Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 16
Í dag 18.45 West Ham - Man. Utd Sport 00.00 SA Spurs - Oklahoma Sport Er miður mín að fá ekki að taka þátt í þessu ævintýri, en óska 23 frábærum leik- mönnum til hamingju með valið á EM. Ég er samt alltaf klár. Gunnleifur Gunnleifsson @GulliGull1 EyjamEnn stórhuga ÍBV ætlar sér augljóslega stóra hluti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð en í gær samdi liðið við sigurberg sveinsson sem kemur heim úr atvinnumennsku hjá team tvis holstebro í Dan- mörku. sigurbergur og félagar urðu deildarmeistarar í ár og eru komnir í undanúrslit í úrslitakeppninni. sigurbergur verður hluti af ógn- vænlegri útilínu Eyjamanna á næstu leiktíð ásamt agnari smára jónssyni og leikstjórnandanum róberti aroni hostert sem liðið fékk einnig til sín á dögunum. ÍBV tapaði í undanúrslitum Íslands- mótsins í ár en virðist staðráðið í að endurheimta Íslandsmeistara- titilinn sem það vann 2014. Nýjast Fótbolti „Þetta eru bestu leik- mennirnir fyrir Ísland að þessu sinni,“ sagði heimir hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, eftir að hann og Lars Lagerbäck kynntu íslenska hópinn sem fer til Frakklands á fyrsta stór- mót karlalandsliðsins. Ísland er eitt af allra fyrstu löndunum ef ekki það fyrsta til að opinbera sinn hóp en þjálfararnir hafa til 31. maí að breyta honum en þá þarf að skila inn hópnum til uEFa. „Við vildum gera þetta sem fyrst þannig að menn hefðu tíma til að melta þetta. Við höfum ekki farið í gegnum þetta áður,“ sagði heimir hallgrímsson en þjálfararnir sögðu á fjölmennum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KsÍ að hópurinn hefði legið fyrir að mestu leyti í nokkurn tíma. Þjálfararnir hafa notað 50 leik- menn í vináttuleikjum síðan und- ankeppni Em lauk og höfðu þeir úr fleiri mönnum að velja en oft áður. „Það voru bara margir sem tóku skrefið og nýttu sín tækifæri. Við töldum þessa vera betri en aðra. Við veljum þá út frá getu og hvað þeir hafa gert með okkur,“ sagði heimir. Glaðir og svekktir Þeir sem hafa nýtt tækifæri sín, að mati Lars og heimis, eru greini- lega leikmenn eins og arnór Ingvi traustason, sverrir Ingi Ingason, hörður Björgvin magnússon og markvörðurinn Ingvar jónsson. Enginn af þeim kom við sögu í undankeppni Em en þeir spiluðu ágætlega í þeim vináttuleikjum sem á eftir fylgdu. aðrir sátu svekktir eftir. menn sem hafa lengi verið hluti af hópn- um fara ekki með en þar ber að nefna stráka á borð við sölva geir Ottesen, rúrik gíslason, Viðar Örn Kjartansson, ólaf Inga skúlason og markvörðinn gunnleif gunnleifs- son. sölvi geir er búinn að vera fasta- maður í hópnum um langa hríð en tók skrefið niður í 2. deildina í Kína. Viðar Örn hefur ekki nýtt sín tækifæri með landsliðinu að undan- förnu og rúrik hefur verið meiddur. meira kom á óvart að sjá ekki gunn- leif og ólaf Inga í hópnum. „Ingvar fékk svolítið óvænt tæki- færi með okkur og nýtti það vel. sverrir Ingi sömuleiðis. hann er líka að spila í sterkri deild,“ sagði heimir aðspurður um „óvæntu“ nöfnin. rúrik varð fyrir því óláni að meið- ast á árinu og hefur lítið spilað fyrir lið sitt nürnberg í Þýskalandi en gunnleifur gunnleifsson lýsti yfir miklum vonbrigðum með að vera ekki valinn í viðtali við Vísi í gær. Svanasöngur Eiðs Smára? mesta spennan var hvort Eiður smári guðjohnsen yrði í hópnum og fór kliður um salinn þegar aðeins átti eftir að tilkynna um einn mann. Það lá við lófataki þegar marka- hæsti leikmaður í sögu landsliðsins kom upp á skjáinn sem 23. maður kynntur til leiks. „Eiður hefur sýnt vilja og þrá að komast í hópinn. hann lítur vel út og er að spila vel í noregi. meiðsli hans eru smávægileg,“ sagði heimir um Eið smára sem lýkur væntanlega landsliðsferlinum með strákunum okkar í Frakklandi. Lars og heimir völdu sex manna biðlista sem má sjá hér til hliðar en þessir menn verða að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og klárir í slaginn ef kallið kemur því ýmis- legt getur gerst á nokkrum vikum í fótbolta. „Við byggjum árangur okkar á liðsheild. Þannig vinnum við leiki þannig að við þurfum allir að vera saman í þessu,“ sagði heimir hall- grímsson. tomas@365.is 23 bestu valdir fyrir EM Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson kynntu í gær hópinn sem fer á fyrsta stórmót karlalandsliðsins í fótbolta. Liðið ekki valið út frá vinskap. Nokkrir svekktir þurfa að sitja eftir heima. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson kynntu landsliðshópinn á fjölmennum blaðamannafundi KSÍ í gær. FréttAbLAðið/PjEtUr Lars hættir eftir EM Áður en Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu leikmannahópinn fyrir Evrópumótið í gær var það kunngjört að Lars Lagerbäck hætti sem þjálfari Íslands eftir EM. Heimir Hallgrímsson tekur við eins og til stóð. „Auðvelda svarið er að ég fæddist aðeins of snemma. Ég verð að átta mig á því að ég verð ekkert yngri. Ég þarf að ferðast mikið í þessu starfi og ég finn fyrir því,“ sagði Lagerbäck um ákvörðun sína í gær. „Þessi fjögur ár hafa verið algjörlega frábær en aðal- ástæðan fyrir þessu er að ég þyrfti kannski að fara að gera eitthvað annað með fjölskyldunni. Maður á lítið félagslíf í þessu starfi.“ Lars var bent á að stutt er í forsetakosningar á Íslandi: „Ég óska Íslendingum ekki svo ills að ég verði forseti. Svo er ég ekki með íslenskt vegabréf en forsetahúsið er fallegt,“ sagði Lars. En er hann hættur að þjálfa? „Það kemur í ljós. Það þyrfti þá að vera eitt- hvað mjög spennandi en ég loka ekki neinum dyrum. Geir Þorsteinsson bað mig um að halda dyrunum opnum með íslenska liðið og ég gerði það en síðasta mánuð hef ég verið ákveðinn í því að hætta.“ olís-deild kvenna: lokaúrslit Stjarnan - Grótta 18-28 Stjarnan: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4/2 (6/2), Helena Rut Örvarsdóttir 4 (18), Þórhildur Gunnarsdóttir 3 (4), Sólveig Lára Kjærnested 3 (6), Nataly Sæunn Valencia 2 (5), Stefanía Theodórsdóttir 1 (1), Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1 (1). Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 14 (41/4, 34%), Ástríður Þóra Scheving (1/1, 0%). Utan vallar: 10 mínútur. Grótta: Sunna María Einarsdóttir 5/5 (9/5), Lovísa Thompson 5 (10), Laufey Ásta Guð- mundsdóttir 4 (7), Eva Margrét Kristins- dóttir 2 (2), Anna Katrín Stefánsdóttir 2 (2), Eva Björk Davíðsdóttir 2 (3), Unnur Ómars- dóttir 2 (4), Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2 (5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (5), Anett Köbli 1 (2), Þórunn Friðriksdóttir 1 (2), Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 20 (34/2, 59%), Selma Jóhannsdóttir 1 (5, 20%). Utan vallar: 8 mínútur Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Gróttu. EM-HÓPUR ÍSLANDS Markverðir Hannes Þór Halldórsson Ingvar Jónsson Ögmundur Kristinsson Varnarmenn Birkir Már Sævarsson Ragnar Sigurðsson Kári Árnason Ari Freyr Skúlason Haukur Heiðar Hauksson Hjörtur Hermannsson Hörður Björgvin Magnússon Sverrir Ingi Ingason Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson Gylfi Þór Sigurðsson Emil Hallfreðsson Birkir Bjarnason Jóhann Berg Guðmundsson Theodór Elmar Bjarnason Arnór Ingvi Traustason Rúnar Már Sigurjónsson Sóknarmenn Kolbeinn Sigþórsson Alfreð Finnbogason Jón Daði Böðvarsson Eiður Smári Guðjohnsen biðlistinn Gunnleifur Gunnleifsson Hólmar Örn Eyjólfsson Hallgrímur Jónasson Ólafur Ingi Skúlason Rúrik Gíslason Viðar Örn Kjartansson Ber höfuðið hátt. Er að spila fyrir gott lið í góðri deild, ef það er ekki nóg þá verður bara að hafa það. Það voru forréttindi að fá að taka þátt í undankeppninni með þessu frábæra liði. Óska öllum strákunum alls hins besta í sumar. Ólafur Ingi Skúlason @oliskulason16 unItED upp FyrIr cIty? Eftir allt sem hefur gengið á hjá manchester united á leiktíma- bilinu er liðið nú með meistara- deildar örlögin í eigin höndum en liðið kemst upp fyrir manchester city með sigri á West ham í kvöld. united er með 63 stig, tveimur stigum minna en city og á tvo leiki til góða. Eftir jafntefli city og ars enal síðasta sunnudag dugar united að vinna West ham í kvöld og Bournemouth í lokaumferðinni til að stela meistaradeildarsætinu af manchester city. sex stig í síðustu tveimur leikjunum hjá united þýðir að pep guardiola verður ekki með city í meistara- deildinni næsta vetur. 1 0 . M a í 2 0 1 6 Þ R i Ð J U D a G U R16 S p o R t ∙ F R É t t a b l a Ð i Ð sport 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 0 -5 0 2 8 1 9 6 0 -4 E E C 1 9 6 0 -4 D B 0 1 9 6 0 -4 C 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.