Fréttablaðið - 10.05.2016, Qupperneq 26
Aldarfjórðungur er síðan Stefán
Hilmarsson og Eyjólfur Krist-
jánsson fluttu lagið Draumur
um Nínu í Eurovision-keppninni
í Róm á Ítalíu. Þótt laginu hafi
gengið hóflega vel í keppninni
hefur það lifað góðu lífi meðal
landsmanna allar götur síðan og
er eitt af vinsælli dægurlögum
okkar Íslendinga.
Stefán & Eyfi, eins og þeir köll-
uðu sig í keppninni, eiga hlýjar
og góðar minningar frá förinni
til Rómar sem einkenndist helst
af stórskemmtilegu fólki sem var
með í för. Hópurinn mætti vel
æfður til Rómar og stemningin
var virkilega góð að sögn Stef-
áns sem segir að Eyfi hafi valið
í hópinn með skemmtanagildið
í huga. „Fyrir vikið voru föru-
nautar okkar eintómir spaugar-
ar. Ég get t.d. nefnt Jón Ólafs-
son, sem stjórnaði hljómsveitinni
með léttleika, en það birti ávallt
yfir hljóðfæraleikurunum þegar
hann steig í púltið. Píanóleikar-
inn var sérlega hrifinn af laginu
okkar, enda í stóru hlutverki og
skilaði sínu prýðilega. Ekki verð-
ur sagt að allir hljóðfæraleikar-
arnir hafi átt toppkvöld og mér er
sérlega minnis stætt saxófónsóló-
ið í gríska laginu sem fór alveg
forgörðum. Sá spilari hefur lík-
lega gengið nokkuð beygður til
náða þetta kvöld.“ Eyfi minnist
einnig á þátt Péturs heitins Krist-
jánssonar sem var útgefandi lags-
ins og með í för. „Auðvitað sló
Pétur í gegn en maður var eftir
sig í þindinni þegar heim kom.
Að öðru leyti gekk allt prýðilega
fyrir sig og æfingarnar voru nán-
ast formsatriði enda vorum við
búin að æfa þetta vel heima. Ítal-
irnir gerðu þetta ágætlega og það
var gaman að vera í Róm á þess-
um tíma.“
Meinaður aðgangur
Þótt keppnin sjálf hafi verið í
forgrunni gerði hópurinn margt
sér til skemmtunar. Stefán rifjar
upp sögu af gleðigjafanum Pétri.
„Hópurinn fór m.a. í Vatíkanið.
Þegar við hugðumst ganga inn í
dýrðina, sjálft guðshúsið, þá var
farar stjóranum, Pétri Kristjáns-
syni, meinaður aðgangur. M.ö.o.
var Pétri ekki hleypt inn í Pét-
urskirkjuna. Ástæðan var bolur
sem hann skrýddist þennan dag,
kyrfilega merktur þungarokks-
sveitinni Iron Maiden og skreytt-
ur ískyggilegri, sumpart djöful-
legri mynd. Eftir fortölur var
fallist á að hleypa Pétri inn, ef
hann klæddist og hneppti að sér
skyrtu sem hann hafði á öxlunum.
Vatí kansmenn eru greinilega lítt
hallir undir þungarokkið.“
Dó næstum úr hlátri
Það var mikið hlegið í ferðinni
og Eyfi rifjar upp góða sögu
þar sem hann segist hafa kom-
ist næst því bókstaflega að deyja
úr hlátri. „Eftir eina æfinguna
fórum við í skoðunarferð um
frægt kvikmyndaver og stopp-
uðum m.a. við stóra Davíðsstyttu
úr gifsi. Richard Scobie ákvað
að halda í löngutöng Davíðs sér
til stuðnings. Vildi þá ekki betur
til en svo að puttinn brotnaði af
styttunni. Þetta fannst mönn-
um frekar fyndið en Richie gekk
um allt með fingurinn og þóttist
vera að bora í nefið og var með
alls konar fíflalæti tengd löngu-
töng. Koma þá öryggisverðir og
handtaka Scobie og þurftu bæði
Pétur Kristjáns og Sigmundur
Örn hópstjóri að beita fortölum til
að leysa bakraddasöngvarann úr
haldi. Það er til myndbandsupp-
taka af ódæðinu en þarna held ég
að ég hafi komist næst því að bók-
staflega láta lífið úr hlátri.“
Miklar breytingar
Aldarfjórðungur er liðinn frá
ævin týrinu í Róm og keppn-
in hefur breyst mikið að sögn
Stefáns. „Hún hefur gjör-
breyst frá fyrstu hendi, er orðin
miklu stærri í sniðum, tækni
hefur fleygt fram og tíðarand-
inn breyst. Það er engin lifandi
hljómsveit lengur, sviðið er orðið
flatskjár í hólf og gólf og svo
mætti lengi telja. Lögum hefur
fjölgað mjög, keppnis kvöldin
orðin þrjú í stað eins þannig að
það er mun erfiðara að ná fókus
yfir keppnina en áður. Auðvi-
tað er gaman að sjónar spilinu,
þótt lögin séu misgóð, eins og
alltaf. Ég læt mér nú nægja að
horfa með öðru auganu á undan-
keppnina þar sem við eigum í
hlut og svo kannski með báðum
á lokakvöldið, ef fulltrúar okkar
ná þangað.“ Eyfi er á svipuðum
nótum, segist fylgjast minna með
keppninni en áður. „Ég er eigin-
lega alveg dottinn úr þessum
Eurovision-pælingum en horfi
alltaf á í maí. Fyrir utan þá daga
fylgist ég lítið með. Auð vitað
koma annað slagið eftirminnileg
lög út úr þessum keppnum, annað
væri nú eitthvað skrítið.“
Félagarnir verða á faraldsfæti
þegar lokakeppnin fer fram en
þeir segjast ætla að reyna fylgj-
ast með keppninni eins og hægt
er og þá sérstaklega Íslending-
unum. „Við fylgjumst auðvitað
með okkar fólki en við vitum ekki
hvort tími sé til að lyfta sér eitt-
hvað upp sökum anna. Auðvitað
vonum að okkar fólki gangi vel og
segjum: Áfram Ísland!“
Eintómir spaugarar með í för
Draumur um Nínu er með þekktari dægurlögum þjóðarinnar en það var framlag okkar í Eurovision-keppninni árið 1991. Hópurinn sem fór út
til Rómar var skipaður einstaklega skemmtilegu fólki sem upplifði mörg ævintýri og eiga Stebbi og Eyfi margar góðar minningar frá förinni.
Frá undankeppninni 1991 þar sem Draumur um Nínu stóð uppi sem sigurvegari. Stefán og Eyfi baksviðs fyrir lokaæfinguna í Róm 1991. Með þeim á myndinni eru bakraddasöngkonurnar Eva Ásrún og Erna
Þórarinsdóttir.
EuRovíSiR Kynningarblað
10. maí 20168
1
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
6
0
-3
C
6
8
1
9
6
0
-3
B
2
C
1
9
6
0
-3
9
F
0
1
9
6
0
-3
8
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K