Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 15
Árleg álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur næstu daga. Álfa-salan er stærsta fjáröflunar- verkefni SÁÁ ár hvert, en hún fer nú fram í 27. skipti. Líkt og undanfarin ár er slagorð álfasölunnar í ár: „Álfurinn fyrir unga fólkið.“ Þannig er undir- strikuð áhersla á meðferðarúrræði samtakanna fyrir ungt fólk og einn- ig fyrir börn og aðra aðstandendur þeirra sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Frá árinu 2000 hefur SÁÁ rekið unglinga- deild á sjúkrahúsinu Vogi en frá því að sjúkrahúsið var byggt hafa yfir 8.000 einstaklingar yngri en 25 ára lagst þar inn. SÁÁ veitir einnig sálfræðiþjón- ustu fyrir börn alkóhólista. Um 1.100 börn hafa nýtt þá þjónustu sem er kostuð með tekjum af Álf- inum og öðrum styrkjum. Tekjur af Álfasölu standa líka undir þjónustu SÁÁ við aðra aðstandendur en allir aðstandendur fólks í áfengis- og vímuefnavanda geta fengið viðtöl, ráðgjöf og setið á fyrirlestrum og fengið námskeið í fjölskyldumeð- ferð hjá SÁÁ. Hundruð manna um land allt starfa við Álfasöluna bæði einstak- lingar en einnig fjölmargir hópar sem nýta sölulaun til að kosta starfsemi á vegum íþróttafélaga og ýmissa sam- taka, hver í sinni heimabyggð. Frá 1990 hefur Álfurinn skilað um 600 milljónum króna sem hafa að öllu leyti runnið inn í heil- brigðisþjónustu SÁÁ við áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þótt stjórnvöld hafi stutt vel við starf samtakanna í gegnum árin er það beinn stuðn- ingur almennings sem hefur gert gæfumuninn. Þjóðin hefur stutt við bakið á SÁÁ og tryggt að samtökin geti veitt vímuefna- og áfengissjúk- lingum og fjölskyldum þeirra eins góða þjónustu og kostur er. Ef ekki væri vegna stuðnings almennings þyrfti að draga umtals- vert úr öllu starfi SÁÁ. Við sem störfum fyrir SÁÁ erum þakklát og finnum til auðmýktar vegna alls þess velvilja sem SÁÁ hefur notið og biðjum íslensku þjóðina nú um að standa enn sem fyrr þétt við bak samtakanna. Styðjum SÁÁ – kaup- um álfinn! Kaupum Álfinn fyrir unga fólkið Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 citroen.is CITROËN SENDIBÍLAR HAGKVÆMIR, ÁREIÐANLEGIR OG Á GÓÐU VERÐI Citroën Nemo 2.550.000 kr. m. VSK 2.056.452 kr. án VSK Citroën Berlingo 2.850.000 kr. m. VSK 2.298.387 kr. án VSK Citroën Jumpy Langur 4.490.000 kr. m. VSK 3.620.967 kr. án VSK GERÐU VINNUNA AUÐVELDARI Citroen_3Sendibilar_auðveldari_5x19_20160418_END.indd 1 18.4.2016 15:52:24 Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkall- andi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsu- gæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einka- aðilum, í stað Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðis- ráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæð- inguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hags- munaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einka- væðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almanna- hagur eða ekki. Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einka- rekstur sé ekkert annað en einka- væðing. Þannig nefndi Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einka- framkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rún- ari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einka- væðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einka- rekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnar- firði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annaðhvort mein- legur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opin- bera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einka- væðingu. Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einka- væða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaað- ila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatil- tæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni. Einkavædda öndin Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni. Arnþór Jónsson formaður SÁÁ Þótt stjórnvöld hafi stutt vel við starf samtakanna í gegnum árin er það beinn stuðningur almennings sem hefur gert gæfumuninn. s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15Þ R i ð J u D A G u R 1 0 . m A í 2 0 1 6 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 0 -4 B 3 8 1 9 6 0 -4 9 F C 1 9 6 0 -4 8 C 0 1 9 6 0 -4 7 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.