökur í þau (það er allt í lagi þó þær standi upp úr), fyllið þær með nautahakks- blöndunni og stráið rifnum cheddar- osti yfir. Setjið í 200°C heitan ofn í 10-15 mínútur, eða þar til osturinn er bráðnaður. www.ljufmeti.com Fljótlegt ofan í partígestina Svava Gunnarsdóttir matgæðingur stingur upp á nokkrum þægilegum og gómsætum partíréttum fyrir Eurovisionkvöldið á bloggsíðu sinni Ljúfmeti og lekkerheit. Einn réttanna er fylltar tortillaskálar sem bornar eru fram með guacamole, sýrðum rjóma og salati. Þegar fyllingin er komin í kökurnar fara þær inn í 200°C heitan ofn í 10-15 mín- útur, eða þar til osturinn er bráðnaður. MynD/ljuFMETi.COM Sniðugt er að nota bollakökuform undir tortillakökurnar og spreyja það að innan með olíu. MynD/ljuFMETi.COM Fullkominn partíréttur fyrir kvöldið. Berið fram með góðu salati, nachos og sýrðum rjóma, guacamole og salsa-sósu. MynD/ljuFMETi.COM Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Innritun er hafin í síma 581 3730 - Sjá nánar á jsb.is E F L I R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g r a f í s k h ön nu n Frá og með 23. maí bjóðum við röð af krefjandi og skemmtilegum tveggja vikna námskeiðum. Mæting 5x í viku – samtals 10 síðdegistímar. 23. maí - 4. júní. 6. - 18. júní og 20. júní - 2. júlí. Gleðilegt sumar! Velkomin í okkar hóp! hefst 23. maí! Ath! Lokað vegna sumarfría 2. júlí - 3. ágúst Alltaf frábær árangur á TT! EurOVíSir Kynningarblað 10. maí 201610 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 0 -5 0 2 8 1 9 6 0 -4 E E C 1 9 6 0 -4 D B 0 1 9 6 0 -4 C 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.