Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.05.2016, Blaðsíða 22
Þeir Gísli Marteinn Baldursson og Felix Bergsson eiga það sameigin­ legt að hafa verið þulir í útsendingu RÚV frá Eurovision. Felix var fyrst kynnir í Malmö árið 2013 og tók svo tvær næstu keppnir, í Kaupmanna­ höfn 2014 og Vín 2015. Gísli Mar­ teinn hefur kynnt keppnina sex sinnum, í Jerúsalem 1999, Stokk­ hólmi 2000, Kaupmannahöfn 2001, Ríga 2003, Istanbúl 2004 og í Kíev árið 2005. Hann mun einnig verða þulur keppninnar í Stokkhólmi í ár. Þeir segjast báðir vera sérlegir áhugamenn um keppnina og finnst hún frábær skemmtun. Við feng­ um þá til að svara nokkrum spurn­ ingum um Eurovision og upplifun þeirra af keppninni. Felix Hver er skemmtilegasta keppnin sem þú hefur verið á? Þær hafa allar verið mjög sér­ stakar og skemmtilegar og ómögulegt að nefna eina frekar en aðra. Malmö var sérstök því það var í fyrsta sinn sem ég var kynnir og ég naut þess að fylgjast með hinum frábæru sænsku at­ vinnumönnum búa til besta sjón­ varp í heimi. Kaupmannahöfn var líka ótrúlega skemmtileg með Conchitu og Common Linnets frá Hollandi og svo var Vín allt öðru­ vísi, miðevrópsk og klassísk og mjög skemmtileg á sinn máta. Vakti einhver keppandi sérstaka athygli þína? Já, þeir eru sko margir. Norð­ mennirnir í fyrra, Debrah Scarlett og Mörland, voru algjör­ lega mögnuð og einstaklega við­ kunnan legt fólk. Þá fannst mér Sergej Ćetković frá Svartfjalla­ landi 2014 sérstaklega flott­ ur söngvari og manneskja. Svo voru Pólverjarnir í Kaupmanna­ höfn ógleymanlegir með brjóstin úti og strokka á sviði. En þetta er nú bara til að nefna nokkra. Allir þessir listamenn eru manni enn ofarlega í huga. Hverjir voru bestu gestgjafarnir? Ég segi Vínarbúar. Þar var mjög vel tekið á móti okkur. Áttu þér uppáhalds Eurovision- lag? Já, uppáhaldslagið mitt er Love Shine a Light með Katar­ ina and the Waves frá 1997 fyrir Bretland. Algjört konfekt. Hvert er uppáhalds íslenska lagið? Úff, þar er erfitt að velja. Ég segi Pollapönk. Þeir voru hrein­ lega stórkostlegir með lagið sitt Enga fordóma. Er mikil vinna fólgin í því að vera kynnir? Já, þetta er mikil yfirlega og ef maður vill gera þetta vel þarf maður að vera búinn að undirbúa sig áður en maður kemur út, taka svo inn stemninguna á staðnum og skrifa mjög nákvæm handrit sem maður er búinn að tímasetja. Ákaflega skemmtileg vinna. Hittir þú einhverjar stjörnur á keppnunum? Ég er auðvitað búinn að hitta Graham Norton og svo hittir maður allar Eurovision­stjörn­ urnar. Það var einstaklega gaman að rabba við Conchitu í Kaup­ mannahöfn og Ástralinn Guy Seb astian var líka mjög viðkunn­ anlegur. Það skrítna við Eurovis­ ion er hins vegar að sumir eru bara stjörnur í tvær vikur og svo springur sápukúlan og veruleik­ inn tekur við. Eignaðist þú einhverja vini í keppninni sem þú heldur sam- bandi við ennþá? Já, fjölmarga, og ég held sam­ bandi við þá allt árið. Sumir þeirra eru farnir að mæta á Söngvakeppnina heima og aðrir eru stöðugt að bjóða manni til sín. Eurovision er vinafundur og ég hvet alla sem hafa áhuga að skella sér einhvern tímann og upplifa keppnina. Gísli Marteinn Hver er skemmtilegasta keppn- in sem þú hefur verið á? Kaupmannahöfn 2001 var frá­ bær því Danirnir gerðu þetta allt svo vel. Íslandi gekk að vísu illa og enginn man eftir eistneska sigurlaginu – en það var fullt af fínum lögum og skemmtileg stemning. Þetta er líka stærsta keppni sem hefur verið haldin, talið í fjölda áhorfenda í sal, enda var hún haldin á Parken. Hver finnst þér vera eftirminni- legustu atriði keppninnar – af hverju? Fyrir utan íslensku atriðin, sem ég man auðvitað best eftir, eru nokkur atriði sem ég get nefnt. Tatu­stelpurnar frá Rúss­ landi voru mjög eftirminnilegar í Ríga 2003, Olsen­bræður í Stokk­ hólmi 2000 því enginn hafði trú á þeim og íslenski hópurinn reyndi að vera almennilegur við þá og bjóða þeim með okkur að borða og svona. Mummy Trolls sem var fulltrúi Rússa árið 2001 er mjög fræg í heimalandinu og kemur meðal annars fyrir í skáldsög­ unni Hreinsun – þau urðu góðir kunningjar okkar. Ruslana kom til Íslands að kynna lagið sitt fyrir keppnina 2004 og varð fyrir vikið kunningjakona okkar alla þá keppni. Hverjir voru bestu gestgjafarnir? Svíar og Danir hafa gert þetta allra þjóða best. Áttu þér uppáhalds Eurovision- lag? Þau eru mörg, en ætli ég nefni ekki Divine með Sebasti­ an Tellier. Hvert er uppáhalds íslenska lagið? All Out of Luck og Nína. Og síðan er Í síðasta skipti að vinna mjög hratt á. Hvað var skemmtilegast við að vera kynnir? Ætli það sé ekki það að fá tækifæri til að sökkva sér ofan í alls konar furðuleg smáatriði við framlög hverrar þjóðar. Núna er ég til dæmis að reyna að grafast fyrir um hvað hundur rússneska söngvarans heitir, ef ske kynni að ég gæti notað það í kynning­ unni. Tengjast kynnar ólíkra landa eitthvað? Já, heilmikið. Ég var síðast kynnir 2005, þannig að marg­ ir kunningjar mínir úr þessum bransa hafa hætt, en fleiri eru þó enn að. Það eru því fagnaðar­ fundir núna. Eignaðist þú einhverja vini í keppninni sem þú heldur sam- bandi við enn þá? Bresku vinir okkar, sem nú eru orðnir hluti af íslensku sendinefndinni, Peter, Paul og Jonathan, eru orðnir mjög mikil­ vægur hluti af hópnum. Þeir koma á eigin vegum ár eftir ár og vilja allt fyrir íslenska hóp­ inn gera. Uppáhaldslagið mitt er Love Shine a Light með Katarina and the Waves frá 1997 fyrir Bretland. Algjört konfekt. Felix Bergsson Ég er til dæmis að reyna að grafast fyrir um hvað hundur rúss- neska söngvarans heitir, ef ég gæti notað það í kynningunni. Gísli Marteinn Baldursson Stjörnur í tveggja vikna sápukúlu Felix Bergsson og Gísli Marteinn Baldursson eru sammála um að það sé mikil vinna að vera þulur í Eurovision-keppni. Þeir hafa báðir gegnt því hlutverki nokkrum sinnum og haft gaman af. Sumir keppendanna eru stórstjörnur í tvær vikur en svo tekur raunveruleikinn við. VE R T Eurovision partý? Þetta verður veisla EUrovíSir Kynningarblað 10. maí 20164 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 0 -4 B 3 8 1 9 6 0 -4 9 F C 1 9 6 0 -4 8 C 0 1 9 6 0 -4 7 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.